Fullkomnasti fyrri hálfleikur í sögu úrslitaeinvígisins um titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2022 14:46 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsliðsins, fagnar á hliðarlínunni í gær. Hans menn voru stórkostlegir. Vísir/Hulda Margrét Valsmenn biðu í ellefu daga eftir leik eitt í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Olís deild karla og það er óhætt að segja að lærisveinar Snorra Steins Guðjónssonar hafi mætt tilbúnir. Þeir sem óttuðust eitthvað ryð í vel slípuðum leik Valsmanna frá því í sópinu á móti Selfossi fengu fljótt svar um að slíkar áhyggjur voru algjörlega óþarfar. Valsmenn voru ekki bara tilbúnir í slaginn heldur buðu þeir hreinlega upp á fullkomnasta fyrri hálfleik í sögu lokaúrslita karla. Það var ljóst í hvað stefndi því Valsliði vann fyrstu fimm og hálfu mínútuna 7-2 og var búið að ná tíu marka forystu, 17-7, þegar Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, tók sitt annað leikhlé eftir aðeins 22 mínútna leik. Valsliðið vann fyrri hálfleikinn á endanum með þrettán marka mun, skoraði 22 mörk gegn aðeins níu mörkum Eyjamanna. Þetta er langmesta forysta eftir fyrri hálfleik í sögu úrslitaeinvígisins. Gamla metið var sjö marka forysta sem fimm lið höfðu náð síðan að úrslitakeppnin var sett á laggirnar árið 1992. Valsmenn voru að bæta það met um sex mörk og fóru því langt með að tvöfalda gamla metið. Stiven Tobar Valencia skoraði þrjú mörk í upphafi leiks og var með fleiri mörk en allir Eyjamenn til samans þegar ÍBV þurfti að taka sitt fyrsta leikhlé í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Leikmenn Vals buðu líka upp á magnaða tölfræði hvert sem var litið í þessum stórbrotna fyrri hálfleik. Valsmenn nýttu skotin sín 85 prósent í fyrri hálfleiknum en þeir klikkuðu aðeins á fjórum skotum allan hálfleikinn. Eins var markvarslan í heimsklassa en Björgvin Páll Gústavsson varði 17 skot í fyrri hálfleiknum eða 65 prósent skotanna sem á hann komu. Valsmenn voru líka með yfirburði í hálfleiknum í stoðsendingum (15-2), löglegum stöðvunum (14-6), stolnum boltum (5-2), gegnumbrotsmörkum (5-1) og hreinum hraðaupphlaupsmörkum (6-1). Jú, þetta var sögulegur hálfleikur sem verður seint jafnaður nema kannski af þessu magnaða Valsliði sem enginn hefur ráðið við í þessari úrslitakeppni. Besti fyrri hálfleikur í sögu lokaúrslita karla í handbolta: +13 Valur á móti ÍBV í leik eitt 2022 (22-9) +7 KA á móti Val í leik þrjú 1996 (17-10) +7 Valur á móti Fram í leik fjögur 1998 (13-6) +7 Haukar á móti KA í leik tvö 2001 (15-8) +7 Fram á móti Haukum í leik fjögur 2013 (14-7) +7 FH á móti Val í leik fjögur 2017 (19-12) +6 Valur á móti Haukum í leik eitt 1994 (13-7) +6 Afturelding á móti FH í leik þrjú 1999 (16-10) +6 Haukar á móti KA í leik fjögur 2001 (18-12) +6 Haukar á móti Fram í leik þrjú 2011 (18-12) Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Sjá meira
Þeir sem óttuðust eitthvað ryð í vel slípuðum leik Valsmanna frá því í sópinu á móti Selfossi fengu fljótt svar um að slíkar áhyggjur voru algjörlega óþarfar. Valsmenn voru ekki bara tilbúnir í slaginn heldur buðu þeir hreinlega upp á fullkomnasta fyrri hálfleik í sögu lokaúrslita karla. Það var ljóst í hvað stefndi því Valsliði vann fyrstu fimm og hálfu mínútuna 7-2 og var búið að ná tíu marka forystu, 17-7, þegar Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, tók sitt annað leikhlé eftir aðeins 22 mínútna leik. Valsliðið vann fyrri hálfleikinn á endanum með þrettán marka mun, skoraði 22 mörk gegn aðeins níu mörkum Eyjamanna. Þetta er langmesta forysta eftir fyrri hálfleik í sögu úrslitaeinvígisins. Gamla metið var sjö marka forysta sem fimm lið höfðu náð síðan að úrslitakeppnin var sett á laggirnar árið 1992. Valsmenn voru að bæta það met um sex mörk og fóru því langt með að tvöfalda gamla metið. Stiven Tobar Valencia skoraði þrjú mörk í upphafi leiks og var með fleiri mörk en allir Eyjamenn til samans þegar ÍBV þurfti að taka sitt fyrsta leikhlé í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Leikmenn Vals buðu líka upp á magnaða tölfræði hvert sem var litið í þessum stórbrotna fyrri hálfleik. Valsmenn nýttu skotin sín 85 prósent í fyrri hálfleiknum en þeir klikkuðu aðeins á fjórum skotum allan hálfleikinn. Eins var markvarslan í heimsklassa en Björgvin Páll Gústavsson varði 17 skot í fyrri hálfleiknum eða 65 prósent skotanna sem á hann komu. Valsmenn voru líka með yfirburði í hálfleiknum í stoðsendingum (15-2), löglegum stöðvunum (14-6), stolnum boltum (5-2), gegnumbrotsmörkum (5-1) og hreinum hraðaupphlaupsmörkum (6-1). Jú, þetta var sögulegur hálfleikur sem verður seint jafnaður nema kannski af þessu magnaða Valsliði sem enginn hefur ráðið við í þessari úrslitakeppni. Besti fyrri hálfleikur í sögu lokaúrslita karla í handbolta: +13 Valur á móti ÍBV í leik eitt 2022 (22-9) +7 KA á móti Val í leik þrjú 1996 (17-10) +7 Valur á móti Fram í leik fjögur 1998 (13-6) +7 Haukar á móti KA í leik tvö 2001 (15-8) +7 Fram á móti Haukum í leik fjögur 2013 (14-7) +7 FH á móti Val í leik fjögur 2017 (19-12) +6 Valur á móti Haukum í leik eitt 1994 (13-7) +6 Afturelding á móti FH í leik þrjú 1999 (16-10) +6 Haukar á móti KA í leik fjögur 2001 (18-12) +6 Haukar á móti Fram í leik þrjú 2011 (18-12)
Besti fyrri hálfleikur í sögu lokaúrslita karla í handbolta: +13 Valur á móti ÍBV í leik eitt 2022 (22-9) +7 KA á móti Val í leik þrjú 1996 (17-10) +7 Valur á móti Fram í leik fjögur 1998 (13-6) +7 Haukar á móti KA í leik tvö 2001 (15-8) +7 Fram á móti Haukum í leik fjögur 2013 (14-7) +7 FH á móti Val í leik fjögur 2017 (19-12) +6 Valur á móti Haukum í leik eitt 1994 (13-7) +6 Afturelding á móti FH í leik þrjú 1999 (16-10) +6 Haukar á móti KA í leik fjögur 2001 (18-12) +6 Haukar á móti Fram í leik þrjú 2011 (18-12)
Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Sjá meira