Tóku ekki undir gagnrýni Alexanders og sögðu sessunaut hans drepa alla von Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2022 17:01 Ekki voru allir sammála um hvort þetta mark Stjörnunnar ætti að fá að standa. Stöð 2 Sport Dómgæslan á leik Aftureldingar og Stjörnunnar var til umræðu í Bestu mörkunum en þjálfari Aftureldingar var afar ósáttur með dómarann eftir 3-1 tap sinna kvenna. Reiði Mosfellinga virtist fyrst og fremst tilkomin vegna marksins sem kom Stjörnunni í 2-1 á 85. mínútu en þeir töldu brotið á markverði sínum. Rauða spjaldið fór á loft skömmu síðar en það tók góða stund að beina því að réttum manni. Í fyrstu beindi dómarinn Jakub Marcin Róg rauða spjaldinu að Alexander Aroni Davorssyni, einum af þjálfurum Aftureldingar. Það var hins vegar leiðrétt og Sigurbjartur Sigurjónsson, sem var á varamannabekk Aftureldingar skráður sem forráðamaður félagsins, var rekinn í burtu fyrir kjaftbrúk. „Þarna er staðan 2-1 og örlítið eftir. Ef það var möguleiki fyrir Aftureldingu að jafna metin þá dó hann þarna,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna. „Það hægist á öllu. Það var búið að vera mikið í gangi en svo hægist á öllu því það er einhver reikistefna við bekkinn þar sem enginn veit hvað gerðist. Svo fær Stjarnan horn og neglir þriðja markinu og þetta er búið,“ sagði Helena. Klippa: Bestu mörkin - Dómgæslan í Mosó Talið barst þá að gagnrýni Alexanders á það að annað mark Stjörnunnar í leiknum skyldi fá að standa. Lilja Dögg Valþórsdóttir virtist frekar sammála dómaranum. „Það er Aftureldingarvarnarmaður þarna við hliðina á Stjörnustelpunni. Þær eru þarna öxl í öxl og mér finnst líka eins og Auður [Sveinbjörnsdóttir Scheving, markvörður Aftureldingar] sé að koma þarna til að ná í boltann og hlaupi á hana. Þetta er svo mikið kraðak þarna,“ sagði Lilja. Stjarnan vildi líka fá vítaspyrnu á 15. mínútu þegar boltinn hrökk í hönd Sigrúnar Gunndísar Harðardóttur, fyrirliða Aftureldingar, innan teigs. „Í reglunum er þetta bara hendi og víti, eins leiðinlegt og það kann að hljóma,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir en brotið úr þættinum má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Bestu mörkin Afturelding Stjarnan Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Reiði Mosfellinga virtist fyrst og fremst tilkomin vegna marksins sem kom Stjörnunni í 2-1 á 85. mínútu en þeir töldu brotið á markverði sínum. Rauða spjaldið fór á loft skömmu síðar en það tók góða stund að beina því að réttum manni. Í fyrstu beindi dómarinn Jakub Marcin Róg rauða spjaldinu að Alexander Aroni Davorssyni, einum af þjálfurum Aftureldingar. Það var hins vegar leiðrétt og Sigurbjartur Sigurjónsson, sem var á varamannabekk Aftureldingar skráður sem forráðamaður félagsins, var rekinn í burtu fyrir kjaftbrúk. „Þarna er staðan 2-1 og örlítið eftir. Ef það var möguleiki fyrir Aftureldingu að jafna metin þá dó hann þarna,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna. „Það hægist á öllu. Það var búið að vera mikið í gangi en svo hægist á öllu því það er einhver reikistefna við bekkinn þar sem enginn veit hvað gerðist. Svo fær Stjarnan horn og neglir þriðja markinu og þetta er búið,“ sagði Helena. Klippa: Bestu mörkin - Dómgæslan í Mosó Talið barst þá að gagnrýni Alexanders á það að annað mark Stjörnunnar í leiknum skyldi fá að standa. Lilja Dögg Valþórsdóttir virtist frekar sammála dómaranum. „Það er Aftureldingarvarnarmaður þarna við hliðina á Stjörnustelpunni. Þær eru þarna öxl í öxl og mér finnst líka eins og Auður [Sveinbjörnsdóttir Scheving, markvörður Aftureldingar] sé að koma þarna til að ná í boltann og hlaupi á hana. Þetta er svo mikið kraðak þarna,“ sagði Lilja. Stjarnan vildi líka fá vítaspyrnu á 15. mínútu þegar boltinn hrökk í hönd Sigrúnar Gunndísar Harðardóttur, fyrirliða Aftureldingar, innan teigs. „Í reglunum er þetta bara hendi og víti, eins leiðinlegt og það kann að hljóma,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir en brotið úr þættinum má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Afturelding Stjarnan Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira