Myndband af leikmanninum fór í dreifingu á dögunum þar sem hann sést sparka í og slá köttinn sinn og í kjölfarið var hann ákærður í þremur ákæruliðum fyrir brot gegn velferð dýra. Þá sést Zouma einnig kasta skóm í átt að kettinum á myndbandinu ásamt því að heyrist til hans segjast ætla að drepa dýrið.
Zouma gekkst við tveimur ákæruliðum að hafa valdið vernduðu dýri óþarfa skaða.
BREAKING: West Ham defender Kurt Zouma pleads guilty to two counts of causing unnecessary suffering to a protected animal under the Animal Welfare Act. pic.twitter.com/IZRsGWvVEG
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 24, 2022
Þá var bróðir hans, Yoan Zouma, einnig ákærður, en hann tók myndbandið upp. Yoan er leikmaður Dagenham and Redbridge, en hann játaði sök í einum ákærulið sem snéri að því að aðstoða, veita ráðgjöf eða fá bróður sinn til þess að fremja brot.
Dómur í málinu verður kveðinn upp miðvikudaginn 1. júní.