Íslendingar bera af í Eurovision-glápi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2022 18:43 Sigurvegari keppninnar í ár var úkraínska sveitin Kalush Orchestra með lagið Stefania. EBU/SARAH LOUISE BENNETT Íslendingar eru sú þjóð sem horfði hlutfallslega mest á Eurovision í ár. Samkvæmt mælingum sem Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa birt á vef sínum var áhorf á keppnina hér á landi 96,4 prósent, meira en á nokkrum öðrum markaði. Í tilkynningu EBU segir að 161 milljón manna hafi horft á keppnina. Það er umtalsvert lægra en á síðasta ári, en skýringin er meðal annars sögð vera sú að áhorf var hvorki mælt í Úkraínu né Rússlandi. Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar á þessu ári, en EBU tók ákvörðun um að meina Rússum þátttöku í keppninni. Á síðasta ári horfðu 29 milljónir manna á keppnina í þessum tveimur löndum, þegar 183 milljónir horfði á keppnina á heimsvísu. Ef þessi tvö lönd eru talin frá tölum síðasta árs verða tölurnar að einhverju leyti samanburðarhæfar, að sögn EBU, og sést þá að sjö milljónum fleiri horfðu á keppnina í ár. Norðurlöndin óð í Eurovision Þó Íslendingar leiði áhorf á Eurovision á heimsvísu voru alls 13 „markaðir“, eins og EBU kallar það, þar sem áhorf fór yfir 50 prósent. Á eftir Íslendingum koma Noregur með 89,1 prósent, Svíþjóð með 81,4 prósent og Finnland með 72,1 prósent. Því er ljóst að Eurovision-áhuginn er hvað mestur meðal Norðurlandaþjóða. Aðrir markaðir þar sem áhorfið fór yfir 50 prósent voru Armenía, Flæmingjaland, Danmörk, Eistland, Grikkland, Lettland, Holland, Spánn og Bretland. Þá hreykja forsvarsmenn keppninnar sér af miklum árangri á samfélagsmiðlum. Fyrir keppnina í ár, sem haldin var í Tórínó á Ítalíu, gerðu EBU og samfélagsmiðilsins TikTok með sér samstarfssamning. Opinber reikningur keppninnar fékk 189 milljónir áhorfa á myndbönd sín á miðlinum og öllum þremur keppniskvöldum Eurovision, undanúrslitunum tveimur og úrslitakvöldinu, var streymt á miðlinum. Þar horfðu 3,3 milljónir á úrslitakvöldið, en í heildina horfðu 5,1 milljón TikTok-notenda á keppniskvöldin þrjú. Hér má lesa nánar um hinar ýmsu áhorfstölur tengdar keppninni. Eurovision Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Sjá meira
Í tilkynningu EBU segir að 161 milljón manna hafi horft á keppnina. Það er umtalsvert lægra en á síðasta ári, en skýringin er meðal annars sögð vera sú að áhorf var hvorki mælt í Úkraínu né Rússlandi. Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar á þessu ári, en EBU tók ákvörðun um að meina Rússum þátttöku í keppninni. Á síðasta ári horfðu 29 milljónir manna á keppnina í þessum tveimur löndum, þegar 183 milljónir horfði á keppnina á heimsvísu. Ef þessi tvö lönd eru talin frá tölum síðasta árs verða tölurnar að einhverju leyti samanburðarhæfar, að sögn EBU, og sést þá að sjö milljónum fleiri horfðu á keppnina í ár. Norðurlöndin óð í Eurovision Þó Íslendingar leiði áhorf á Eurovision á heimsvísu voru alls 13 „markaðir“, eins og EBU kallar það, þar sem áhorf fór yfir 50 prósent. Á eftir Íslendingum koma Noregur með 89,1 prósent, Svíþjóð með 81,4 prósent og Finnland með 72,1 prósent. Því er ljóst að Eurovision-áhuginn er hvað mestur meðal Norðurlandaþjóða. Aðrir markaðir þar sem áhorfið fór yfir 50 prósent voru Armenía, Flæmingjaland, Danmörk, Eistland, Grikkland, Lettland, Holland, Spánn og Bretland. Þá hreykja forsvarsmenn keppninnar sér af miklum árangri á samfélagsmiðlum. Fyrir keppnina í ár, sem haldin var í Tórínó á Ítalíu, gerðu EBU og samfélagsmiðilsins TikTok með sér samstarfssamning. Opinber reikningur keppninnar fékk 189 milljónir áhorfa á myndbönd sín á miðlinum og öllum þremur keppniskvöldum Eurovision, undanúrslitunum tveimur og úrslitakvöldinu, var streymt á miðlinum. Þar horfðu 3,3 milljónir á úrslitakvöldið, en í heildina horfðu 5,1 milljón TikTok-notenda á keppniskvöldin þrjú. Hér má lesa nánar um hinar ýmsu áhorfstölur tengdar keppninni.
Eurovision Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Sjá meira