Hjólin hafi ekki verið hlaðin en rafhlöður geti skapað eldhættu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. maí 2022 12:00 Vel gekk að slökkva eldinn, sem kom upp í húsnæði Tunglskins og rafhlaupahjólaleigunnar OSS. Vísir/Eiður Þór Reglur gera ekki ráð fyrir sérstökum aðbúnaði þar sem rafhlaupahjól eru geymd, en slökkviliðsstjóri segir rafhlöður þeirra geta skapað aukna eldhættu. Eldur kom upp í rafhlaupahjólaleigu í Reykjavík í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út þar sem hætta var talin á ferðum. Tilkynning um eldinn, sem kviknaði í húsnæði Tunglskins og OSS í Skútuvogi, barst rétt upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi. Töluverðan reyk lagði frá húsinu þegar slökkvilið bar að garði. Tunglskin og OSS eru með verkstæði og lager í húsinu en síðarnefnda fyrirtækið sérhæfir sig í leigu, viðgerðum og viðhaldi á rafhlaupahjólum. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Jón Viðar Matthíasson, slökkvliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkvistarf hafa gengið vel að mestu, en senda þurfti nokkra reykkafara inn í bygginguna. Húsið sé nokkuð umfangsmikið, en slökkviliði hafi tekist að einangra eldinn við það rými þar sem hann kom upp. „Lögreglan tók við vettvangi í gærkvöldi, um miðnætti. Og við höfum ekki heyrt neitt frá lögreglu varðandi rannsóknina, það er ekki komið ennþá,“ segir Jón Viðar í samtali við fréttastofu. Hvetur eigendur rafhjóla og hlaupahjóla til að sýna varkárni Jón Viðar segir að samkvæmt upplýsingum slökkviliðs hafi ekki verið hleðsla á þeim hlaupahjólum sem í húsinu voru. Hann hvetur þó eigendur rafhlaupahjóla til að huga að eldvörnum, þar sem rafhlöður á tækjunum geti skapað aukna eldhættu. „Rafhlöður almennt hitna við bruna og eftir því sem þær eru stærri því oftar eru einhverjar líkur á að þær geti verið víðsjárverðari.“ Jón Viðar segir reglugerðir ekki gera sérstaka kröfu um aðbúnað þegar kemur að rafhjólum og hlaupahjólum. Hann telur alltaf tilefni til að rýna í útköll slökkviliðs og læra af þeim. „En við vitum ekki alveg akkúrat ástæður fyrir þessu útkalli, þannig að maður bíður með spekúlasjónir þangað til við fáum niðurstöður úr rannsókn,“ segir Jón Viðar. Rafhlaupahjól Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Rafhlaupahjólin best hlaðin á afviknum stað vegna eldhættu Veruleg hætta getur stafað af raftækjum sem eru í hleðslu inni á heimilum fólks. Eldur kom upp í íbúð á föstudag sem talinn er hafa kviknað út frá rafhlaupahjóli sem þar var í hleðslu. 20. september 2021 12:32 Vara við að tæki séu hlaðin á nóttunni Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, varar við því að raftæki séu hlaðin á nóttunni, á meðan enginn getur fylgst með þeim. Borið hefur á að eldur hafi kviknað út frá raftækjum, til dæmis símum, rafhjólum og rafhlaupahjólum. 27. október 2021 11:51 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Tilkynning um eldinn, sem kviknaði í húsnæði Tunglskins og OSS í Skútuvogi, barst rétt upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi. Töluverðan reyk lagði frá húsinu þegar slökkvilið bar að garði. Tunglskin og OSS eru með verkstæði og lager í húsinu en síðarnefnda fyrirtækið sérhæfir sig í leigu, viðgerðum og viðhaldi á rafhlaupahjólum. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Jón Viðar Matthíasson, slökkvliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkvistarf hafa gengið vel að mestu, en senda þurfti nokkra reykkafara inn í bygginguna. Húsið sé nokkuð umfangsmikið, en slökkviliði hafi tekist að einangra eldinn við það rými þar sem hann kom upp. „Lögreglan tók við vettvangi í gærkvöldi, um miðnætti. Og við höfum ekki heyrt neitt frá lögreglu varðandi rannsóknina, það er ekki komið ennþá,“ segir Jón Viðar í samtali við fréttastofu. Hvetur eigendur rafhjóla og hlaupahjóla til að sýna varkárni Jón Viðar segir að samkvæmt upplýsingum slökkviliðs hafi ekki verið hleðsla á þeim hlaupahjólum sem í húsinu voru. Hann hvetur þó eigendur rafhlaupahjóla til að huga að eldvörnum, þar sem rafhlöður á tækjunum geti skapað aukna eldhættu. „Rafhlöður almennt hitna við bruna og eftir því sem þær eru stærri því oftar eru einhverjar líkur á að þær geti verið víðsjárverðari.“ Jón Viðar segir reglugerðir ekki gera sérstaka kröfu um aðbúnað þegar kemur að rafhjólum og hlaupahjólum. Hann telur alltaf tilefni til að rýna í útköll slökkviliðs og læra af þeim. „En við vitum ekki alveg akkúrat ástæður fyrir þessu útkalli, þannig að maður bíður með spekúlasjónir þangað til við fáum niðurstöður úr rannsókn,“ segir Jón Viðar.
Rafhlaupahjól Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Rafhlaupahjólin best hlaðin á afviknum stað vegna eldhættu Veruleg hætta getur stafað af raftækjum sem eru í hleðslu inni á heimilum fólks. Eldur kom upp í íbúð á föstudag sem talinn er hafa kviknað út frá rafhlaupahjóli sem þar var í hleðslu. 20. september 2021 12:32 Vara við að tæki séu hlaðin á nóttunni Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, varar við því að raftæki séu hlaðin á nóttunni, á meðan enginn getur fylgst með þeim. Borið hefur á að eldur hafi kviknað út frá raftækjum, til dæmis símum, rafhjólum og rafhlaupahjólum. 27. október 2021 11:51 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Rafhlaupahjólin best hlaðin á afviknum stað vegna eldhættu Veruleg hætta getur stafað af raftækjum sem eru í hleðslu inni á heimilum fólks. Eldur kom upp í íbúð á föstudag sem talinn er hafa kviknað út frá rafhlaupahjóli sem þar var í hleðslu. 20. september 2021 12:32
Vara við að tæki séu hlaðin á nóttunni Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, varar við því að raftæki séu hlaðin á nóttunni, á meðan enginn getur fylgst með þeim. Borið hefur á að eldur hafi kviknað út frá raftækjum, til dæmis símum, rafhjólum og rafhlaupahjólum. 27. október 2021 11:51