Lýgur því að Rússar hafi aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2022 11:11 María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands. EPA/MAXIM SHIPENKOV María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, hélt því fram í morgun að Rússar hefðu aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna í tengslum við innrásina í Úkraínu. Hún skammaðist út í ráðamenn í Bandaríkjunum fyrir að halda því fram og sakaði þá um ábyrgðarleysi. Hún hélt því fram að í stað þess að hóta notkun kjarnorkuvopna hefðu Rússar ávallt varað aðra við því að hóta notkun slíkra vopna, samkvæmt ríkismiðlinum RIA. Zakharova er í stuttu máli sagt að ljúga. Háttsettir rússneskir stjórnmála- og embættismenn hafa ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna á undanförnum mánuðum og það hefur sömuleiðis ítrekað verið gert í ríkisreknum sjónvarpsstöðvum Rússlands og dagblöðum. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er meðal þeirra sem hafa hótað notkun kjarnorkuvopna, þó hann hafi gert það undir rós. Hótaði alvarlegustu afleiðingum sögunnar Í ræðu sem hann hélt þann 24. febrúar þegar hann tilkynnti innrás Rússa í Úkraínu, sagði hann að ef einhver myndi reyna að standa í vegi Rússa myndi það hafa alvarlegri afleiðingar en hefðu áður sést í heiminum, sem er augljós hótun notkun kjarnorkuvopna. Þremur dögum síðar lýsti hann því opinberlega yfir að hann hefði sett þann herafla sem heldur utan um kjarnorkuvopn Rússlands í aukna viðbragðsstöðu. President Vladimir Putin threatened consequences you have never faced in your history for anyone who tries to interfere with us. His speech, intended to justify the invasion of Ukraine, seemed to come close to threatening nuclear war. https://t.co/98DJWNFYOo pic.twitter.com/AEUXpmJ2Uy— The New York Times (@nytimes) February 24, 2022 Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti og fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands, sem situr nú í þjóðaröryggisráði landsins, sagði í mars að Rússar gætu skotið kjarnorkuvopnum á andstæðinga sína að fyrra bragði. Það væri réttur Rússlands. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lýsti því yfir undir lok aprílmánaðar að hættan á kjarnorkustríði vegna innrásarinnar í Úkraínu væri mikil. Ekki væri hægt að vanmeta hana og líkti hann ástandinu við Kúbu-deiluna árið 1962, að því leyti undanskildu að nú væru fáar reglur um kjarnorkuvopn í gildi. Sýndi myndband af Bretlandseyjum sökkva Svo er vert að taka fram að í mars sýndi einn þáttastjórnandi ríkisrekinnar sjónvarpsstöðvar tölvuteiknað myndband sem sýndi mögulega kjarnorkuvopnaárás Rússa gegn Bretum og hvernig Rússar notuðu kjarnorkuvopn til að sökkva Bretlandseyjum. It's Sunday night in Russia which means that state TV's Dmitry Kiselyov is talking about Russia using its nukesThis time, with the help of a terrifying cartoon, he claims that "one Sarmat missile is enough to sink the British Isles" (with subs) pic.twitter.com/NqbQfkm6rX— Francis Scarr (@francis_scarr) May 1, 2022 Fyrr í þessari viku gaf sami maður í skyn að aðild Finnlands og Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu gæti endað með kjarnorkuárásum á ríkin. Sá þáttastjórnandi, sem heitir Dmitry Kiselyov og er sagður náinn bandamaður Kreml, sagði að Bretar ættu ekki að leika sér að Rússum. Það þyrfti bara eina eldflaug til að sökkva eyjunum. Hann hefur einni sagt að Rússar gætu gert Bretlandseyjar að geislavirkri eyðimörk. And another nuclear threat to the UK from Russian state TV's Dmitry Kiselyov:He says his country's Poseidon nuclear underwater drone could cause a tsunami that would "plunge the British Isles into the depths of the sea" and turn them into a "radioactive desert" (with subs) pic.twitter.com/usElgqHeIG— Francis Scarr (@francis_scarr) May 1, 2022 Margarita Simonyan, ritstjóri ríkismiðilsins RT, sagði þar að auki í síðasta mánuði að líklegasta útkoman í innrás Rússa í Úkraínu væru kjarnorkustríð. Hún sagði að miðað við það sem hún vissi um „leiðtoga okkar“ [Pútín] myndu Rússar frekar nota kjarnorkuvopn en tapa í Úkraínu. Vladimir Solovyov, sem var í sama þætti, sagði það þó í raun vera í lagi, því Rússar myndu fara til himnaríkis á meðan allir aðrir myndu bara drepast. Russian propagandists have already begun to prepare their audiences for World War IIIMargarita Simonyan offers a World War III and nuclear strike as an alternative to losing #Ukraine. Solovyov at the same time agrees with her: "we will go to heaven, and they will simply die." pic.twitter.com/ouh4HA515e— NEXTA (@nexta_tv) April 28, 2022 Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Tengdar fréttir Rússar sagðir hafa áhyggjur af framferði hermanna þeirra í Maríupól Rússneskir embættismenn eru sagðir hafa áhyggjur af því að hersveitir Rússa í Maríupól hafi og séu að fara verulega illa með íbúa borgarinnar. Það muni gera Rússum erfiðara að kveða niður mótspyrnu í borginni og koma niður á áróðri þeirra um að Rússar hafi frelsað borgin. 19. maí 2022 10:02 Vaktin: Marin segir aðildarumsóknina gjörning í þágu friðar Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur varað við því að fæðuskortur vegna átakanna í Úkraínu gæti varað í mörg ár og valdið hungursneyð víða um heim. 19. maí 2022 06:47 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Hún hélt því fram að í stað þess að hóta notkun kjarnorkuvopna hefðu Rússar ávallt varað aðra við því að hóta notkun slíkra vopna, samkvæmt ríkismiðlinum RIA. Zakharova er í stuttu máli sagt að ljúga. Háttsettir rússneskir stjórnmála- og embættismenn hafa ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna á undanförnum mánuðum og það hefur sömuleiðis ítrekað verið gert í ríkisreknum sjónvarpsstöðvum Rússlands og dagblöðum. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er meðal þeirra sem hafa hótað notkun kjarnorkuvopna, þó hann hafi gert það undir rós. Hótaði alvarlegustu afleiðingum sögunnar Í ræðu sem hann hélt þann 24. febrúar þegar hann tilkynnti innrás Rússa í Úkraínu, sagði hann að ef einhver myndi reyna að standa í vegi Rússa myndi það hafa alvarlegri afleiðingar en hefðu áður sést í heiminum, sem er augljós hótun notkun kjarnorkuvopna. Þremur dögum síðar lýsti hann því opinberlega yfir að hann hefði sett þann herafla sem heldur utan um kjarnorkuvopn Rússlands í aukna viðbragðsstöðu. President Vladimir Putin threatened consequences you have never faced in your history for anyone who tries to interfere with us. His speech, intended to justify the invasion of Ukraine, seemed to come close to threatening nuclear war. https://t.co/98DJWNFYOo pic.twitter.com/AEUXpmJ2Uy— The New York Times (@nytimes) February 24, 2022 Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti og fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands, sem situr nú í þjóðaröryggisráði landsins, sagði í mars að Rússar gætu skotið kjarnorkuvopnum á andstæðinga sína að fyrra bragði. Það væri réttur Rússlands. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lýsti því yfir undir lok aprílmánaðar að hættan á kjarnorkustríði vegna innrásarinnar í Úkraínu væri mikil. Ekki væri hægt að vanmeta hana og líkti hann ástandinu við Kúbu-deiluna árið 1962, að því leyti undanskildu að nú væru fáar reglur um kjarnorkuvopn í gildi. Sýndi myndband af Bretlandseyjum sökkva Svo er vert að taka fram að í mars sýndi einn þáttastjórnandi ríkisrekinnar sjónvarpsstöðvar tölvuteiknað myndband sem sýndi mögulega kjarnorkuvopnaárás Rússa gegn Bretum og hvernig Rússar notuðu kjarnorkuvopn til að sökkva Bretlandseyjum. It's Sunday night in Russia which means that state TV's Dmitry Kiselyov is talking about Russia using its nukesThis time, with the help of a terrifying cartoon, he claims that "one Sarmat missile is enough to sink the British Isles" (with subs) pic.twitter.com/NqbQfkm6rX— Francis Scarr (@francis_scarr) May 1, 2022 Fyrr í þessari viku gaf sami maður í skyn að aðild Finnlands og Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu gæti endað með kjarnorkuárásum á ríkin. Sá þáttastjórnandi, sem heitir Dmitry Kiselyov og er sagður náinn bandamaður Kreml, sagði að Bretar ættu ekki að leika sér að Rússum. Það þyrfti bara eina eldflaug til að sökkva eyjunum. Hann hefur einni sagt að Rússar gætu gert Bretlandseyjar að geislavirkri eyðimörk. And another nuclear threat to the UK from Russian state TV's Dmitry Kiselyov:He says his country's Poseidon nuclear underwater drone could cause a tsunami that would "plunge the British Isles into the depths of the sea" and turn them into a "radioactive desert" (with subs) pic.twitter.com/usElgqHeIG— Francis Scarr (@francis_scarr) May 1, 2022 Margarita Simonyan, ritstjóri ríkismiðilsins RT, sagði þar að auki í síðasta mánuði að líklegasta útkoman í innrás Rússa í Úkraínu væru kjarnorkustríð. Hún sagði að miðað við það sem hún vissi um „leiðtoga okkar“ [Pútín] myndu Rússar frekar nota kjarnorkuvopn en tapa í Úkraínu. Vladimir Solovyov, sem var í sama þætti, sagði það þó í raun vera í lagi, því Rússar myndu fara til himnaríkis á meðan allir aðrir myndu bara drepast. Russian propagandists have already begun to prepare their audiences for World War IIIMargarita Simonyan offers a World War III and nuclear strike as an alternative to losing #Ukraine. Solovyov at the same time agrees with her: "we will go to heaven, and they will simply die." pic.twitter.com/ouh4HA515e— NEXTA (@nexta_tv) April 28, 2022
Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Tengdar fréttir Rússar sagðir hafa áhyggjur af framferði hermanna þeirra í Maríupól Rússneskir embættismenn eru sagðir hafa áhyggjur af því að hersveitir Rússa í Maríupól hafi og séu að fara verulega illa með íbúa borgarinnar. Það muni gera Rússum erfiðara að kveða niður mótspyrnu í borginni og koma niður á áróðri þeirra um að Rússar hafi frelsað borgin. 19. maí 2022 10:02 Vaktin: Marin segir aðildarumsóknina gjörning í þágu friðar Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur varað við því að fæðuskortur vegna átakanna í Úkraínu gæti varað í mörg ár og valdið hungursneyð víða um heim. 19. maí 2022 06:47 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Rússar sagðir hafa áhyggjur af framferði hermanna þeirra í Maríupól Rússneskir embættismenn eru sagðir hafa áhyggjur af því að hersveitir Rússa í Maríupól hafi og séu að fara verulega illa með íbúa borgarinnar. Það muni gera Rússum erfiðara að kveða niður mótspyrnu í borginni og koma niður á áróðri þeirra um að Rússar hafi frelsað borgin. 19. maí 2022 10:02
Vaktin: Marin segir aðildarumsóknina gjörning í þágu friðar Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur varað við því að fæðuskortur vegna átakanna í Úkraínu gæti varað í mörg ár og valdið hungursneyð víða um heim. 19. maí 2022 06:47