Allir fjórir markahæstu leikmenn úrslitaeinvígisins fæddir eftir 2000 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2022 12:31 Stiven Tobar Valencia hefur skorað langflest mörk utan af velli í úrslitaeinvíginu til þess að alls þrettán mörk í þessum tveimur leikjum. Vísir/Hulda Margrét Valsmaðurinn Stiven Tobar Valencia og Eyjamaðurinn Elmar Erlingsson hafa skorað flest mörk eftir fyrstu tvo leikina í úrslitaeinvígi Olís deildar karla í handbolta en þriðji leikurinn er á Hlíðarenda í kvöld. Bæði Stiven og Elmar hafa skorað þrettán mörk í þessum fyrstu tveimur leikjum en staðan er jöfn, 1-1, eftir sigur ÍBV í síðasta leik sem var spilaður út í Vestmannaeyjum. Leikur Vals og ÍBV hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 18.50 og eftir leikinn munu Stefán Árni Pálsson og sérfræðingar hans síðan gera upp leikinn. Það hafa verið ungir leikmenn sem hafa farið fyrir sínum liðum í markaskorun í þessu úrslitaeinvígi til þessa. Allir þeir sem hafa skorað tíu mörk eða fleiri eru fæddir á þessari öld það eru eru 22 ára eða yngri. Þeir markahæstu eru 21 árs (Stiven) og 18 ára (Elmar gamlir. Næstir á eftir þeim eru Arnór Snær og Tjörvi Týr sem eru báðir fæddir árið 2000 eins og Stiven. Elmar hélt upp á átján ára afmælið sitt í miðri úrslitakeppni en hann er fæddur árið 2004. Stiven hefur skorað öll þrettán mörkin utan af velli og hefur nýtt 76 prósent skota sinna en átta þeirra koma úr hreinum hraðaupphlaupum. Elmar er með enn betri nýtingu en hann hefur aðeins klikkað tvisvar úr fimmtán skotum sínum og er því með magnaða 87 prósent skotnýtingu. Elmar hefur skorað átta af mörkum sínum af vítapunktinum þar sem hann hefur skorað úr öllum vítum nema einu. Valsmaðurinn Arnór Snær Óskarsson hefur gefið flestar stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjunum eða níu talsins og hann er líka sá sem hefur átt beinan þátt í flestum mörkum eða alls tuttugu talsins. Hér fyrir neðan má sjá þessa þrjá topplista. Markahæstir eftir tvo leiki í úrslitaeinvíginu: Stiven Tobar Valencia, Val 13 (76% skotnýting) Elmar Erlingsson, ÍBV 13/8 (87%) Arnór Snær Óskarsson, Val 11/7 (55%) Tjörvi Týr Gíslason, Val 10 (83%) Ásgeir Snær Vignisson, ÍBV 8 (53%) Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 7/2 (64%) Magnús Óli Magnússon, Val 7 (58%) Dagur Arnarsson, ÍBV 6 (67%) Finnur Ingi Stefánsson, Val 6 (75%) Róbert Aron Hostert, Val 6 (75%) - Flestar stoðsendingar eftir tvo leiki í úrslitaeinvíginu: (Tölfræði frá HB Statz) Arnór Snær Óskarsson, Val 9 Einar Þorsteinn Ólafsson, Val 7 Dagur Arnarsson, ÍBV 7 Róbert Aron Hostert, Val 6 Magnús Óli Magnússon, Val 6 Benedikt Gunnar Óskarsson, Val 5 Ásgeir Snær Vignisson, ÍBV 3 - Þáttur í flestum mörkum eftir tvo leiki í úrslitaeinvíginu: (Mörk+Stoðsendingar) Arnór Snær Óskarsson, Val 20 (11+9) Stiven Tobar Valencia, Val 15 (13+2) Elmar Erlingsson, ÍBV 14 (13+1) Magnús Óli Magnússon, Val 13 (7+6) Dagur Arnarsson, ÍBV 13 (6+7) Róbert Aron Hostert, Val 12 (6+6) Tjörvi Týr Gíslason, Val 12 (10+2) Ásgeir Snær Vignisson, ÍBV 11 (8+3) Benedikt Gunnar Óskarsson, Val 9 (4+5) Einar Þorsteinn Ólafsson, Val 8 (1+7) Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Bæði Stiven og Elmar hafa skorað þrettán mörk í þessum fyrstu tveimur leikjum en staðan er jöfn, 1-1, eftir sigur ÍBV í síðasta leik sem var spilaður út í Vestmannaeyjum. Leikur Vals og ÍBV hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 18.50 og eftir leikinn munu Stefán Árni Pálsson og sérfræðingar hans síðan gera upp leikinn. Það hafa verið ungir leikmenn sem hafa farið fyrir sínum liðum í markaskorun í þessu úrslitaeinvígi til þessa. Allir þeir sem hafa skorað tíu mörk eða fleiri eru fæddir á þessari öld það eru eru 22 ára eða yngri. Þeir markahæstu eru 21 árs (Stiven) og 18 ára (Elmar gamlir. Næstir á eftir þeim eru Arnór Snær og Tjörvi Týr sem eru báðir fæddir árið 2000 eins og Stiven. Elmar hélt upp á átján ára afmælið sitt í miðri úrslitakeppni en hann er fæddur árið 2004. Stiven hefur skorað öll þrettán mörkin utan af velli og hefur nýtt 76 prósent skota sinna en átta þeirra koma úr hreinum hraðaupphlaupum. Elmar er með enn betri nýtingu en hann hefur aðeins klikkað tvisvar úr fimmtán skotum sínum og er því með magnaða 87 prósent skotnýtingu. Elmar hefur skorað átta af mörkum sínum af vítapunktinum þar sem hann hefur skorað úr öllum vítum nema einu. Valsmaðurinn Arnór Snær Óskarsson hefur gefið flestar stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjunum eða níu talsins og hann er líka sá sem hefur átt beinan þátt í flestum mörkum eða alls tuttugu talsins. Hér fyrir neðan má sjá þessa þrjá topplista. Markahæstir eftir tvo leiki í úrslitaeinvíginu: Stiven Tobar Valencia, Val 13 (76% skotnýting) Elmar Erlingsson, ÍBV 13/8 (87%) Arnór Snær Óskarsson, Val 11/7 (55%) Tjörvi Týr Gíslason, Val 10 (83%) Ásgeir Snær Vignisson, ÍBV 8 (53%) Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 7/2 (64%) Magnús Óli Magnússon, Val 7 (58%) Dagur Arnarsson, ÍBV 6 (67%) Finnur Ingi Stefánsson, Val 6 (75%) Róbert Aron Hostert, Val 6 (75%) - Flestar stoðsendingar eftir tvo leiki í úrslitaeinvíginu: (Tölfræði frá HB Statz) Arnór Snær Óskarsson, Val 9 Einar Þorsteinn Ólafsson, Val 7 Dagur Arnarsson, ÍBV 7 Róbert Aron Hostert, Val 6 Magnús Óli Magnússon, Val 6 Benedikt Gunnar Óskarsson, Val 5 Ásgeir Snær Vignisson, ÍBV 3 - Þáttur í flestum mörkum eftir tvo leiki í úrslitaeinvíginu: (Mörk+Stoðsendingar) Arnór Snær Óskarsson, Val 20 (11+9) Stiven Tobar Valencia, Val 15 (13+2) Elmar Erlingsson, ÍBV 14 (13+1) Magnús Óli Magnússon, Val 13 (7+6) Dagur Arnarsson, ÍBV 13 (6+7) Róbert Aron Hostert, Val 12 (6+6) Tjörvi Týr Gíslason, Val 12 (10+2) Ásgeir Snær Vignisson, ÍBV 11 (8+3) Benedikt Gunnar Óskarsson, Val 9 (4+5) Einar Þorsteinn Ólafsson, Val 8 (1+7)
Markahæstir eftir tvo leiki í úrslitaeinvíginu: Stiven Tobar Valencia, Val 13 (76% skotnýting) Elmar Erlingsson, ÍBV 13/8 (87%) Arnór Snær Óskarsson, Val 11/7 (55%) Tjörvi Týr Gíslason, Val 10 (83%) Ásgeir Snær Vignisson, ÍBV 8 (53%) Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 7/2 (64%) Magnús Óli Magnússon, Val 7 (58%) Dagur Arnarsson, ÍBV 6 (67%) Finnur Ingi Stefánsson, Val 6 (75%) Róbert Aron Hostert, Val 6 (75%) - Flestar stoðsendingar eftir tvo leiki í úrslitaeinvíginu: (Tölfræði frá HB Statz) Arnór Snær Óskarsson, Val 9 Einar Þorsteinn Ólafsson, Val 7 Dagur Arnarsson, ÍBV 7 Róbert Aron Hostert, Val 6 Magnús Óli Magnússon, Val 6 Benedikt Gunnar Óskarsson, Val 5 Ásgeir Snær Vignisson, ÍBV 3 - Þáttur í flestum mörkum eftir tvo leiki í úrslitaeinvíginu: (Mörk+Stoðsendingar) Arnór Snær Óskarsson, Val 20 (11+9) Stiven Tobar Valencia, Val 15 (13+2) Elmar Erlingsson, ÍBV 14 (13+1) Magnús Óli Magnússon, Val 13 (7+6) Dagur Arnarsson, ÍBV 13 (6+7) Róbert Aron Hostert, Val 12 (6+6) Tjörvi Týr Gíslason, Val 12 (10+2) Ásgeir Snær Vignisson, ÍBV 11 (8+3) Benedikt Gunnar Óskarsson, Val 9 (4+5) Einar Þorsteinn Ólafsson, Val 8 (1+7)
Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita