Lampard: Ein besta stund fótboltaferilsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. maí 2022 23:00 Frank Lampard hfaði svo sannarlega ástæðu til að fagna í kvöld. Michael Regan/Getty Images Frank Lampart, þjálfari Everton, var skiljanlega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar liðið vann 3-2 endurkomusigur gegn Crystal Palace í kvöld. „Þetta er ein besta stund fótboltaferilsins,“ sagði Lampard kátur í leikslok. „Ég hef verið mjög heppinn og átt frábærar stundir, sérstaklega hjá Chelsea sem leikmaður og þjálfari. En þegar maður finnur þessar tilfinningar og þessa örvæntingu sem fallbaráttan færir þér þá er það allt annað. Þú þarft að grafa djúpt. Þú tapar leikjum, berst fyrir því að gera betur, en tapar svo öðrum leik. Fólk heldur að maður eigi að fljúga upp töfluna en það er aldrei þannig.“ „Að koma hingað með þetta magnaða starfslið, jákvætt fólk sem leggur svo mikið á sig, og reyna að breyta hlutunum og fá viðbrögð frá leikmönnum, frá stuðningsmönnum, og finna þessa samheldni þegar við litum út fyrir að vera sundraðir. Þessi klúbbur er sérstakur og ég er stoltur að vera þjálfari Everton í kvöld.“ Lampard var langt frá því að vera hættur og átti í stökustu vandræðum með að lýsa tilfinningum sínum. „Mér leið eins og ég væri að fara að gráta þegar leikurinn var flautaður af. Ég hélt að ég myndi hoppa út úr líkamanum. Það efast engin um fagnaðarlætin eftir leikinn. Það er auðvelt að segja: „En þú vannst ekki neitt,“ en vitiði hvað? Prófiði að koma að vinna fyrir þetta félag í nokkra mánuði og sjáið vandamálin og hvað það þýðir fyrir þetta fólk að halda sætinu í deildinni.“ „Sjáiði okkur þegar við erum 2-0 undir í hálfleik að spila ömurlega, fáum á okkur fáránlegt mark, en karakterinn sem við sýnum svo í seinni hálfleik. Sjáiði bara alla stuðningsmennina á vellinum að skemmta sér konunglega. Það voru þeir sem komu okkur yfir línuna. Þeir hafa verið meira en tólfti maðurinn. En leikmennirnir eiga líka skilið risastórt hrós. Þetta var magnað kvöld,“ sagði kampakátur Lampard að lokum. Enski boltinn Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Sjá meira
„Þetta er ein besta stund fótboltaferilsins,“ sagði Lampard kátur í leikslok. „Ég hef verið mjög heppinn og átt frábærar stundir, sérstaklega hjá Chelsea sem leikmaður og þjálfari. En þegar maður finnur þessar tilfinningar og þessa örvæntingu sem fallbaráttan færir þér þá er það allt annað. Þú þarft að grafa djúpt. Þú tapar leikjum, berst fyrir því að gera betur, en tapar svo öðrum leik. Fólk heldur að maður eigi að fljúga upp töfluna en það er aldrei þannig.“ „Að koma hingað með þetta magnaða starfslið, jákvætt fólk sem leggur svo mikið á sig, og reyna að breyta hlutunum og fá viðbrögð frá leikmönnum, frá stuðningsmönnum, og finna þessa samheldni þegar við litum út fyrir að vera sundraðir. Þessi klúbbur er sérstakur og ég er stoltur að vera þjálfari Everton í kvöld.“ Lampard var langt frá því að vera hættur og átti í stökustu vandræðum með að lýsa tilfinningum sínum. „Mér leið eins og ég væri að fara að gráta þegar leikurinn var flautaður af. Ég hélt að ég myndi hoppa út úr líkamanum. Það efast engin um fagnaðarlætin eftir leikinn. Það er auðvelt að segja: „En þú vannst ekki neitt,“ en vitiði hvað? Prófiði að koma að vinna fyrir þetta félag í nokkra mánuði og sjáið vandamálin og hvað það þýðir fyrir þetta fólk að halda sætinu í deildinni.“ „Sjáiði okkur þegar við erum 2-0 undir í hálfleik að spila ömurlega, fáum á okkur fáránlegt mark, en karakterinn sem við sýnum svo í seinni hálfleik. Sjáiði bara alla stuðningsmennina á vellinum að skemmta sér konunglega. Það voru þeir sem komu okkur yfir línuna. Þeir hafa verið meira en tólfti maðurinn. En leikmennirnir eiga líka skilið risastórt hrós. Þetta var magnað kvöld,“ sagði kampakátur Lampard að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti