„Ég vil sýna að það sé í lagi að tala um geðræn vandamál og það má vera skemmtilegt“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. maí 2022 12:00 Listakonan Hildur Hermannsdóttir opnar sýningu í Núllinu í dag. Aðsend Listakonan Hildur Hermannsdóttir opnar sýninguna Guð minn góður! í Núllinu, Bankastræti 0, klukkan 18:00 í dag. Blaðamaður tók púlsinn á henni rétt fyrir opnun og fékk að heyra nánar frá sýningunni. Hildur er búsett í Osló og hélt sína fyrstu einkasýningu þar í nóvember. Hún er menntaður grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands og myndskreytir frá Høyskolen Kristiania í Osló. Hildur gekk í gegnum mikil andleg veikindi haustið 2020 og fann í kjölfarið betri tengingu við myndlistina. „Í byrjun ársins 2021 þegar mér var farið að líða betur þá áttaði ég mig á því að ég verð að fylgja hjartanu mínu og skapa myndlist. Þess vegna hef ég loksins byrjað að sýna listina mína, eitthvað sem ég þorði aldrei að gera áður. Ég ætla að halda áfram, þetta er fyrsta myndlistarsýningin mína á Íslandi og ég vona að ég fái að halda aðra hér í heimalandinu sem allra fyrst.“ Sýning Hildar ber nafnið Guð minn góður!Hildur Hermannsdóttir Hvaðan sækirðu innblástur í sýninguna og í þína listsköpun almennt? Innblásturinn að minni listsköpun er lífið mitt, það sem ég upplifi og er að læra hverju sinni. Þá sérstaklega varðandi andlegan þroska, ég hef átt við alls kyns andleg veikindi í gegnum tíðina eins og til dæmis þunglyndi, kvíða, alkóhólisma og ADHD. Ég nota list til þess að heila sjálfa mig og listin mín er svo kölluð autobiographical. Ég fjalla um hvað er að gerast innra með mér þá stundina. Ég vil sýna að það sé í lagi að tala um geðræn vandamál og að það má vera skemmtilegt. Hefur sýningin verið lengi í bígerð? Ég hef unnið að þessari sýningu síðan í desember en sýningin hefur farið í gegnum mörg ferli og þróast mikið á leiðinni. Ég til dæmis upplifði mjög krefjandi tímabil fyrir stuttu síðan þar sem ég þurfti að horfa í hreinskilni inn á við og sá sjálfa mig í öðru ljósi. Gekk í gegnum eitthvað sem myndi kallast svartnætti sálarinnar. En ég kom sterkari, frjálsari og bjartari út hinum megin og sá hvað ég hef verið að sækjast í allt utan við sjálfa mig til þess að finna friðinn og hamingjuna. Hefurðu komist nær andlegri lausn í gegnum listina? Listin fyrir mér er mjög andleg og frelsar mig. Ég fæ að vera nákvæmlega eins og ég er, hrá og viðkvæm. Ég hef gusað út reiði með listinni áður en núna hef ég löngun til þess að umbreyta myrkrinu í ljós. Nota mína reynslu af andlegum veikindum og erfiðleikum til þess að fegra heiminn. Hildur er búsett í Osló en heldur nú sína fyrstu einkasýningu hér á landi.Aðsend Sýningin opnar sem áður segir klukkan 18:00 í dag og stendur til næstkomandi sunnudags. Myndlist Menning Geðheilbrigði Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Hildur er búsett í Osló og hélt sína fyrstu einkasýningu þar í nóvember. Hún er menntaður grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands og myndskreytir frá Høyskolen Kristiania í Osló. Hildur gekk í gegnum mikil andleg veikindi haustið 2020 og fann í kjölfarið betri tengingu við myndlistina. „Í byrjun ársins 2021 þegar mér var farið að líða betur þá áttaði ég mig á því að ég verð að fylgja hjartanu mínu og skapa myndlist. Þess vegna hef ég loksins byrjað að sýna listina mína, eitthvað sem ég þorði aldrei að gera áður. Ég ætla að halda áfram, þetta er fyrsta myndlistarsýningin mína á Íslandi og ég vona að ég fái að halda aðra hér í heimalandinu sem allra fyrst.“ Sýning Hildar ber nafnið Guð minn góður!Hildur Hermannsdóttir Hvaðan sækirðu innblástur í sýninguna og í þína listsköpun almennt? Innblásturinn að minni listsköpun er lífið mitt, það sem ég upplifi og er að læra hverju sinni. Þá sérstaklega varðandi andlegan þroska, ég hef átt við alls kyns andleg veikindi í gegnum tíðina eins og til dæmis þunglyndi, kvíða, alkóhólisma og ADHD. Ég nota list til þess að heila sjálfa mig og listin mín er svo kölluð autobiographical. Ég fjalla um hvað er að gerast innra með mér þá stundina. Ég vil sýna að það sé í lagi að tala um geðræn vandamál og að það má vera skemmtilegt. Hefur sýningin verið lengi í bígerð? Ég hef unnið að þessari sýningu síðan í desember en sýningin hefur farið í gegnum mörg ferli og þróast mikið á leiðinni. Ég til dæmis upplifði mjög krefjandi tímabil fyrir stuttu síðan þar sem ég þurfti að horfa í hreinskilni inn á við og sá sjálfa mig í öðru ljósi. Gekk í gegnum eitthvað sem myndi kallast svartnætti sálarinnar. En ég kom sterkari, frjálsari og bjartari út hinum megin og sá hvað ég hef verið að sækjast í allt utan við sjálfa mig til þess að finna friðinn og hamingjuna. Hefurðu komist nær andlegri lausn í gegnum listina? Listin fyrir mér er mjög andleg og frelsar mig. Ég fæ að vera nákvæmlega eins og ég er, hrá og viðkvæm. Ég hef gusað út reiði með listinni áður en núna hef ég löngun til þess að umbreyta myrkrinu í ljós. Nota mína reynslu af andlegum veikindum og erfiðleikum til þess að fegra heiminn. Hildur er búsett í Osló en heldur nú sína fyrstu einkasýningu hér á landi.Aðsend Sýningin opnar sem áður segir klukkan 18:00 í dag og stendur til næstkomandi sunnudags.
Myndlist Menning Geðheilbrigði Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira