Anna Hildur og Þráinn vilja áfram leiða SÁÁ Jakob Bjarnar skrifar 17. maí 2022 14:36 Þráinn og Anna Hildur tóku við stjórnartaumunum í SÁÁ í kjölfar mikillar ólgu innan samtakanna. Þau vilja halda áfram að leiða SÁÁ. aðsend Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ og Þráinn Farestveit varaformaður hafa tilkynnt að þau gefi kost á sér til að halda áfram á næsta aðalfundi samtakanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum en þann 14. febrúar síðastliðinn voru þau kosin til að leiða SÁÁ í kjölfar ólgu og hneykslismála sem riðu yfir samtökin og stjórn þeirra. Kosning fer fram á næsta aðalfundi SÁÁ um endurnýjun 16 fulltrúa í 48 manna aðalstjórn samtakanna. Aðalstjórn kýs síðan formann, varaformann og fulltrúa í framkvæmdastjórn. Í tölvupósti til SÁÁ félaga í morgun segir Anna Hildur meðal annars: „Mikil eindrægni hefur verið í framkvæmdastjórn samtakanna um starfsemina og þær hugmyndir um verkefni sem ráðast þarf í til að mæta nýjum og breyttum áherslum. Ég hef einlægan áhuga á að fylgja þessum verkefnum eftir og gef því kost á mér til áframhaldandi setu sem formaður SÁÁ.“ Í tilkynningunni er tilgreint að engar sumarlokanir verði í Von eða á Vík og segir að það megi þakka góðum árangri í fjáröflun undanfarin misseri. Þá er unnið að málalyktum vegna athugasemda Sjúkratrygginga við SÁÁ. „Deilan snýst ekki um peninga, heldur túlkun samninga og útfærslur meðferðarstarfsins í heimsfaraldrinum. Við höfum átt í viðræðum við Sjúkratryggingar um að landa þessu þannig að allir geti gengið sáttir frá borði. Þetta er flókið mál og ekki útséð hvenær klárast. En það liggur fyrir að þessi ágreiningur hefur ekki áhrif á það traust sem SÁÁ nýtur hjá stjórnvöldum,“ segir Anna í pósti til félaga sinna í SÁÁ. Fíkn SÁÁ Félagasamtök Heilbrigðismál Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Tengdar fréttir Dregur framboð sitt skyndilega til baka Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur dregið til baka framboð sitt til formanns SÁÁ. Þessu greinir hún frá í færslu á Facebook-síðu sinni en einungis þrír dagar eru síðan hún tilkynnti framboð sitt. Af 48 stjórnarmeðlimum SÁÁ skoruðu 40 á hana eftir að Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður vegna vændismáls. 3. febrúar 2022 15:55 Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57 Meintir tilhæfulausir reikningar SÁÁ metnir saknæmir Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. 17. janúar 2022 18:27 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum en þann 14. febrúar síðastliðinn voru þau kosin til að leiða SÁÁ í kjölfar ólgu og hneykslismála sem riðu yfir samtökin og stjórn þeirra. Kosning fer fram á næsta aðalfundi SÁÁ um endurnýjun 16 fulltrúa í 48 manna aðalstjórn samtakanna. Aðalstjórn kýs síðan formann, varaformann og fulltrúa í framkvæmdastjórn. Í tölvupósti til SÁÁ félaga í morgun segir Anna Hildur meðal annars: „Mikil eindrægni hefur verið í framkvæmdastjórn samtakanna um starfsemina og þær hugmyndir um verkefni sem ráðast þarf í til að mæta nýjum og breyttum áherslum. Ég hef einlægan áhuga á að fylgja þessum verkefnum eftir og gef því kost á mér til áframhaldandi setu sem formaður SÁÁ.“ Í tilkynningunni er tilgreint að engar sumarlokanir verði í Von eða á Vík og segir að það megi þakka góðum árangri í fjáröflun undanfarin misseri. Þá er unnið að málalyktum vegna athugasemda Sjúkratrygginga við SÁÁ. „Deilan snýst ekki um peninga, heldur túlkun samninga og útfærslur meðferðarstarfsins í heimsfaraldrinum. Við höfum átt í viðræðum við Sjúkratryggingar um að landa þessu þannig að allir geti gengið sáttir frá borði. Þetta er flókið mál og ekki útséð hvenær klárast. En það liggur fyrir að þessi ágreiningur hefur ekki áhrif á það traust sem SÁÁ nýtur hjá stjórnvöldum,“ segir Anna í pósti til félaga sinna í SÁÁ.
Fíkn SÁÁ Félagasamtök Heilbrigðismál Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Tengdar fréttir Dregur framboð sitt skyndilega til baka Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur dregið til baka framboð sitt til formanns SÁÁ. Þessu greinir hún frá í færslu á Facebook-síðu sinni en einungis þrír dagar eru síðan hún tilkynnti framboð sitt. Af 48 stjórnarmeðlimum SÁÁ skoruðu 40 á hana eftir að Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður vegna vændismáls. 3. febrúar 2022 15:55 Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57 Meintir tilhæfulausir reikningar SÁÁ metnir saknæmir Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. 17. janúar 2022 18:27 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Dregur framboð sitt skyndilega til baka Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur dregið til baka framboð sitt til formanns SÁÁ. Þessu greinir hún frá í færslu á Facebook-síðu sinni en einungis þrír dagar eru síðan hún tilkynnti framboð sitt. Af 48 stjórnarmeðlimum SÁÁ skoruðu 40 á hana eftir að Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður vegna vændismáls. 3. febrúar 2022 15:55
Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38
Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57
Meintir tilhæfulausir reikningar SÁÁ metnir saknæmir Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. 17. janúar 2022 18:27