Borginni var lokað í ákveðnum skrefum en 25 milljónir búa í Sjanghæ. Markmiðið var að slá á útbreiðslu ómíkronafbrigðis veirunnar.
Reglum hefur síðan verið aflétt að hluta en í dag urðu tímamót þegar fólki á lágáhættusvæðum var leyft að ferðast frjálst um borgina í neðanjarðarlestum og verksmiðjur og verslanir opnuðu á nýjan leik sem margar hafa verið lokaðar í langan tíma.