Líkur á vinstrisinnuðum forseta í Kólumbíu í fyrsta sinn frá lýðveldisstofnun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. maí 2022 13:18 Gustavo Petro fagnar niðurstöðum kosninganna á sunnudag við hlið meðframbjóðanda síns, Franciu Marquez Getty Seinni umferð forsetakosninga Kólumbíu mun fara fram 19. júní næstkomandi, þar sem enginn frambjóðenda hlaut meira en helming atkvæða í fyrri umferð sem fór fram á sunnudag. Gustavo Petro, vinstrisinnaður fyrrverandi borgarstjóri höfuðborgarinnar Bogotá hlaut þar 40 prósent atkvæða og mun mæta Rodolfo Hernandez, íhaldsömum viðskiptafrömuði, í einvíginu. Vaxandi óánægja með aukinn ójöfnuð og verðbólgu hefur sett svip sinn á kosningarnar en um það bil fjórir af hverjum tíu Kólumbíumönnum býr við fátækt og faraldurinn jók enn á vandann. Aukinheldur hefur atvinnuleysi aukist og um sjötti hver íbúi er án atvinnu í stórborgum landsins en Kólumbía telur um 50 milljón íbúa. Petro, sem hafði verið talinn sigurstranglegastur í könnunum mánuðina fyrir kosningar, varð annar í forsetakosningum árið 2018. Hann hefur lofað miklum umbótum í efnahagsmálum, breytinum á skattkerfinu sem og nýjum aðferðum í endalausri baráttu landsins við eiturlyfjahringi og aðra glæpahópa. Sigri Petro kosningarnar í júni, yrði það í fyrsta sinn frá lýðveldisstofnun Kolumbíu sem að vinstrisinnaður forseti tæki við völdum þar í landi. Meðframbjóðandi Petró, Francia Marquez, er þar að auki fyrsta svarta konan sem býður sig fram til varaforseta í kosningum landsins. „Ég trúi á Kólumbíu, þann friðsæla draum, fagra land og jafna, fullt af vinnu og visku. Nú er tíminn til að láta drauma rætast.“ skrifaði Petro í stuttu ávarpi sem birt var á samfélagsmiðlum hans á kosningamorgun. Kólumbía Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Vaxandi óánægja með aukinn ójöfnuð og verðbólgu hefur sett svip sinn á kosningarnar en um það bil fjórir af hverjum tíu Kólumbíumönnum býr við fátækt og faraldurinn jók enn á vandann. Aukinheldur hefur atvinnuleysi aukist og um sjötti hver íbúi er án atvinnu í stórborgum landsins en Kólumbía telur um 50 milljón íbúa. Petro, sem hafði verið talinn sigurstranglegastur í könnunum mánuðina fyrir kosningar, varð annar í forsetakosningum árið 2018. Hann hefur lofað miklum umbótum í efnahagsmálum, breytinum á skattkerfinu sem og nýjum aðferðum í endalausri baráttu landsins við eiturlyfjahringi og aðra glæpahópa. Sigri Petro kosningarnar í júni, yrði það í fyrsta sinn frá lýðveldisstofnun Kolumbíu sem að vinstrisinnaður forseti tæki við völdum þar í landi. Meðframbjóðandi Petró, Francia Marquez, er þar að auki fyrsta svarta konan sem býður sig fram til varaforseta í kosningum landsins. „Ég trúi á Kólumbíu, þann friðsæla draum, fagra land og jafna, fullt af vinnu og visku. Nú er tíminn til að láta drauma rætast.“ skrifaði Petro í stuttu ávarpi sem birt var á samfélagsmiðlum hans á kosningamorgun.
Kólumbía Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira