Segir heiminn á vendipunkti Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2022 11:09 Vólódímír Selenskí er hann ávarpaði samkomuna í Davos í morgun. AP/Markus Schreiber) Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. Hann kallaði eftir hertari refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna innrásarinnar og sagði að Rússar hefðu aldrei gert þessa nýjustu innrás ef þeim hefði verið refsað almennilega fyrir innlimun Krímskaga 2014. Þetta sagði forsetinn í ávarpi sínu til stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga á World Economic Forum í Davos í Sviss í morgun. „Þetta er stundin þar sem ákveðið er hvort heiminum sé stjórnað með valdi,“ sagði Selenskí. Hann sagði að ef Rússar myndu vinna, væri engin þörf fyrir samkomur eins og þá í Davos. Forsetinn sagði að Úkraínumenn hefðu þegar sýnt sögulega frammistöðu í vörnum þeirra gegn Rússum. „Við hlustuðum ekki á þá sem sögðu okkur að við gætum ekki varist í meira en tvo dag. Við höfum stöðvað rússneska herinn, sem var kallaður sá annar stærsti í heiminum,“ sagði Selenskí. Refsa átti Rússum 2014 Varðandi refsiaðgerðir gegn Rússlandi sagðist Selenskí þakklátur fyrir þann stuðning sem Úkraínumenn hefðu fengið frá því innrásin hófst þann 24. febrúar. Hann hefði þó komið of seint. Hann velti upp þeirri spurningu hvort Rússar hefðu gert aðra innrás ef heimurinn hefði sýnt sama stuðning og sömu samstöðu strax árið 2014. „Ég er viss um að svarið sé nei.“ Meðal þess sem hann kallaði eftir, samkvæmt Guardian, er að ríki heims hætti alfarið að kaupa olíu af Rússum og allir rússneskir bankar verði einangraðir frá alþjóðabankakerfinu. Hann kallaði einnig eftir því að viðskiptum við Rússland yrði hætt yfir höfuð og sagði að öll fyrirtæki sem hættu viðskiptum þar væru velkomin í Úkraínu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða óbreyttan borgara Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði í dag stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga sem hafa safnast saman í Davos. Hinn fjögurra daga World Economic Forum hófst í morgun en þar má gera ráð fyrir að innrás Rússa í Úkraínu verði aðal málið á dagskrá. 23. maí 2022 06:53 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Hann kallaði eftir hertari refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna innrásarinnar og sagði að Rússar hefðu aldrei gert þessa nýjustu innrás ef þeim hefði verið refsað almennilega fyrir innlimun Krímskaga 2014. Þetta sagði forsetinn í ávarpi sínu til stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga á World Economic Forum í Davos í Sviss í morgun. „Þetta er stundin þar sem ákveðið er hvort heiminum sé stjórnað með valdi,“ sagði Selenskí. Hann sagði að ef Rússar myndu vinna, væri engin þörf fyrir samkomur eins og þá í Davos. Forsetinn sagði að Úkraínumenn hefðu þegar sýnt sögulega frammistöðu í vörnum þeirra gegn Rússum. „Við hlustuðum ekki á þá sem sögðu okkur að við gætum ekki varist í meira en tvo dag. Við höfum stöðvað rússneska herinn, sem var kallaður sá annar stærsti í heiminum,“ sagði Selenskí. Refsa átti Rússum 2014 Varðandi refsiaðgerðir gegn Rússlandi sagðist Selenskí þakklátur fyrir þann stuðning sem Úkraínumenn hefðu fengið frá því innrásin hófst þann 24. febrúar. Hann hefði þó komið of seint. Hann velti upp þeirri spurningu hvort Rússar hefðu gert aðra innrás ef heimurinn hefði sýnt sama stuðning og sömu samstöðu strax árið 2014. „Ég er viss um að svarið sé nei.“ Meðal þess sem hann kallaði eftir, samkvæmt Guardian, er að ríki heims hætti alfarið að kaupa olíu af Rússum og allir rússneskir bankar verði einangraðir frá alþjóðabankakerfinu. Hann kallaði einnig eftir því að viðskiptum við Rússland yrði hætt yfir höfuð og sagði að öll fyrirtæki sem hættu viðskiptum þar væru velkomin í Úkraínu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða óbreyttan borgara Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði í dag stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga sem hafa safnast saman í Davos. Hinn fjögurra daga World Economic Forum hófst í morgun en þar má gera ráð fyrir að innrás Rússa í Úkraínu verði aðal málið á dagskrá. 23. maí 2022 06:53 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Vaktin: Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða óbreyttan borgara Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði í dag stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga sem hafa safnast saman í Davos. Hinn fjögurra daga World Economic Forum hófst í morgun en þar má gera ráð fyrir að innrás Rússa í Úkraínu verði aðal málið á dagskrá. 23. maí 2022 06:53