Engin kósýteppi í boði í Hússtjórnarskólanum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. maí 2022 23:00 Hér í Hússtjórnarskólanum verður nóg um værðarvoðir næstu misseri. vísir/sigurjón Skólameistari Hússtjórnarskólans til 24 ára útskrifaði í dag nemendur sína í síðasta skipti. Við kíktum í skólann með reynsluboltanum og eftirmanni hennar, sem lofar að halda í hefðir lærimóður sinnar. Í áttatíu ár hefur Hússtjórnarskólinn, sem áður hét Húsmæðraskólinn, verið starfræktur á Sólvallagötu í gamla Vesturbænum. Síðustu 24 ár hefur honum verið stýrt traustum höndum Margrétar Dórótheu Sigfúsdóttur sem lýkur nú starfi sínu 75 ára að aldri. Í Kvöldfréttum Stöðvar 2 kíktum við í Hússtjórnarskólann og spjölluðum við bæði fráfarandi og verðandi skólameistarana: Margréti finnst nokkuð skrýtið að láta af störfum eftir öll þessi ár: „Þetta er svakalega skrýtið. Ógurlega skrýtið. Ég hugsaði í morgun hérna við að slíta skólanum 48 sinnum. Mér finnst það mjög skrýtið,“ segir Margrét. En arftakinn er vel að starfinu kominn. Það er hún Marta María Arnarsdóttir, sem er landsmönnum vel kunn eftir að hafa stýrt Covid-sýnatökunum við Suðurlandsbraut í heimsfaraldrinum. Þær stöllur Marta og Margrét við hinn svokallaða prinsessustiga í skólabyggingunni.vísir/ívar „Það er búið að vera ansi skemmtilegt á Suðurlandsbrautinni. Mikið at og mikið um að vera. Ég á alveg klárlega eftir að sakna þess en ég tek fagnandi á móti þessu nýja starfi. Það verður mjög spennandi,“ segir Marta María. En ætlar nýi skólameistarinn sér að breyta til eða halda í hefðir Margrétar? „Ég er búin að fylgjast vel með Margréti; hvernig hún lagar kaffið og sýður grautinn og svona. Það verður að vera eins,“ segir Marta María. Og Margrét grípur inn í: „Það náttúrulega koma alltaf breytingar á einhverju ungu fólki og nýju fólki. En ég er viss um að hún fari ekkert í einhverjar róttækar og stórkostlega svakalegar breytingar að snúa öllu við fyrsta árið.“ Þú yrðir ekki sátt með það? „Mér kemur þetta ekkert við. Auðvitað hugsa ég mér... æ ég get ekki ímyndað mér það,“ segir Margrét. Engar enskuslettur hér Skólinn tekur 24 nemendur hverja önn og í húsinu er heimavist fyrir 15 þeirra. En hvað er það sem kennt er í Hússtjórnarskólanum? Það telur Margrét upp í einni runu: „Í fyrsta lagi matreiðsla, ræsting, næringarfræði, vörufræði, prjón, hekl, vefnaður, fatasaumur, útsaumur. Þá er það upptalið.“ Í skólanum er svo einstök vefstofu þar sem unnar eru alls kyns vefnaðarvörur en alls ekki nein kósýteppi eins og Margrét hamrar á. „Þetta eru værðarvoðir,“ segir hún ákveðin. „Hér eru sko engin kósýteppi.“ Já, í Hússtjórnarskólanum hefur Margrét haldið í góða íslensku og vonar að arftaki sinn geri það líka. Því má búast við að fleiri værðarvoðir verði ofnar þar á næstu árum. Skóla - og menntamál Hús og heimili Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Sjá meira
Í áttatíu ár hefur Hússtjórnarskólinn, sem áður hét Húsmæðraskólinn, verið starfræktur á Sólvallagötu í gamla Vesturbænum. Síðustu 24 ár hefur honum verið stýrt traustum höndum Margrétar Dórótheu Sigfúsdóttur sem lýkur nú starfi sínu 75 ára að aldri. Í Kvöldfréttum Stöðvar 2 kíktum við í Hússtjórnarskólann og spjölluðum við bæði fráfarandi og verðandi skólameistarana: Margréti finnst nokkuð skrýtið að láta af störfum eftir öll þessi ár: „Þetta er svakalega skrýtið. Ógurlega skrýtið. Ég hugsaði í morgun hérna við að slíta skólanum 48 sinnum. Mér finnst það mjög skrýtið,“ segir Margrét. En arftakinn er vel að starfinu kominn. Það er hún Marta María Arnarsdóttir, sem er landsmönnum vel kunn eftir að hafa stýrt Covid-sýnatökunum við Suðurlandsbraut í heimsfaraldrinum. Þær stöllur Marta og Margrét við hinn svokallaða prinsessustiga í skólabyggingunni.vísir/ívar „Það er búið að vera ansi skemmtilegt á Suðurlandsbrautinni. Mikið at og mikið um að vera. Ég á alveg klárlega eftir að sakna þess en ég tek fagnandi á móti þessu nýja starfi. Það verður mjög spennandi,“ segir Marta María. En ætlar nýi skólameistarinn sér að breyta til eða halda í hefðir Margrétar? „Ég er búin að fylgjast vel með Margréti; hvernig hún lagar kaffið og sýður grautinn og svona. Það verður að vera eins,“ segir Marta María. Og Margrét grípur inn í: „Það náttúrulega koma alltaf breytingar á einhverju ungu fólki og nýju fólki. En ég er viss um að hún fari ekkert í einhverjar róttækar og stórkostlega svakalegar breytingar að snúa öllu við fyrsta árið.“ Þú yrðir ekki sátt með það? „Mér kemur þetta ekkert við. Auðvitað hugsa ég mér... æ ég get ekki ímyndað mér það,“ segir Margrét. Engar enskuslettur hér Skólinn tekur 24 nemendur hverja önn og í húsinu er heimavist fyrir 15 þeirra. En hvað er það sem kennt er í Hússtjórnarskólanum? Það telur Margrét upp í einni runu: „Í fyrsta lagi matreiðsla, ræsting, næringarfræði, vörufræði, prjón, hekl, vefnaður, fatasaumur, útsaumur. Þá er það upptalið.“ Í skólanum er svo einstök vefstofu þar sem unnar eru alls kyns vefnaðarvörur en alls ekki nein kósýteppi eins og Margrét hamrar á. „Þetta eru værðarvoðir,“ segir hún ákveðin. „Hér eru sko engin kósýteppi.“ Já, í Hússtjórnarskólanum hefur Margrét haldið í góða íslensku og vonar að arftaki sinn geri það líka. Því má búast við að fleiri værðarvoðir verði ofnar þar á næstu árum.
Skóla - og menntamál Hús og heimili Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Sjá meira