Man City Englandsmeistari eftir magnaða endurkomu Arnar Geir Halldórsson skrifar 22. maí 2022 16:55 Af hliðarlínunni í dag. vísir/Getty Manchester City er Englandsmeistari í fimmta sinn eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Aston Villa á Etihad leikvangnum í Manchester í dag. Lærisveinar Pep Guardiola höfðu pálmann í höndunum þegar kom að lokaumferðinni og ljóst að heimasigur myndi gulltryggja meistaratitilinn. Matty Cash kom hins vegar Aston Villa yfir eftir rúmlega hálftíma leik þegar hann skoraði eftir góða fyrirgjöf Lucas Digne. Á sama tíma var staðan í leik Liverpool og Wolves 1-1 og titillinn því enn á leið til City. 0-1 varð 0-2 þegar fyrrum leikmaður Liverpool, Philippe Coutinho skoraði laglegt mark á 69.mínútu. Á þeim tímapunkti var staðan í leik Liverpool og Wolves enn 1-1 en sókn Liverpool farin að þyngjast verulega og útlitið því svart í Manchester borg. Þá kom til skjalanna þýski miðjumaðurinn Ilkay Gundogan en honum var skipt inná fyrir Bernardo Silva á 68.mínútu og átti eftir að reynast ansi mikilvægur. Gundogan minnkaði muninn á 76.mínútu og upphófst þá stórkostleg endurkoma sem skilaði sigurmarki frá Gundogan á 81.mínútu en í millitíðinni hafði Rodri jafnað metin. Leiknum lauk með 2-3 sigri Man City og ætlaði í kjölfarið allt um koll að keyra á Etihad leikvangnum þar sem áhorfendur ruddust inn á völlinn og fögnuðu með sínum mönnum. Enski boltinn Bretland England
Manchester City er Englandsmeistari í fimmta sinn eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Aston Villa á Etihad leikvangnum í Manchester í dag. Lærisveinar Pep Guardiola höfðu pálmann í höndunum þegar kom að lokaumferðinni og ljóst að heimasigur myndi gulltryggja meistaratitilinn. Matty Cash kom hins vegar Aston Villa yfir eftir rúmlega hálftíma leik þegar hann skoraði eftir góða fyrirgjöf Lucas Digne. Á sama tíma var staðan í leik Liverpool og Wolves 1-1 og titillinn því enn á leið til City. 0-1 varð 0-2 þegar fyrrum leikmaður Liverpool, Philippe Coutinho skoraði laglegt mark á 69.mínútu. Á þeim tímapunkti var staðan í leik Liverpool og Wolves enn 1-1 en sókn Liverpool farin að þyngjast verulega og útlitið því svart í Manchester borg. Þá kom til skjalanna þýski miðjumaðurinn Ilkay Gundogan en honum var skipt inná fyrir Bernardo Silva á 68.mínútu og átti eftir að reynast ansi mikilvægur. Gundogan minnkaði muninn á 76.mínútu og upphófst þá stórkostleg endurkoma sem skilaði sigurmarki frá Gundogan á 81.mínútu en í millitíðinni hafði Rodri jafnað metin. Leiknum lauk með 2-3 sigri Man City og ætlaði í kjölfarið allt um koll að keyra á Etihad leikvangnum þar sem áhorfendur ruddust inn á völlinn og fögnuðu með sínum mönnum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti