Ný stjórn var kjörin og tekur Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, við sem formaður félagsins af Sveini Kristinssyni sem gegnt hefur formennsku síðastliðin átta ár.
Sigríður Stefánsdóttir var kjörin varaformaður.
Þá voru þau Ívar Kristinsson, Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar, Sigurjón Haukur Valsson, Símon Friðrik Símonarson og Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir kjörin í stjórn. Áfram sitja í stjórninni þau Baldur Steinn Helgason, Elín Ósk Helgadóttir, Gréta María Grétarsdóttir og Sveinn Þorsteinsson. Varamenn voru kjörin Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir og Unnsteinn Ingason.