Komdu orkunni þinni í jafnvægi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. maí 2022 14:31 Sara Snædís Ólafsdóttir þjálfar konur um allan heim í gegnum vefsíðuna sína WithSara sem hún opnaði í heimsfaraldrinum. With Sara „Hugmyndafræði Ayuraveda um að borða meðvitað er sú aðferð sem allir geta fylgt til þess að bæta matarvenjur sínar, lifað heilbrigðari lífi sem styður við meltingarkerfið og orkuna,“ segir þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir. Sara Snædís skrifar reglulega pistla á Lífinu á Vísi um allt tengt hreyfingu og heilsu. Í þessum pistli gefur hún ráð varðandi það að halda orkunni í jafnvægi yfir daginn. Við gefum henni orðið. Sem næringar- og heilsuþjálfari og líkamsræktarþjálfari hef ég lært að sama mataræðið eða sami lífstíll hentar ekki öllum. Líkamar okkar eru svo ólíkir, við lifum ólíkum lífstílum og erum með ólíkar þarfir og því er ómögulegt að setja alla undir sama hatt, Að því sögðu er hins vegar margt sem við getum öll sömul gert til að stuðla að bættri heilsu, betri meltingu og meiri orku, burt séð frá því hvernig mataræðinu okkar er háttað. Það eru til fjölbreyttar og ólíkar aðferðir sem stuðla að heilsubætandi líferni, ein af þeim er Ayurveda fræði, sem mér þykir oft gott að líta til. View this post on Instagram A post shared by Withsara (@withsaraofficial) Ayurveda Ayurveda er 5000 ára gamalt heildrænt indverskt lækningakerfi og þýðir lífsþekking og byggir meðal annars á að einstaklingar eru mismunandi og það sé enginn einn lífstíll eða mataræði sem henti öllum. Hver og einn þarf að fylgja því mataræði sem hentar honum sem best til þess að líða vel. Ayurveda snýst um að koma orkunni þinni í jafnvægi og hún heldur því fram að þegar orkan okkar er í jafnvægi hefur það heilsubætandi áhrif á okkur. En þegar hún er ójafnvægi þá getur það haft neikvæð áhrif á heilsuna okkar. Það eru margar ólíkar aðferðir í Ayurveda til þess að koma jafnvægi á orkuna í líkamanum og ein af þeim er að borða meðvitað (e.mindful eating). Hugmyndafræði Ayuraveda um að borða meðvitað er sú aðferð sem allir geta fylgt til þess að bæta matarvenjur sínar, lifað heilbrigðari lífi sem styður við meltingarkerfið og orkuna. View this post on Instagram A post shared by Withsara (@withsaraofficial) Hér að neðan eru nokkur góð ráð sem hægt er að hafa í huga svo að matmálstímar verða þýðingarmeiri og áhrifaríkari fyrir orkustig líkamans: Meðvituð eldamennska Hvaða orku og ásetning sendir þú í matinn þegar þú ert að elda? Það þarf ekki að taka auka tíma eða flækja eldurnarferlið. Einfaldlega bara að vera meðvituð um að setja ást og umhyggju í matinn sem þú eldar.Meðvitað át (e.mindful eating) Taktu þér tíma í að borða og reyndu að borða án truflana. Truflanir geta verið sjónvarp, sími eða vinna. Hugsaðu inn á við þegar þú borðar og finndu hvernig þér líður áður en þú borðar, þegar þú borðar og þegar þú ert búin.Tyggðu matinn þinn vel Að tyggja matinn almennilega hjálpar við að auðvelda meltingarferlið. Að tyggja er fyrsta skrefið í meltingarferlinu og mikilvægt því það styður við restina af ferlinu í maganum.Drekktu vatn við stofuhita á matmálstímum Það er mikilvægt að drekka vel af vatni yfir daginn en á matmálstímum þá drekkum við minna af vatni til þess að trufla ekki meltingarferlið. View this post on Instagram A post shared by Withsara (@withsaraofficial) Hættu að borða áður en þú verður of södd Ágætis þumalputtaregla er að borða þar til að þú verður 80% södd. Það tekur smá tíma fyrir magann að senda skilaboð til heilans um að þú sért orðin södd. Ef þú borðar í umhverfi þar sem eru miklar truflanir eins og nefnt var hér að ofan þá gætir þú átt í hættu að borða meira en þú hefur þörf á. Ef þú temur þér að borða meðvitað í rólegu umhverfi þá getur þú auðveldlega komið í veg fyrir að borða of mikið.Passaðu þig að borða ekki rétt fyrir svefn Þegar við sofum þá passar seftaugakerfið (e. parasympathetic nervous system) að við náum þeirri hvíld sem við þurfum. Ef við erum að melta matinn líka yfir nóttina þá getur það truflað vinnu seftauga kerfisins og það getur bitnað á gæði svefnsins.Njóttu þess að borða Líttu á matartímana sem þinn tíma til að bæta heilsuna þína, næra líkamann með hollum og næringarríkum mat til þess að gefa þér orku til að takast á við verkefni dagsins og til að stuðla að heilsusamlegum lífsstíl til framtíðar.Staldraðu við og nærðu líkamannÉg vona að þessir punktar hér að ofan verði þér til hvatningar til þess að einblína betur á hvernig þínum matarvenjum er háttað. Þegar við setjum meiri ást og hugsun í matinn sem við veljum okkur og verðum meira meðvituð um matarvalið okkar þá stuðlar það að aukinni orku í líkamanum. Reynum að forðast að borða stöðugt á ferðinni, drífa sig að borða og gefa matartímanum ekki þann tíma sem hann á skilið,þó svo að það geti verið freistandi þegar við erum í kappi við tímann. Settu þína heilsu alltaf í fyrsta sætið. Það er okkar mikilvægasta auðlind og við ættum alltaf að sinna henni eins vel og kostur er á. Matur Heilsa Tengdar fréttir Lykilatriði að velja hreyfingu sem vekur ánægju Sara Snædís Ólafsdóttir þjálfari er með margar mæður og barnshafandi konur í fjarþjálfun hjá sér. Hún skrifaði nýjan pistil um hreyfingu á meðgöngu og eftir fæðingu með góðum ráðum en hún er sjálf tveggja barna móðir. Við gefum henni orðið. 22. mars 2022 12:31 Svona nærð þú heilsumarkmiðum þínum fyrir árið 2022 „Að æfa meira og komast í betra form“ er vinsælasta áramótaheitið. En rannsóknir sýna að í átta af hverjum tíu skiptum ert þú líklegri til að falla í gamlar venjur í stað þess að fylgja eftir áramótaheitinu um betra form. 5. janúar 2022 16:00 Svona nærðu auknum árangri á æfingu Við erum flest með þétta dagskrá og fyrir marga skiptir það því miklu máli að vera skilvirkur og fá sem mest út úr hverjum klukkutíma af deginum. Sama á við um hreyfingu, við viljum flest fá sem mest út úr hverri æfingu. Þessi tími er dýrmætur og við viljum ekki sóa honum. 25. nóvember 2021 09:31 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Sara Snædís skrifar reglulega pistla á Lífinu á Vísi um allt tengt hreyfingu og heilsu. Í þessum pistli gefur hún ráð varðandi það að halda orkunni í jafnvægi yfir daginn. Við gefum henni orðið. Sem næringar- og heilsuþjálfari og líkamsræktarþjálfari hef ég lært að sama mataræðið eða sami lífstíll hentar ekki öllum. Líkamar okkar eru svo ólíkir, við lifum ólíkum lífstílum og erum með ólíkar þarfir og því er ómögulegt að setja alla undir sama hatt, Að því sögðu er hins vegar margt sem við getum öll sömul gert til að stuðla að bættri heilsu, betri meltingu og meiri orku, burt séð frá því hvernig mataræðinu okkar er háttað. Það eru til fjölbreyttar og ólíkar aðferðir sem stuðla að heilsubætandi líferni, ein af þeim er Ayurveda fræði, sem mér þykir oft gott að líta til. View this post on Instagram A post shared by Withsara (@withsaraofficial) Ayurveda Ayurveda er 5000 ára gamalt heildrænt indverskt lækningakerfi og þýðir lífsþekking og byggir meðal annars á að einstaklingar eru mismunandi og það sé enginn einn lífstíll eða mataræði sem henti öllum. Hver og einn þarf að fylgja því mataræði sem hentar honum sem best til þess að líða vel. Ayurveda snýst um að koma orkunni þinni í jafnvægi og hún heldur því fram að þegar orkan okkar er í jafnvægi hefur það heilsubætandi áhrif á okkur. En þegar hún er ójafnvægi þá getur það haft neikvæð áhrif á heilsuna okkar. Það eru margar ólíkar aðferðir í Ayurveda til þess að koma jafnvægi á orkuna í líkamanum og ein af þeim er að borða meðvitað (e.mindful eating). Hugmyndafræði Ayuraveda um að borða meðvitað er sú aðferð sem allir geta fylgt til þess að bæta matarvenjur sínar, lifað heilbrigðari lífi sem styður við meltingarkerfið og orkuna. View this post on Instagram A post shared by Withsara (@withsaraofficial) Hér að neðan eru nokkur góð ráð sem hægt er að hafa í huga svo að matmálstímar verða þýðingarmeiri og áhrifaríkari fyrir orkustig líkamans: Meðvituð eldamennska Hvaða orku og ásetning sendir þú í matinn þegar þú ert að elda? Það þarf ekki að taka auka tíma eða flækja eldurnarferlið. Einfaldlega bara að vera meðvituð um að setja ást og umhyggju í matinn sem þú eldar.Meðvitað át (e.mindful eating) Taktu þér tíma í að borða og reyndu að borða án truflana. Truflanir geta verið sjónvarp, sími eða vinna. Hugsaðu inn á við þegar þú borðar og finndu hvernig þér líður áður en þú borðar, þegar þú borðar og þegar þú ert búin.Tyggðu matinn þinn vel Að tyggja matinn almennilega hjálpar við að auðvelda meltingarferlið. Að tyggja er fyrsta skrefið í meltingarferlinu og mikilvægt því það styður við restina af ferlinu í maganum.Drekktu vatn við stofuhita á matmálstímum Það er mikilvægt að drekka vel af vatni yfir daginn en á matmálstímum þá drekkum við minna af vatni til þess að trufla ekki meltingarferlið. View this post on Instagram A post shared by Withsara (@withsaraofficial) Hættu að borða áður en þú verður of södd Ágætis þumalputtaregla er að borða þar til að þú verður 80% södd. Það tekur smá tíma fyrir magann að senda skilaboð til heilans um að þú sért orðin södd. Ef þú borðar í umhverfi þar sem eru miklar truflanir eins og nefnt var hér að ofan þá gætir þú átt í hættu að borða meira en þú hefur þörf á. Ef þú temur þér að borða meðvitað í rólegu umhverfi þá getur þú auðveldlega komið í veg fyrir að borða of mikið.Passaðu þig að borða ekki rétt fyrir svefn Þegar við sofum þá passar seftaugakerfið (e. parasympathetic nervous system) að við náum þeirri hvíld sem við þurfum. Ef við erum að melta matinn líka yfir nóttina þá getur það truflað vinnu seftauga kerfisins og það getur bitnað á gæði svefnsins.Njóttu þess að borða Líttu á matartímana sem þinn tíma til að bæta heilsuna þína, næra líkamann með hollum og næringarríkum mat til þess að gefa þér orku til að takast á við verkefni dagsins og til að stuðla að heilsusamlegum lífsstíl til framtíðar.Staldraðu við og nærðu líkamannÉg vona að þessir punktar hér að ofan verði þér til hvatningar til þess að einblína betur á hvernig þínum matarvenjum er háttað. Þegar við setjum meiri ást og hugsun í matinn sem við veljum okkur og verðum meira meðvituð um matarvalið okkar þá stuðlar það að aukinni orku í líkamanum. Reynum að forðast að borða stöðugt á ferðinni, drífa sig að borða og gefa matartímanum ekki þann tíma sem hann á skilið,þó svo að það geti verið freistandi þegar við erum í kappi við tímann. Settu þína heilsu alltaf í fyrsta sætið. Það er okkar mikilvægasta auðlind og við ættum alltaf að sinna henni eins vel og kostur er á.
Matur Heilsa Tengdar fréttir Lykilatriði að velja hreyfingu sem vekur ánægju Sara Snædís Ólafsdóttir þjálfari er með margar mæður og barnshafandi konur í fjarþjálfun hjá sér. Hún skrifaði nýjan pistil um hreyfingu á meðgöngu og eftir fæðingu með góðum ráðum en hún er sjálf tveggja barna móðir. Við gefum henni orðið. 22. mars 2022 12:31 Svona nærð þú heilsumarkmiðum þínum fyrir árið 2022 „Að æfa meira og komast í betra form“ er vinsælasta áramótaheitið. En rannsóknir sýna að í átta af hverjum tíu skiptum ert þú líklegri til að falla í gamlar venjur í stað þess að fylgja eftir áramótaheitinu um betra form. 5. janúar 2022 16:00 Svona nærðu auknum árangri á æfingu Við erum flest með þétta dagskrá og fyrir marga skiptir það því miklu máli að vera skilvirkur og fá sem mest út úr hverjum klukkutíma af deginum. Sama á við um hreyfingu, við viljum flest fá sem mest út úr hverri æfingu. Þessi tími er dýrmætur og við viljum ekki sóa honum. 25. nóvember 2021 09:31 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Lykilatriði að velja hreyfingu sem vekur ánægju Sara Snædís Ólafsdóttir þjálfari er með margar mæður og barnshafandi konur í fjarþjálfun hjá sér. Hún skrifaði nýjan pistil um hreyfingu á meðgöngu og eftir fæðingu með góðum ráðum en hún er sjálf tveggja barna móðir. Við gefum henni orðið. 22. mars 2022 12:31
Svona nærð þú heilsumarkmiðum þínum fyrir árið 2022 „Að æfa meira og komast í betra form“ er vinsælasta áramótaheitið. En rannsóknir sýna að í átta af hverjum tíu skiptum ert þú líklegri til að falla í gamlar venjur í stað þess að fylgja eftir áramótaheitinu um betra form. 5. janúar 2022 16:00
Svona nærðu auknum árangri á æfingu Við erum flest með þétta dagskrá og fyrir marga skiptir það því miklu máli að vera skilvirkur og fá sem mest út úr hverjum klukkutíma af deginum. Sama á við um hreyfingu, við viljum flest fá sem mest út úr hverri æfingu. Þessi tími er dýrmætur og við viljum ekki sóa honum. 25. nóvember 2021 09:31