Íslenski boltinn

Kristall Máni sendi Blikum tóninn: Ég er ennþá með jafn marga titla og þið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ívar Orri Kristjánsson er hér búinn að reka Kristal Mána Ingason af velli en Davíð Ingvarsson liggur í grasinu.
Ívar Orri Kristjánsson er hér búinn að reka Kristal Mána Ingason af velli en Davíð Ingvarsson liggur í grasinu. S2 Sport

Víkingurinn Kristall Máni Ingason átti ekki góðan dag í gær frekar en margir félagar hans í Víkingsliðinu. Hann kórónaði vonbrigðin með að fá rautt spjald nokkrum sekúndum fyrir leikslok.

Kristall virtist meiðast snemma leiks og það hafði augljóslega áhrif á hans leik því hann var ekki líkur sjálfum sér í 3-0 tapi á móti Blikum.

Pirringurinn hlóðst greinilega upp hjá þessum tvítuga strák því það sauð síðan upp úr hjá honum í blálok leiksins og Ívar Orri Kristjánsson rak hann af velli í uppbótartíma fyrir að gefa Blikanum Davíð Ingvarsson olnbogaskot.

Það má sjá þetta rauða spjald hans hér fyrir neðan.

Kvöldið var þó ekki búið hjá Kristal Mána því hann endaði það inn á Twitter og taldi sig þar þurfa að svara kyndingum frá stuðningsmönnum Blika.

„Fyrsta rauða spjaldið í bestu deildinni en slökum á Blikar ég er ennþá með jafn marga titla og þið,“ skrifaði Kristall Máni Ingason eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×