Heimildarmynd um Söru Björk komin út: Fótboltakonur þurfa ekki að velja á milli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2022 09:32 Sara Björk Gunnarsdóttir með son sinn Ragnar Frank Árnason sem hún eignaðist 16. nóvember síðastliðinn. Instagram/@sarabjork90 Heimildarmynd um meðgöngu landsliðskonunnar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og endurkomu hennar inn á fótboltavöllinn er nú komin í loftið. Sara Björk kynnti myndina á samfélagsmiðlum sínum en hún heitir „Do Both“ eða „Gerum bæði“ upp á íslensku. „Ég er Sara Björk Gunnarsdóttir. Ég er að fara fæða barn í nóvember og í júní ætla ég að spila fyrir þjóð mína á Evrópumótinu,“ segir Sara í upphafi myndarinnar. View this post on Instagram A post shared by Sara Bjo rk Gunnarsdo ttir (@sarabjork90) Sara Björk mun leita sér að nýju félagi í sumar en hún er að klára samning sinn hjá franska stórliðinu Lyon þar sem hún vann Meistaradeildina árið 2020. Í myndinni fáum við að kynnast Söru betur, hugarfari hennar og keppnisskapi. Það er rætt við vini hennar, liðsfélaga og fjölskyldu. „Ég hef enga þekkingu á því hvað séu bestu æfingarnar fyrir fótboltakonu sem er ófrísk,“ segir Sara en í heimildarmyndinni má sjá hana æfa á meðan meðgöngunni stóð. Það er sem betur fer orðið miklu algengara að sjá fótboltakonur eignast barn og snúa aftur inn á völlinn. Fjölmargar í íslenska landsliðinu hafa gert þetta og Sara Björk bætist nú í hópinn. Sara leitaði til leikmanna í landsliðinu sem höfðu eignast barn og komið til baka. Þar fékk hún góð ráð. Sara spilaði aftur með íslenska landsliðinu í apríl í leikjum á móti Hvíta-Rússlandi og Tékkum í undankeppni HM. Í myndinni má sjá Söru Björk á ákveðnum stigum meðgöngunnar sem reyndi mikið á hana, bæði líkamlega og andlega. Við sjáum hana líka með Ragnar Frank. „Við viljum gera bæði. Fótboltakonur þurfa ekki að velja á milli,“ segir Sara. Hún fer síðan yfir hvernig hún vann sig til baka hjá Lyon. „Ég verð mjög stolt þegar ég klæði mig aftur í bláu landsliðstreyjuna. Ég vil sýna fólki að ég get gert bæði,“ segir Sara. Það má sjá alla heimildamyndina hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=f7ebjR6amy8">watch on YouTube</a> EM 2022 í Englandi Franski boltinn Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Sjá meira
Sara Björk kynnti myndina á samfélagsmiðlum sínum en hún heitir „Do Both“ eða „Gerum bæði“ upp á íslensku. „Ég er Sara Björk Gunnarsdóttir. Ég er að fara fæða barn í nóvember og í júní ætla ég að spila fyrir þjóð mína á Evrópumótinu,“ segir Sara í upphafi myndarinnar. View this post on Instagram A post shared by Sara Bjo rk Gunnarsdo ttir (@sarabjork90) Sara Björk mun leita sér að nýju félagi í sumar en hún er að klára samning sinn hjá franska stórliðinu Lyon þar sem hún vann Meistaradeildina árið 2020. Í myndinni fáum við að kynnast Söru betur, hugarfari hennar og keppnisskapi. Það er rætt við vini hennar, liðsfélaga og fjölskyldu. „Ég hef enga þekkingu á því hvað séu bestu æfingarnar fyrir fótboltakonu sem er ófrísk,“ segir Sara en í heimildarmyndinni má sjá hana æfa á meðan meðgöngunni stóð. Það er sem betur fer orðið miklu algengara að sjá fótboltakonur eignast barn og snúa aftur inn á völlinn. Fjölmargar í íslenska landsliðinu hafa gert þetta og Sara Björk bætist nú í hópinn. Sara leitaði til leikmanna í landsliðinu sem höfðu eignast barn og komið til baka. Þar fékk hún góð ráð. Sara spilaði aftur með íslenska landsliðinu í apríl í leikjum á móti Hvíta-Rússlandi og Tékkum í undankeppni HM. Í myndinni má sjá Söru Björk á ákveðnum stigum meðgöngunnar sem reyndi mikið á hana, bæði líkamlega og andlega. Við sjáum hana líka með Ragnar Frank. „Við viljum gera bæði. Fótboltakonur þurfa ekki að velja á milli,“ segir Sara. Hún fer síðan yfir hvernig hún vann sig til baka hjá Lyon. „Ég verð mjög stolt þegar ég klæði mig aftur í bláu landsliðstreyjuna. Ég vil sýna fólki að ég get gert bæði,“ segir Sara. Það má sjá alla heimildamyndina hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=f7ebjR6amy8">watch on YouTube</a>
EM 2022 í Englandi Franski boltinn Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Sjá meira