Viðreisn hafi aðkomu frá hægri í meirihlutaviðræðunum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2022 14:40 Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur líst nokkuð vel á komandi meirihlutaviðræður sem hafa legið í loftinu síðustu viku og hefjast loks formlega í dag. Vísir/Ragnar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í borginni, líst ágætlega á komandi meirihlutaviðræður bandalagsins og Framsóknar í borginni og áréttar sérstöðu Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum enda eigi flokkurinn aðkomu í viðræðurnar frá hægri ás stjórnmálanna. „Nú hefur vika þreifinga átt sér stað og við höfum átt fundi, þannig nú viljum við bara halda áfram að tala saman og átta okkur á því hvort samleiðin sé ekki eins og hún lítur út á stefnuskránum.“ sagði Þórdís Lóa í viðtali viðfréttastofu að loknum blaðamannafundi í Grósku í morgun. Boðað var til fundarins til þess að tilkynna um formlegar viðræður Framsóknar við bandalagsflokkana þrjá; Samfylkingu, Pírata og Viðreisn. Þórdís tekur þó fram að flokkarnir séu á algjörum byrjunarreit í viðræðunum en varðandi samningsstöðu Viðreisnar og kröfur flokksins í viðræðunum segist Þórdís Lóa ekki vilja tíunda þær kröfur sérstaklega. Viðreisn leggi þó áherslu á atvinnu og nýsköpun og sérstaða flokksins helgist af vilja til sjálstæðs reksturs í velferðar- og skólamálum. „Við erum að kynna ákveðna pólitíska breidd og Viðreisn hefur sína aðkomu í viðræðurnar frá hægri. Við teljum mikið pláss fyrir okkar sýn í viðræðunum.“ Þórdís hlær að spurningu fréttamanns um það hver ætti að verða borgarstjóri og furðar sig á því að enginn skuli vera að spyrja sig sjálfa að því. „Þetta snýst ekki endilega um það hver er borgarstjóri. Þegar uppi er staðið er þetta meirihlutasamstarf fjögurra flokka og það er enginn einn sem ræður öllu, það er svolítið nútíminn í pólitík.“ sagði Þórdís Lóa að lokum. Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Reykjavík Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
„Nú hefur vika þreifinga átt sér stað og við höfum átt fundi, þannig nú viljum við bara halda áfram að tala saman og átta okkur á því hvort samleiðin sé ekki eins og hún lítur út á stefnuskránum.“ sagði Þórdís Lóa í viðtali viðfréttastofu að loknum blaðamannafundi í Grósku í morgun. Boðað var til fundarins til þess að tilkynna um formlegar viðræður Framsóknar við bandalagsflokkana þrjá; Samfylkingu, Pírata og Viðreisn. Þórdís tekur þó fram að flokkarnir séu á algjörum byrjunarreit í viðræðunum en varðandi samningsstöðu Viðreisnar og kröfur flokksins í viðræðunum segist Þórdís Lóa ekki vilja tíunda þær kröfur sérstaklega. Viðreisn leggi þó áherslu á atvinnu og nýsköpun og sérstaða flokksins helgist af vilja til sjálstæðs reksturs í velferðar- og skólamálum. „Við erum að kynna ákveðna pólitíska breidd og Viðreisn hefur sína aðkomu í viðræðurnar frá hægri. Við teljum mikið pláss fyrir okkar sýn í viðræðunum.“ Þórdís hlær að spurningu fréttamanns um það hver ætti að verða borgarstjóri og furðar sig á því að enginn skuli vera að spyrja sig sjálfa að því. „Þetta snýst ekki endilega um það hver er borgarstjóri. Þegar uppi er staðið er þetta meirihlutasamstarf fjögurra flokka og það er enginn einn sem ræður öllu, það er svolítið nútíminn í pólitík.“ sagði Þórdís Lóa að lokum.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Reykjavík Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira