„Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 31. maí 2022 08:01 Einar Þorsteinsson segir meirihlutaviðræður í borginni ganga vel en þó hafi enginn tímarammi verið settur. Stöð 2/Egill Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði um helgina að stefnt væri að því að klára viðræður um myndun nýs borgarstjórnarmeirihluta fyrir 7. júní þegar ný borgarstjórn kemur fyrst saman. „Við höfum ekki sett okkur nein tímamörk sérstök í þessu, við tökum okkur bara þann tíma sem við þurfum, þetta eru stór og mikilvæg mál sem þarf að leysa úr og fyrir mitt leiti eru engin tímamörk í þessu og ég held að Dagur sé þeirrar skoðunar líka,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, í samtali við fréttastofu. Auðvitað væri betra ef flokkarnir kæmu sér saman um málefni fyrir fyrsta fund en ef það næðist ekki mui starfsaldursforseti stýra fundum borgarstjórnar og kosið verði í ráð og nefndir með D'hondt kosningakerfinu. „Það er bara verkefnið og ekkert mál þótt það væri þannig. En við reynum náttúrulega klára innan þessa tímaramma,“ segir Einar. Hann segir gerð málefnasamnings miða vel og að oddvitar flokkanna hafi rætt skipulagsmál, húsnæðismál, samgöngumál, lýðræðismál, þjónustu við borgarbúa og stafræna vegferð borgarinnnar síðustu daga. „Það er mikilvægt að þessi hópur sem er að fara að mynda, ef næst saman, næstu fjögur ár hafi sameiginlega sýn á það hvert við stefnum og hvaða aðferðum við ætlum að beita til að ná þessum markmiðum,“ segir Einar. Breytingar sem Framsókn boðaði hafi strax haft áhrif Einar segir að þær breytingar sem flokkurinn boðaði í kosningabaráttunni væru þegar búnar að hafa áhrif. „Ég held að þau mál sem við töluðum fyrir í kosningabaráttunni, sérstaklega hvað varðar húsnæðismálin, hafi haft áhrif á kosningabaráttuna og umræðuna og ráðið atkvæðum kjósenda að mörgu leyti. Þessir flokkar sem hér eru höfðu uppi áform um húsnæðisuppbyggingu, juku lóðaframboðið rétt fyrir kosningar og skrifað var undir viljayfirlýsingu um Keldnalandið rétt fyrir kosningar. Þannig að ég held að innkoma Framsóknar inn í stjórnmálin í borginni hafi sannarlega haft áhrif strax,“ segir Einar. Reyna að bræða saman málefni allra flokka Framsókn setji húsnæðismálefnin á oddinn en miðað við nýjustu mannfjöldaspár væri ljóst að ráðast þyrfti í miklu mun meiri uppbyggingu en gert hafi verið ráð fyrir. Flokkurinn standi fyrir uppbyggingu samgönguinnviða, meðal annars með því að stigin verði stór skref í átt að Sundabraut strax í upphafi kjörtímabils. „Það hafa allir flokkar sín stefnumál og mál sem þeir setja á oddinn. Nú erum við bara að tala saman, bræða saman þessar hugmyndir og mynda góðan samning, sáttmála um næstu fjögur ár, af því það er mikilvægt að ná árangri í borginni,“ segir Einar. Einar segir ekki hægt að segja til um að svo stöddu hvort viðræður flokkanna gætu mögulega siglt í strand á vegna skiptingar embætta í borgarstjórn. „Ég hef gætt mín á því að vera ekki að setja afarkosti fyrir þessum viðræðum af því að mér finnst að málefnin eigi að ráða og svo finnum við út úr hinu,“ segir hann. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði um helgina að stefnt væri að því að klára viðræður um myndun nýs borgarstjórnarmeirihluta fyrir 7. júní þegar ný borgarstjórn kemur fyrst saman. „Við höfum ekki sett okkur nein tímamörk sérstök í þessu, við tökum okkur bara þann tíma sem við þurfum, þetta eru stór og mikilvæg mál sem þarf að leysa úr og fyrir mitt leiti eru engin tímamörk í þessu og ég held að Dagur sé þeirrar skoðunar líka,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, í samtali við fréttastofu. Auðvitað væri betra ef flokkarnir kæmu sér saman um málefni fyrir fyrsta fund en ef það næðist ekki mui starfsaldursforseti stýra fundum borgarstjórnar og kosið verði í ráð og nefndir með D'hondt kosningakerfinu. „Það er bara verkefnið og ekkert mál þótt það væri þannig. En við reynum náttúrulega klára innan þessa tímaramma,“ segir Einar. Hann segir gerð málefnasamnings miða vel og að oddvitar flokkanna hafi rætt skipulagsmál, húsnæðismál, samgöngumál, lýðræðismál, þjónustu við borgarbúa og stafræna vegferð borgarinnnar síðustu daga. „Það er mikilvægt að þessi hópur sem er að fara að mynda, ef næst saman, næstu fjögur ár hafi sameiginlega sýn á það hvert við stefnum og hvaða aðferðum við ætlum að beita til að ná þessum markmiðum,“ segir Einar. Breytingar sem Framsókn boðaði hafi strax haft áhrif Einar segir að þær breytingar sem flokkurinn boðaði í kosningabaráttunni væru þegar búnar að hafa áhrif. „Ég held að þau mál sem við töluðum fyrir í kosningabaráttunni, sérstaklega hvað varðar húsnæðismálin, hafi haft áhrif á kosningabaráttuna og umræðuna og ráðið atkvæðum kjósenda að mörgu leyti. Þessir flokkar sem hér eru höfðu uppi áform um húsnæðisuppbyggingu, juku lóðaframboðið rétt fyrir kosningar og skrifað var undir viljayfirlýsingu um Keldnalandið rétt fyrir kosningar. Þannig að ég held að innkoma Framsóknar inn í stjórnmálin í borginni hafi sannarlega haft áhrif strax,“ segir Einar. Reyna að bræða saman málefni allra flokka Framsókn setji húsnæðismálefnin á oddinn en miðað við nýjustu mannfjöldaspár væri ljóst að ráðast þyrfti í miklu mun meiri uppbyggingu en gert hafi verið ráð fyrir. Flokkurinn standi fyrir uppbyggingu samgönguinnviða, meðal annars með því að stigin verði stór skref í átt að Sundabraut strax í upphafi kjörtímabils. „Það hafa allir flokkar sín stefnumál og mál sem þeir setja á oddinn. Nú erum við bara að tala saman, bræða saman þessar hugmyndir og mynda góðan samning, sáttmála um næstu fjögur ár, af því það er mikilvægt að ná árangri í borginni,“ segir Einar. Einar segir ekki hægt að segja til um að svo stöddu hvort viðræður flokkanna gætu mögulega siglt í strand á vegna skiptingar embætta í borgarstjórn. „Ég hef gætt mín á því að vera ekki að setja afarkosti fyrir þessum viðræðum af því að mér finnst að málefnin eigi að ráða og svo finnum við út úr hinu,“ segir hann.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira