Tveggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2022 15:27 Burðardýr sem Ingþór fékk til að flytja kókaínið til landsins var handtekið á Keflavíkurflugvelli 19. ágúst 2017. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem hlaut tveggja ára fangelsisdóm fyrir stórfellt fíkniefnabrot þarf að afplána dóminn eftir að Landsréttur taldi ekki rétt hjá héraðsdómi að skilorðsbinda refsinguna. Þá var sýknu hans af ákæru um peningaþvætti snúið við. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Ingþór Halldórsson í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að flytja inn rúm tvö kíló af kókaíni til sölu í dreifingar í ágóðaskyni í mars í fyrra. Hann var hins vegar sýknaður að hluta af því að hafa þvættað á áttundu milljóna króna af ágóðanum. Annar maður, sem Ingþór fékk til að flytja efnin til landsins, var einnig ákærður í málinu og hlaut tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði. Hann var einnig dæmdur til að vera sviptur ökuréttindum í tvö ár frá birtingu dómsins. Saksóknari vildi ekki una niðustöðunni og skaut henni til Landsréttar. Vegna alvarleika brotanna taldi rétturinn ekki koma til álita að skilorðsbinda refsinguna en staðfesti að öðru leyti tveggja ára fangelsisdóminn. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem Ingþór sætti frá 21. ágúst til 9. október árið 2017. Landsréttur féllst á með saksóknara að greining á fjármálum Ingþórs hafi ekki leitt neitt í ljós sem gæti skýrt þá háu fjárhæð sem hann virðist hafa haft til ráðstöfunar. Ingþór hafi engar haldbærar skýringar gefið á henni. Saksóknari benti á að Ingþór hefði að eigin sögn verið í mikilli fíkniefnaneyslu þegar brotin voru framin. Hann hafi ekki haft neinar launatekjur. Öll skjalleg sönunargögn málsins hafi því hnigið að því að útilokað væri að ávinningurinn væri af lögmætum toga. Framburður Ingþórs um að um væri að ræða lán væri ótrúverðugur. Ingþór var því sakfelldur fyrir peningaþvætti á allri upphæðinni sem saksóknari lagði fram í ákæru, tæplega sjö og hálfri milljón króna. Ingþór hefur hlotið níu refsidóma fyrir umferðar- og fíniefnalagabrot, skjalafals, þjófnað, nytjastuld, rán, fjársvik og brot á lyfjalögum frá árinu 2002. Hann neitaði sök í málinu sem hann hlaut dóm í nú. Bar hann því við að hann hefði ekki verið aðalmaður heldur hafi menn sett sig í samband við hann um að útvega burðardýri, Það hafi hann gert gegn því fá smá neysluskammt í staðinn. Vildi hann ekki upplýsa hverjir þeir menn væru af ótta við hefndaraðgerðir. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Ingþór Halldórsson í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að flytja inn rúm tvö kíló af kókaíni til sölu í dreifingar í ágóðaskyni í mars í fyrra. Hann var hins vegar sýknaður að hluta af því að hafa þvættað á áttundu milljóna króna af ágóðanum. Annar maður, sem Ingþór fékk til að flytja efnin til landsins, var einnig ákærður í málinu og hlaut tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði. Hann var einnig dæmdur til að vera sviptur ökuréttindum í tvö ár frá birtingu dómsins. Saksóknari vildi ekki una niðustöðunni og skaut henni til Landsréttar. Vegna alvarleika brotanna taldi rétturinn ekki koma til álita að skilorðsbinda refsinguna en staðfesti að öðru leyti tveggja ára fangelsisdóminn. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem Ingþór sætti frá 21. ágúst til 9. október árið 2017. Landsréttur féllst á með saksóknara að greining á fjármálum Ingþórs hafi ekki leitt neitt í ljós sem gæti skýrt þá háu fjárhæð sem hann virðist hafa haft til ráðstöfunar. Ingþór hafi engar haldbærar skýringar gefið á henni. Saksóknari benti á að Ingþór hefði að eigin sögn verið í mikilli fíkniefnaneyslu þegar brotin voru framin. Hann hafi ekki haft neinar launatekjur. Öll skjalleg sönunargögn málsins hafi því hnigið að því að útilokað væri að ávinningurinn væri af lögmætum toga. Framburður Ingþórs um að um væri að ræða lán væri ótrúverðugur. Ingþór var því sakfelldur fyrir peningaþvætti á allri upphæðinni sem saksóknari lagði fram í ákæru, tæplega sjö og hálfri milljón króna. Ingþór hefur hlotið níu refsidóma fyrir umferðar- og fíniefnalagabrot, skjalafals, þjófnað, nytjastuld, rán, fjársvik og brot á lyfjalögum frá árinu 2002. Hann neitaði sök í málinu sem hann hlaut dóm í nú. Bar hann því við að hann hefði ekki verið aðalmaður heldur hafi menn sett sig í samband við hann um að útvega burðardýri, Það hafi hann gert gegn því fá smá neysluskammt í staðinn. Vildi hann ekki upplýsa hverjir þeir menn væru af ótta við hefndaraðgerðir.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira