Óttast slysahættu af auglýsingum Sindri Sverrisson skrifar 18. maí 2022 13:32 Leikmenn hafa til að mynda runnið til á auglýsingum í úrslitaeinvíginu í körfubolta karla sem lýkur í kvöld. VÍSIR/BÁRA Auglýsingar á gólfum íþróttahalla eru algeng sjón í handbolta og körfubolta hér á landi en þær virðast geta aukið hættuna á slysum hjá íþróttafólkinu. „Er ekki spurning um að finna aðrar leiðir fyrir íþróttafélög en auglýsingar á gólf til að koma sponsum á framfæri, svona áður en einhver meiðir sig alvarlega?“ spyr Tómas Jónasson á Twitter. Þar birtir hann fjölda af klippum sem sýna handbolta- og körfuboltamenn renna til á auglýsingum í úrslitakeppnunum sem nú standa yfir. pic.twitter.com/8fnGeAkMfp— Tómas Jónasson (@tommijonasar) May 16, 2022 pic.twitter.com/AGTvBaFDar— Tómas Jónasson (@tommijonasar) May 16, 2022 Körfuboltaþjálfarinn Hrafn Kristjánsson tekur undir og bendir á hættu sem einnig geti skapast af auglýsingaskiltum í kringum vellina: „100% sammála. Annað þessu tengt sem er grafalvarlegt eru þessi járnskilti sem er raðað kringum vellina. Skiltin eru flugbeitt og ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef leikmaður myndi detta með andlitið eða jafnvel háls/úlnlið á fullum hraða á brún þessara skilta,“ skrifar Hrafn. Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson úr KR deilir færslu Tómasar og segir einfaldlega: „Banna auglýsingar á leikvöllum,“ og Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar hvetur fólk í íþróttahreyfingunni til að skoða klippurnar. Þekkt dæmi um að menn hafi runnið til á dúk og meiðst er þegar Pavel Ermolinskij meiddist í bikarúrslitaleik KR og Stjörnunnar árið 2015. Hrafn bendir reyndar á að Pavel hafi einnig skorist illa á hendi á auglýsingaskilti í stjörnuleik árið 2011 og misst af leikjum í framhaldinu. Subway-deild karla Subway-deild kvenna Olís-deild kvenna Olís-deild karla Slysavarnir Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Sjá meira
„Er ekki spurning um að finna aðrar leiðir fyrir íþróttafélög en auglýsingar á gólf til að koma sponsum á framfæri, svona áður en einhver meiðir sig alvarlega?“ spyr Tómas Jónasson á Twitter. Þar birtir hann fjölda af klippum sem sýna handbolta- og körfuboltamenn renna til á auglýsingum í úrslitakeppnunum sem nú standa yfir. pic.twitter.com/8fnGeAkMfp— Tómas Jónasson (@tommijonasar) May 16, 2022 pic.twitter.com/AGTvBaFDar— Tómas Jónasson (@tommijonasar) May 16, 2022 Körfuboltaþjálfarinn Hrafn Kristjánsson tekur undir og bendir á hættu sem einnig geti skapast af auglýsingaskiltum í kringum vellina: „100% sammála. Annað þessu tengt sem er grafalvarlegt eru þessi járnskilti sem er raðað kringum vellina. Skiltin eru flugbeitt og ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef leikmaður myndi detta með andlitið eða jafnvel háls/úlnlið á fullum hraða á brún þessara skilta,“ skrifar Hrafn. Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson úr KR deilir færslu Tómasar og segir einfaldlega: „Banna auglýsingar á leikvöllum,“ og Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar hvetur fólk í íþróttahreyfingunni til að skoða klippurnar. Þekkt dæmi um að menn hafi runnið til á dúk og meiðst er þegar Pavel Ermolinskij meiddist í bikarúrslitaleik KR og Stjörnunnar árið 2015. Hrafn bendir reyndar á að Pavel hafi einnig skorist illa á hendi á auglýsingaskilti í stjörnuleik árið 2011 og misst af leikjum í framhaldinu.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Olís-deild kvenna Olís-deild karla Slysavarnir Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Sjá meira