Erlingur: Vantar þriðja dómarann í þessa íþróttagrein Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2022 22:03 Erlingur Richardsson vonast til að sínir menn geti byggt ofan á seinni hálfleikinn í kvöld. vísir/hulda margrét Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var skiljanlega svekktur eftir tapið fyrir Val í fyrsta leik úrslita Olís-deildar karla í kvöld, 35-25. „Við tókum aðeins á því í seinni hálfleiknum en ekki í þeim fyrri. Þetta var ekki fallegur leikur og ég veit ekki alveg hvað ég á að segja,“ sagði Erlingur við Vísi eftir leik. „Í fyrsta lagi komum við ekki alveg nógu vel stemmdir inn í leikinn. Það er númer 1, 2 og 3. Það er líka langt síðan við spiluðum og við misstum kannski smá taktinn milli leikja. En ég lofa þér því að við erum komnir í takt.“ Erlingur vildi ekki fella stóra dóm yfir dómgæslunni í leik kvöldsins en sagði að gera þyrfti breytingar á handboltaíþróttinni. „Það er voðalega erfitt að segja. Við spiluðum auðvitað illa. En ég er búinn að segja það ansi oft að það vantar þriðja dómarann í þessa íþróttagrein ef við ætlum að laga hana eitthvað. Það er erfitt að dæma hana,“ sagði Erlingur. „Það er mikið af bakhrindingum og fautaskap og við erum langt á eftir körfunni þarna. En við þurfum að hugsa um okkur sjálfa núna, stilla okkur af og reyna að finna svör.“ Sem fyrr keyrðu Valsmenn upp hraðann og skoruðu hvorki fleiri né færri en fimmtán mörk eftir hraðaupphlaup í leiknum. „Þeir nýttu það en við misstum boltann fyrir miðju varnarinnar hjá þeim. Við skutum líka illa á Bjögga [Björgvin Pál Gústavsson] í fyrri hálfleik þar sem hann var frábær. Við gerðum betur í seinni hálfleik, það kom smá taktur og við getum byggt á því,“ sagði Erlingur að endingu. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Sjá meira
„Við tókum aðeins á því í seinni hálfleiknum en ekki í þeim fyrri. Þetta var ekki fallegur leikur og ég veit ekki alveg hvað ég á að segja,“ sagði Erlingur við Vísi eftir leik. „Í fyrsta lagi komum við ekki alveg nógu vel stemmdir inn í leikinn. Það er númer 1, 2 og 3. Það er líka langt síðan við spiluðum og við misstum kannski smá taktinn milli leikja. En ég lofa þér því að við erum komnir í takt.“ Erlingur vildi ekki fella stóra dóm yfir dómgæslunni í leik kvöldsins en sagði að gera þyrfti breytingar á handboltaíþróttinni. „Það er voðalega erfitt að segja. Við spiluðum auðvitað illa. En ég er búinn að segja það ansi oft að það vantar þriðja dómarann í þessa íþróttagrein ef við ætlum að laga hana eitthvað. Það er erfitt að dæma hana,“ sagði Erlingur. „Það er mikið af bakhrindingum og fautaskap og við erum langt á eftir körfunni þarna. En við þurfum að hugsa um okkur sjálfa núna, stilla okkur af og reyna að finna svör.“ Sem fyrr keyrðu Valsmenn upp hraðann og skoruðu hvorki fleiri né færri en fimmtán mörk eftir hraðaupphlaup í leiknum. „Þeir nýttu það en við misstum boltann fyrir miðju varnarinnar hjá þeim. Við skutum líka illa á Bjögga [Björgvin Pál Gústavsson] í fyrri hálfleik þar sem hann var frábær. Við gerðum betur í seinni hálfleik, það kom smá taktur og við getum byggt á því,“ sagði Erlingur að endingu.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Sjá meira