Dásamlegt að vera sauðfjárbóndi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. maí 2022 20:30 Herborg Sigríður, sem segir dásamlegt að vera sauðfjárbóndi á Íslandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Botnótt og golsótt lömb eru í miklu uppáhaldi hjá sauðfjárbónda á Bjarnarhöfn í Helgafellssveit á Snæfellsnesi en á búin eru fjögur hundruð og tuttugu fjár. Lömbin eru mörkuð tveggja daga gömul. Bærinn Bjarnarhöfn í Helgafellssveit stendur undir Bjarnarhafnarfjalli, sem rís stakt við mynni Hraunsfjarðar. Á staðnum er myndarlegt fjárbú, sem þau Brynjar Hildibrandsson og Herborg Sigríður Sigurðardóttir eiga og reka. Búið er mjög snyrtilegt að gaman að koma þar inn. Sauðburður er alveg að klárast og mikið af ánum komnar út á tún með lömbin sín. „Þetta er botnótt gimbur, þessi verður sett á í haust, hún bíður eftir því að komast út í góða veðrið. Það er uppáhalds liturinn minn og golsótt,“ segir Herborg Sigríður. Þrátt fyrir að sauðburður sé alltaf skemmtilegur tími þá segir Herborg hann mjög erfiðan og taka á. „Já, það er bara stanslaus viðvera hérna, svona 16 tíma á sólarhring, það er svona erfiðast, þreyttar fætur.“ Frjósemin hefur verið góð í fjárhúsinu, 1,9 lamb á kind, sem Herborg er mjög sátt við. Herborg Sigríður markar lömbin þegar þau eru tveggja daga gömul.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig er að vera sauðfjárbóndi í dag? „Það er bara gott, dásamlegt. Okkur leiddist ekkert í Covid og höfðum nóg að gera. Við vinnum bara svolítið með þessu. Þetta er svona hobbíið okkar þó að þær séu 420 í fjárhúsinu. Það þýðir engan barlóm, þá verður maður bara að fara að gera eitthvað annað,“ segir Herborg og brosir. Mikilvægur hlutur í sauðburði er að marka lömbin og skrá í framhaldinu upplýsingarnar um viðkomandi mark í tölvu. Þannig var það ekki í gamla daga. „Nei, þá var það bara vasahnífurinn, og þá mörkuðu ekki konur, var það, það var karlmannsverk,“ segir Herborg og hélt áfram að marka. Fjárhúsið á Bjarnarhöfn þar sem sauðburði er alveg að ljúka þessa dagana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helgafellssveit Landbúnaður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Bærinn Bjarnarhöfn í Helgafellssveit stendur undir Bjarnarhafnarfjalli, sem rís stakt við mynni Hraunsfjarðar. Á staðnum er myndarlegt fjárbú, sem þau Brynjar Hildibrandsson og Herborg Sigríður Sigurðardóttir eiga og reka. Búið er mjög snyrtilegt að gaman að koma þar inn. Sauðburður er alveg að klárast og mikið af ánum komnar út á tún með lömbin sín. „Þetta er botnótt gimbur, þessi verður sett á í haust, hún bíður eftir því að komast út í góða veðrið. Það er uppáhalds liturinn minn og golsótt,“ segir Herborg Sigríður. Þrátt fyrir að sauðburður sé alltaf skemmtilegur tími þá segir Herborg hann mjög erfiðan og taka á. „Já, það er bara stanslaus viðvera hérna, svona 16 tíma á sólarhring, það er svona erfiðast, þreyttar fætur.“ Frjósemin hefur verið góð í fjárhúsinu, 1,9 lamb á kind, sem Herborg er mjög sátt við. Herborg Sigríður markar lömbin þegar þau eru tveggja daga gömul.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig er að vera sauðfjárbóndi í dag? „Það er bara gott, dásamlegt. Okkur leiddist ekkert í Covid og höfðum nóg að gera. Við vinnum bara svolítið með þessu. Þetta er svona hobbíið okkar þó að þær séu 420 í fjárhúsinu. Það þýðir engan barlóm, þá verður maður bara að fara að gera eitthvað annað,“ segir Herborg og brosir. Mikilvægur hlutur í sauðburði er að marka lömbin og skrá í framhaldinu upplýsingarnar um viðkomandi mark í tölvu. Þannig var það ekki í gamla daga. „Nei, þá var það bara vasahnífurinn, og þá mörkuðu ekki konur, var það, það var karlmannsverk,“ segir Herborg og hélt áfram að marka. Fjárhúsið á Bjarnarhöfn þar sem sauðburði er alveg að ljúka þessa dagana.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Helgafellssveit Landbúnaður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira