Annar meirihluti ef Framsókn gengur inn í samstarfið Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2022 18:22 Viðreisn getur unnið bæði til hægri og vinstri, að sögn Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, oddvita flokksins í borginni. Vísir/Vilhelm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir að ef Framsóknarflokkurinn fer í samstarf við þrjá fráfarandi meirihlutaflokkana í borginni þá verði það annar meirihluti en sá sem er að líða undir lok. Ekki sé ólíklegt að Viðreisn og Framsókn vinni saman á nýju kjörtímabili. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar hafa sagst ætla að fylgjast að við upphaf viðræðna flokkanna eftir borgarstjórnarkosningarnar á laugardag. Meirihluti flokkanna þriggja og Vinstri grænna féll þar sem Samfylkingin tapaði tveimur mönnum og Viðreisn einum. Framsóknarflokkurinn virðist í kjörstöðu með þá fjóra nýju menn sem hann náði inn. Þá virðist ekki hægt að mynda raunhæfan meirihluta í borginni án þátttöku Viðreisnar. Í færslu á Facebook-síðu sinni skrifar Þórdís Lóa að Viðreisn sé nú komin í það hlutverk að aðrir flokkar vilji vinna með henni í Reykjavíku, hvoru megin við miðju sem þeir standi. Hún rekur það til þess að Viðreisn geti unnið bæði til hægri og vinstri. Það hafi flokkurinn sýnt á síðasta kjörtímabili þar sem hann var í meirihluta með flokkum sér til vinstri en á sama tíma hafi hann unnið náið með fulltrúum Sjálfstæðisflokks að nýrri eigendastefnu borgarinnar og atvinnu- og nýsköpunarstefnu. Um samstarfsflokkana í fráfarandi meirihluta segir Þórdís Lóa að þeir eigi málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum sem snúi að framtíð borgarinnar, þar á meðal í skipulagsmálum, samgöngumálum og stafrænni uppbyggingu. „Þetta eru allt saman málaflokkar þar sem Framsóknarflokkurinn virðist standa nærri okkur, sé mið tekið af kosningaloforðum. En slíkur meirihluti yrði annar meirihluti en sá sem er nú að líða undir lok. Það er alveg augljóst,“ skrifar oddviti Viðreisnar. Segist Þórdís Lóa hafa átt gott kaffispjall við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknarflokksins. Af þeim meirihlutamöguleikum sem séu uppi sé ekki ólíklegt að flokkarnir tveir endi í samstarfi þó að aðrir leikir séu vissulega í stöðunni. „Hver sem niðurstaðan verður í þessum blikkleik, þá skiptir það mestu að komast að niðurstöðu um málefnasamning sem bindur næsta meirihluta saman. Það eru málefnin sem eiga að ráða för en ekki stólarnir,“ skrifar hún. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Viðreisn Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar hafa sagst ætla að fylgjast að við upphaf viðræðna flokkanna eftir borgarstjórnarkosningarnar á laugardag. Meirihluti flokkanna þriggja og Vinstri grænna féll þar sem Samfylkingin tapaði tveimur mönnum og Viðreisn einum. Framsóknarflokkurinn virðist í kjörstöðu með þá fjóra nýju menn sem hann náði inn. Þá virðist ekki hægt að mynda raunhæfan meirihluta í borginni án þátttöku Viðreisnar. Í færslu á Facebook-síðu sinni skrifar Þórdís Lóa að Viðreisn sé nú komin í það hlutverk að aðrir flokkar vilji vinna með henni í Reykjavíku, hvoru megin við miðju sem þeir standi. Hún rekur það til þess að Viðreisn geti unnið bæði til hægri og vinstri. Það hafi flokkurinn sýnt á síðasta kjörtímabili þar sem hann var í meirihluta með flokkum sér til vinstri en á sama tíma hafi hann unnið náið með fulltrúum Sjálfstæðisflokks að nýrri eigendastefnu borgarinnar og atvinnu- og nýsköpunarstefnu. Um samstarfsflokkana í fráfarandi meirihluta segir Þórdís Lóa að þeir eigi málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum sem snúi að framtíð borgarinnar, þar á meðal í skipulagsmálum, samgöngumálum og stafrænni uppbyggingu. „Þetta eru allt saman málaflokkar þar sem Framsóknarflokkurinn virðist standa nærri okkur, sé mið tekið af kosningaloforðum. En slíkur meirihluti yrði annar meirihluti en sá sem er nú að líða undir lok. Það er alveg augljóst,“ skrifar oddviti Viðreisnar. Segist Þórdís Lóa hafa átt gott kaffispjall við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknarflokksins. Af þeim meirihlutamöguleikum sem séu uppi sé ekki ólíklegt að flokkarnir tveir endi í samstarfi þó að aðrir leikir séu vissulega í stöðunni. „Hver sem niðurstaðan verður í þessum blikkleik, þá skiptir það mestu að komast að niðurstöðu um málefnasamning sem bindur næsta meirihluta saman. Það eru málefnin sem eiga að ráða för en ekki stólarnir,“ skrifar hún.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Viðreisn Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira