Salah opinn fyrir því að færa sig um set innan Englands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2022 12:30 Salah hefur áður búið í Lundúnum. Mögulega vill hann snúa aftur þangað eða ef til vill dauðlangar honum að búa í Manchester. Alex Livesey/Getty Images Mohamed Salah, framherji Liverpool, segist opinn fyrir því að færa sig um set innan Englands ef hann fær ekki þeim mun betra samningstilboð frá Liverpool. Samningur Salah við Liverpool gildir til 30. júní á næsta ári. Hann hefur staðfest að hann verði áfram í Bítlaborginni til 2023 hið minnsta en framherjinn hefur gefið út að hann vill nýjan og endurbættan samning. Hvort Liverpool sé að draga á langinn með að semja þar sem Salah verður orðinn 31 árs þegar núverandi samningur hans rennur út er óljóst en félagið hefur ekki viljað samþykkja launakröfur Egyptans til þessa. Salah telur sig eiga skilið nýjan samning þar sem hann hefur verið hreint út sagt magnaður síðan hann gekk í raðir félagsins. Hann var frábær á nýafstöðu tímabili er Liverpool vann bæði FA- og deildarbikarinn. Liðið var hársbreidd frá því að skáka Manchester City í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn og tapaði svo naumlega fyrir Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Alls skoraði Salah 31 mark og lagði upp 16 til viðbótar í 51 leik á leiktíðinni. Salah hefur áður verið orðaður við stórlið á borð við París Saint-Germain og Evrópumeistara Real Madríd er samningur hans við Liverpool rennur út en nú hefur leikmaðurinn gefið til kynna að hann gæti fært sig um set innan Englands. Mo Salah is open to joining another Premier League side on a free transfer in 2023 if he doesn t receive a 'significantly improved' offer from Liverpool, reports @JamesPearceLFC pic.twitter.com/9NMuFe0owC— B/R Football (@brfootball) June 1, 2022 Frá þessu greinir James Pearce, blaðamaður The Athletic, en sá er einstaklega vel tengdur öllum málefnum sem koma að Liverpool. Það er ljóst að ekki eru mörg lið sem gætu boðið Salah betri samning en Liverpool. Englandsmeistarar Manchester City og nágrannar þeirra í Manchester United gætu það. Þá gæti Salah snúið aftur til Chelsea en það á þó eftir að koma í ljós hversu mikinn pening nýir eigendur félagsins setja í félagið. Hvort Salah sé að reyna þrýsta nýjum samning í gegn eða hafi í raun áhuga á að flytja til Manchester eða Lundúna verður ósagt látið en það yrðu án efa ein stærstu félagaskipti innan Englands á þessari öld. Enski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Samningur Salah við Liverpool gildir til 30. júní á næsta ári. Hann hefur staðfest að hann verði áfram í Bítlaborginni til 2023 hið minnsta en framherjinn hefur gefið út að hann vill nýjan og endurbættan samning. Hvort Liverpool sé að draga á langinn með að semja þar sem Salah verður orðinn 31 árs þegar núverandi samningur hans rennur út er óljóst en félagið hefur ekki viljað samþykkja launakröfur Egyptans til þessa. Salah telur sig eiga skilið nýjan samning þar sem hann hefur verið hreint út sagt magnaður síðan hann gekk í raðir félagsins. Hann var frábær á nýafstöðu tímabili er Liverpool vann bæði FA- og deildarbikarinn. Liðið var hársbreidd frá því að skáka Manchester City í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn og tapaði svo naumlega fyrir Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Alls skoraði Salah 31 mark og lagði upp 16 til viðbótar í 51 leik á leiktíðinni. Salah hefur áður verið orðaður við stórlið á borð við París Saint-Germain og Evrópumeistara Real Madríd er samningur hans við Liverpool rennur út en nú hefur leikmaðurinn gefið til kynna að hann gæti fært sig um set innan Englands. Mo Salah is open to joining another Premier League side on a free transfer in 2023 if he doesn t receive a 'significantly improved' offer from Liverpool, reports @JamesPearceLFC pic.twitter.com/9NMuFe0owC— B/R Football (@brfootball) June 1, 2022 Frá þessu greinir James Pearce, blaðamaður The Athletic, en sá er einstaklega vel tengdur öllum málefnum sem koma að Liverpool. Það er ljóst að ekki eru mörg lið sem gætu boðið Salah betri samning en Liverpool. Englandsmeistarar Manchester City og nágrannar þeirra í Manchester United gætu það. Þá gæti Salah snúið aftur til Chelsea en það á þó eftir að koma í ljós hversu mikinn pening nýir eigendur félagsins setja í félagið. Hvort Salah sé að reyna þrýsta nýjum samning í gegn eða hafi í raun áhuga á að flytja til Manchester eða Lundúna verður ósagt látið en það yrðu án efa ein stærstu félagaskipti innan Englands á þessari öld.
Enski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira