Segir sprengjuhótunina hafa verið yfir strikið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2022 15:30 Harry Maguire átti erfitt uppdráttar á nýafstöðnu tímabili. AP Photo/Jon Super Harry Maguire, varnarmaður Manchester United og enska landsliðsins, segir að hann geti vel tekið gagnrýni á eigin frammistöðu en að það hafi verið farið yfir strikið þegar sprengjuhótun barst á heimili hans fyrr á þessu ári. Í apríl þurfti lögreglan að grandskoða heimili Maguire, þar sem hann býr með unnustu sinni og tveimur ungum börnum, eftir að sprengjuhótun barst. „Ég get höndlað það að fólk sé að gagnrýna mig og segja að ég þurfi að bæta leik minn. Það er hins vegar lína þar sem þetta verður persónulegt. Við erum mannleg og ég á fjölskyldu,“ sagði Maguire í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC. „Gagnrýnin hefur ekki mikil áhrif á mig en sprengjuhótun, hún snýr að fjölskyldunni minni. Ég er bara glaður að börnin mín eru á þeim aldri að þau geta ekki lesið neitt um þetta eða séð þetta í fréttunum.“ „Það væri aðeins erfiðara ef þau gætu lesið um hvað gekk á og heyrt talað um það í skólanum eða út á götu.“ Maguire viðurkenndi að tímabilið hefði ekki verið gott og fór ekkert í grafgötur með það. Hann segir að hann sjálfur sé enn sinn helsti gagnrýndi „þó það séu margir gagnrýnendur þarna úti.“ Harry Maguire says he can accept criticism of his performances but a line was crossed when he received a bomb threat earlier this year.Read more #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) June 1, 2022 „Ég reyni að bæta mig á hverjum degi. Ef þú ætlar að vera við toppinn á 10-15 ára ferli þá munu koma hæðir og lægðir,“ sagði Maguire að endingu. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hins 29 ára gamla miðvarðar. Talið er að Maguire henti illa leikstíl Erik ten Hag, nýs þjálfara Man Utd, og þá er talið að miðvörðurinn gæti misst fyrirliðabandið er liðið hefur undirbúning fyrir næsta tímabil. Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Í apríl þurfti lögreglan að grandskoða heimili Maguire, þar sem hann býr með unnustu sinni og tveimur ungum börnum, eftir að sprengjuhótun barst. „Ég get höndlað það að fólk sé að gagnrýna mig og segja að ég þurfi að bæta leik minn. Það er hins vegar lína þar sem þetta verður persónulegt. Við erum mannleg og ég á fjölskyldu,“ sagði Maguire í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC. „Gagnrýnin hefur ekki mikil áhrif á mig en sprengjuhótun, hún snýr að fjölskyldunni minni. Ég er bara glaður að börnin mín eru á þeim aldri að þau geta ekki lesið neitt um þetta eða séð þetta í fréttunum.“ „Það væri aðeins erfiðara ef þau gætu lesið um hvað gekk á og heyrt talað um það í skólanum eða út á götu.“ Maguire viðurkenndi að tímabilið hefði ekki verið gott og fór ekkert í grafgötur með það. Hann segir að hann sjálfur sé enn sinn helsti gagnrýndi „þó það séu margir gagnrýnendur þarna úti.“ Harry Maguire says he can accept criticism of his performances but a line was crossed when he received a bomb threat earlier this year.Read more #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) June 1, 2022 „Ég reyni að bæta mig á hverjum degi. Ef þú ætlar að vera við toppinn á 10-15 ára ferli þá munu koma hæðir og lægðir,“ sagði Maguire að endingu. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hins 29 ára gamla miðvarðar. Talið er að Maguire henti illa leikstíl Erik ten Hag, nýs þjálfara Man Utd, og þá er talið að miðvörðurinn gæti misst fyrirliðabandið er liðið hefur undirbúning fyrir næsta tímabil.
Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira