Dóttir Mo Salah heldur áfram að skora fyrir framan Kop-stúkuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2022 13:00 Mohamed Salah leikur sér við dóttur sína Makka á Anfield en eiginkonan Maggi og yngri dóttirin Kayan fylgjast með. EPA-EFE/PETER POWELL Liverpool stuðningsmenn fengu ekki að fagna titlinum eftir lokaleikinn á Anfield en misstu ekki af tækifærinu að hylla elstu dóttur markahetjunnar sinnar. Mohamed Salah átti magnað tímabil þótt að hann hafi ekki verið kosinn leikmaður ársins eða orðið enskur meistari. Egypski framherjinn var bæði markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem og sá sem gaf flestar stoðsendingar á tímabilinu. Salah skoraði eitt marka Liverpool í lokaleiknum þar sem liðið vann 3-1 sigur á Úlfunum á Anfield. Eftir leikinn þökkuðu leikmenn Liverpool stuðningsmönnum sínum fyrir tímabilið og þeir voru þar að venju með fjölskyldum sínum. Some things never changed with makka Mohamed salah Between 2019 till 2022 pic.twitter.com/jXusjqtH2t— safa kadhim (@safakadhim87) May 23, 2022 Það þýddi náttúrulega bara eitt en þar að dóttir Mohamed Salah var mætt á svæðið til að halda við hefð sinni. Makka er elsta barn Salah, fædd árið 2014 og skírð í höfuðið á borginni Mekka, sem er heilagur staður Múslima. Makka byrjaði á þessu eftir sigur á Brighton í lokaleiknum á 2017-18 tímabilinu og endurtók það eftir sigur á Wolves í lokaleik 2018-19 tímabilsins. Kórónuveiran var síðan eitthvað að trufla en Makka var á sínum stað á sunnudaginn. Makka rakti boltann upp að markinu og skoraði fyrir framan Kop-stúkuna við gríðarlegan fönguð stuðningsmannanna. Hún er nú orðin átta ára gömul og hefur greinilega gaman af því að fá orku og gleði frá hörðustu stuðningsmönnum Liverpool. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá lokadeginum, bæði aðdraganda leiksins, önnur sjónarhorn á mörkin sem og hátíðina eftir leikinn. Það varð ekki sigurhátíð eins og flestir voru að vonast til en mikil gleði engu að síður. Atvikið með Makka og markið má sjá eftir 16 mínútur og 45 sekúndur um það bil. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=kn5qaeZW96g">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Mohamed Salah átti magnað tímabil þótt að hann hafi ekki verið kosinn leikmaður ársins eða orðið enskur meistari. Egypski framherjinn var bæði markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem og sá sem gaf flestar stoðsendingar á tímabilinu. Salah skoraði eitt marka Liverpool í lokaleiknum þar sem liðið vann 3-1 sigur á Úlfunum á Anfield. Eftir leikinn þökkuðu leikmenn Liverpool stuðningsmönnum sínum fyrir tímabilið og þeir voru þar að venju með fjölskyldum sínum. Some things never changed with makka Mohamed salah Between 2019 till 2022 pic.twitter.com/jXusjqtH2t— safa kadhim (@safakadhim87) May 23, 2022 Það þýddi náttúrulega bara eitt en þar að dóttir Mohamed Salah var mætt á svæðið til að halda við hefð sinni. Makka er elsta barn Salah, fædd árið 2014 og skírð í höfuðið á borginni Mekka, sem er heilagur staður Múslima. Makka byrjaði á þessu eftir sigur á Brighton í lokaleiknum á 2017-18 tímabilinu og endurtók það eftir sigur á Wolves í lokaleik 2018-19 tímabilsins. Kórónuveiran var síðan eitthvað að trufla en Makka var á sínum stað á sunnudaginn. Makka rakti boltann upp að markinu og skoraði fyrir framan Kop-stúkuna við gríðarlegan fönguð stuðningsmannanna. Hún er nú orðin átta ára gömul og hefur greinilega gaman af því að fá orku og gleði frá hörðustu stuðningsmönnum Liverpool. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá lokadeginum, bæði aðdraganda leiksins, önnur sjónarhorn á mörkin sem og hátíðina eftir leikinn. Það varð ekki sigurhátíð eins og flestir voru að vonast til en mikil gleði engu að síður. Atvikið með Makka og markið má sjá eftir 16 mínútur og 45 sekúndur um það bil. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=kn5qaeZW96g">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira