Hrun í mörkum enskra framherja í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2022 17:30 Ensku framherjarnir Jadon Sancho og Marcus Rashford hjá Manchester United stóðu ekki undir væntingum á þessari leiktíð en hér fagna þeir saman marki á móti Southampton á Old Trafford Getty/Laurence Griffiths Enskir framherjar voru oft ekki á skotskónum á nýloknu tímabili eins og sést vel í samantekt hjá Sky Sports. Enski landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate þarf líklega að fara að hafa smá áhyggjur af þróun mála þegar kemur að því að enskir framherjar eru í svolitlum vandræðum að koma boltanum í markið. Markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar 2021-22 voru Egyptinn Mohamed Salah hjá Liverpool, Kóreumaðurinn Son Heung-Min hjá Tottenham og Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. England manager Gareth Southgate picks Nations League squad | Goals from English forwards in decline? https://t.co/9Ps1lHS42m— SportMagMad (@SportMagMad) May 24, 2022 Talning á mörkum enskra framherja í ensku úrvalsdeildinni sýnir að þeir skoruðu samtals 142 mörk á leiktíðinni sem var tuttugu prósent fækkun frá tímabilinu á undan. Tímabilið 2020-21 voru mörkin 176 og tímabilið 2019-20 voru ensku mörkin 191. Það er því öllum ljóst að mörkum ensku framherjanna fer fækkandi með hverju tímabili. Þetta er líka lítill markafjöldi í samanburði við 1993-94 tímabilið þegar enskir framherjar skoruðu 451 mark en þá var deildin líka skipuð 22 liðum með 42 leikjum á hvert lið. Helstu ensku markaskorararnir voru menn eins og Harry Kane, Raheem Sterling, Marcus Rashford, Jadon Sancho, Jamie Vardy, Dominic Calvert-Lewin, Ollie Watkins, Callum Wilson og Danny Ings en þeirra framlag dugði þó ekki til við að laga þessa slöku markatölfræði. This guy Congrats @Sonny7 very well deserved. Different class this season. pic.twitter.com/l4YaS7vx2B— Harry Kane (@HKane) May 22, 2022 Manchester United mennirnir Marcus Rashford og Jadon Sancho gekk báðum illa fyrir framan markið og þeir Vardy, Calvert-Lewin og Patrick Bamford voru mikið meiddir. Kane var markahæsti enski leikmaðurinn með sautján mörk en Vardy var annar með fimmtán mörk og Sterling skoraði síðan þrettán mörk. Jarrod Bowen og Ivan Toney skoruðu síðan báðir tólf mörk. Aston Villa skilaði flestum enskum mörkum eða átján en næst voru Tottenham (17 mörk) og Leicester City (15). Enskir framherjar fengu að spila flestar mínútur hjá Everton en Manchester United var þar í þriðja sæti á eftir Villa. Það má lesa meira um þessa samantekt Sky Sports hér. Enski boltinn Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Sjá meira
Enski landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate þarf líklega að fara að hafa smá áhyggjur af þróun mála þegar kemur að því að enskir framherjar eru í svolitlum vandræðum að koma boltanum í markið. Markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar 2021-22 voru Egyptinn Mohamed Salah hjá Liverpool, Kóreumaðurinn Son Heung-Min hjá Tottenham og Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. England manager Gareth Southgate picks Nations League squad | Goals from English forwards in decline? https://t.co/9Ps1lHS42m— SportMagMad (@SportMagMad) May 24, 2022 Talning á mörkum enskra framherja í ensku úrvalsdeildinni sýnir að þeir skoruðu samtals 142 mörk á leiktíðinni sem var tuttugu prósent fækkun frá tímabilinu á undan. Tímabilið 2020-21 voru mörkin 176 og tímabilið 2019-20 voru ensku mörkin 191. Það er því öllum ljóst að mörkum ensku framherjanna fer fækkandi með hverju tímabili. Þetta er líka lítill markafjöldi í samanburði við 1993-94 tímabilið þegar enskir framherjar skoruðu 451 mark en þá var deildin líka skipuð 22 liðum með 42 leikjum á hvert lið. Helstu ensku markaskorararnir voru menn eins og Harry Kane, Raheem Sterling, Marcus Rashford, Jadon Sancho, Jamie Vardy, Dominic Calvert-Lewin, Ollie Watkins, Callum Wilson og Danny Ings en þeirra framlag dugði þó ekki til við að laga þessa slöku markatölfræði. This guy Congrats @Sonny7 very well deserved. Different class this season. pic.twitter.com/l4YaS7vx2B— Harry Kane (@HKane) May 22, 2022 Manchester United mennirnir Marcus Rashford og Jadon Sancho gekk báðum illa fyrir framan markið og þeir Vardy, Calvert-Lewin og Patrick Bamford voru mikið meiddir. Kane var markahæsti enski leikmaðurinn með sautján mörk en Vardy var annar með fimmtán mörk og Sterling skoraði síðan þrettán mörk. Jarrod Bowen og Ivan Toney skoruðu síðan báðir tólf mörk. Aston Villa skilaði flestum enskum mörkum eða átján en næst voru Tottenham (17 mörk) og Leicester City (15). Enskir framherjar fengu að spila flestar mínútur hjá Everton en Manchester United var þar í þriðja sæti á eftir Villa. Það má lesa meira um þessa samantekt Sky Sports hér.
Enski boltinn Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Sjá meira