Hagnaður OR nam 6,8 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. maí 2022 17:05 Auk móðurfélagsins, Orkuveitu Reykjavíkur, eru innan samstæðunnar Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Vísir/Vilhelm Tekjur samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022 jukust um 14% frá fyrra ári og er helsta skýringin auknar tekjur Orku náttúrunnar af raforkusölu til stóriðju. Þetta kemur fram í uppgjöri OR sem gefið var út í dag. Hagnaður tímabilsins nam 6,8 milljörðum króna en einskiptiskostnaður og tjón í óveðrum febrúarmánaðar hækkuðu rekstrarkostnað tímabilsins miðað við fyrsta ársfjórðung 2021. Árshlutareikningur samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur fyrir fyrsta ársfjórðung 2022 var samþykktur á fundi stjórnar OR í dag. Innan samstæðunnar eru, auk móðurfélagsins, Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Hátt álverð Verð á ýmissi hrávöru á heimsmarkaði hefur hækkað verulega síðustu mánuði og misseri. Þar á meðal er álverð, en hluti raforkusölu Orku náttúrunnar er tengdur markaðsverði á áli. Álverðið var liðlega 50% hærra fyrstu þrjá mánuði ársins 2022 en 2021 og 90% hærra en 2020. Tekjuauki ON frá fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 til jafnlengdar í ár nam tæpum milljarði króna en áhættuvarnir draga úr heildaráhrifum álverðsins á niðurstöðu samstæðunnar. Tekjur annarra rekstrarþátta innan samstæðu OR jukust einnig, einkum vegna fjölgunar viðskiptavina og aukinnar notkunar hitaveitu Veitna. Fram kemur í árshlutareikningi Orkuveitunnar að ofsaveðrið sem gekk yfir síðla febrúarmánaðar hafi valdið nokkru tjóni, einkum á loftlínum rafveitu Veitna. Aukinn viðhaldskostnaður skili sér í hækkuðum rekstrarkostnaði í árshlutauppgjörinu. Verðbólga og vextir hafi áhrif Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, segir Orkuveituna ekki ónæma fyrir áhrifum verðbólgunnar sem er nú í hæstu hæðum. „Við finnum fyrir hækkandi vöxtum þar sem við höfum, í áhættuvarnarskyni, aukið vægi íslensku krónunnar í okkar fjármögnun. Verð á veituþjónustunni hefur í heildina sem betur fer lækkað að raungildi síðustu árin. Við þessar aðstæður sem nú eru uppi skiptir þó enn meira máli en áður að gæta hagsýni í allri okkar starfsemi. Þannig má draga úr líkum á að þær verðhækkanir sem við sjáum á verkkaupum og öðrum aðföngum okkar skili sér í heimilisbókhald almennings.“ sagði Bjarni í tilkynningu frá OR. Nálgast má myndræna framsetningu á ýmsum fjárhagslegum mælikvörðum og markmiðum þeim tengdum á vef Orkuveitu Reykjavíkur. Orkumál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Hagnaður tímabilsins nam 6,8 milljörðum króna en einskiptiskostnaður og tjón í óveðrum febrúarmánaðar hækkuðu rekstrarkostnað tímabilsins miðað við fyrsta ársfjórðung 2021. Árshlutareikningur samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur fyrir fyrsta ársfjórðung 2022 var samþykktur á fundi stjórnar OR í dag. Innan samstæðunnar eru, auk móðurfélagsins, Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Hátt álverð Verð á ýmissi hrávöru á heimsmarkaði hefur hækkað verulega síðustu mánuði og misseri. Þar á meðal er álverð, en hluti raforkusölu Orku náttúrunnar er tengdur markaðsverði á áli. Álverðið var liðlega 50% hærra fyrstu þrjá mánuði ársins 2022 en 2021 og 90% hærra en 2020. Tekjuauki ON frá fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 til jafnlengdar í ár nam tæpum milljarði króna en áhættuvarnir draga úr heildaráhrifum álverðsins á niðurstöðu samstæðunnar. Tekjur annarra rekstrarþátta innan samstæðu OR jukust einnig, einkum vegna fjölgunar viðskiptavina og aukinnar notkunar hitaveitu Veitna. Fram kemur í árshlutareikningi Orkuveitunnar að ofsaveðrið sem gekk yfir síðla febrúarmánaðar hafi valdið nokkru tjóni, einkum á loftlínum rafveitu Veitna. Aukinn viðhaldskostnaður skili sér í hækkuðum rekstrarkostnaði í árshlutauppgjörinu. Verðbólga og vextir hafi áhrif Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, segir Orkuveituna ekki ónæma fyrir áhrifum verðbólgunnar sem er nú í hæstu hæðum. „Við finnum fyrir hækkandi vöxtum þar sem við höfum, í áhættuvarnarskyni, aukið vægi íslensku krónunnar í okkar fjármögnun. Verð á veituþjónustunni hefur í heildina sem betur fer lækkað að raungildi síðustu árin. Við þessar aðstæður sem nú eru uppi skiptir þó enn meira máli en áður að gæta hagsýni í allri okkar starfsemi. Þannig má draga úr líkum á að þær verðhækkanir sem við sjáum á verkkaupum og öðrum aðföngum okkar skili sér í heimilisbókhald almennings.“ sagði Bjarni í tilkynningu frá OR. Nálgast má myndræna framsetningu á ýmsum fjárhagslegum mælikvörðum og markmiðum þeim tengdum á vef Orkuveitu Reykjavíkur.
Orkumál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira