Bjóða upp sérhönnuð sundferðalög Árni Sæberg skrifar 1. júní 2022 13:58 Útsýnið úr Laugarhólslaug er ekki af verri endanum, Laugarhólslaug er ein lauganna á Vestfjarðaleiðinni. Aðsend/Móna Lea Hönnunarsafn Íslands bíður upp á ferðagjöf þetta árið en hún er í formi þriggja sérhannaðra sundferða sem tengjast sýningunni Sund sem stendur ný yfir í safninu. Í Hönnunarsafni Íslands stendur nú yfir yfirlitssýning um sundmenningu á Íslandi. Á vef safnsins segir að mikilvægustu almannagæðin á Íslandi séu fólgin í heita vatninu. Athyglisverðustu almannarýmin séu sundlaugarnar. Laugarnar séu vettvangur þar sem ókunnugir hittast og verða jafnvel málkunnugir, staðir þar sem samfélagið birtist sjálfu sér — á sundfötum. Nú hafa þrír háskólanema fengið styrk úr nýsköpunarsjóði námsmanna til að gera verkefnið Sundferðir í tengslum við sýninguna. Um er að ræða þrjár sérhannaðar sundferðir sem almenningur getur nálgast á vefsíðunni sundferðir.com og valið sundferðalag um Vestfirði, Vesturland eða Suðurland. Á síðunni er vegakort sem sýnir í hvaða röð er mælt með að fara í laugarnar. Þar má einnig finna ýmsan fróðleik svo sem upprunalegan tilgang lauganna og séreinkenni ásamt fallegu myndefni sem lýsir stemningunni á hverjum stað. Vefsíðan er blanda fróðleiks og skemmtunar og ætti að kveikja áhuga á ferðafyrirkomulagi sem er rakið að stunda á Íslandi. Á kortinu hér að neðan má sjá sundferðalagið um Vestfirði en ljóst er að ferðalagið gæti tekið drjúgan tíma ef ferðalangar fara í allar laugarnar og njóta þeirra til hins ýtrasta. Sigríður Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafnsins var leiðbeinandi í verkefninu en að því komu háskólanemarnir Katrín Snorradóttir nemandi í MA í Þjóðfræði , Móna Lea Óttarsdóttir nemandi í vöruhönnun og Ragnheiður Stefánsdóttir nemandi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Nemendurnir fóru sjálfar í allar laugarnar, hittu gesti og umsjónarmenn lauganna og fræddust um hvern stað fyrir sig. Sund Menning Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Sundlaugar Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Sjá meira
Í Hönnunarsafni Íslands stendur nú yfir yfirlitssýning um sundmenningu á Íslandi. Á vef safnsins segir að mikilvægustu almannagæðin á Íslandi séu fólgin í heita vatninu. Athyglisverðustu almannarýmin séu sundlaugarnar. Laugarnar séu vettvangur þar sem ókunnugir hittast og verða jafnvel málkunnugir, staðir þar sem samfélagið birtist sjálfu sér — á sundfötum. Nú hafa þrír háskólanema fengið styrk úr nýsköpunarsjóði námsmanna til að gera verkefnið Sundferðir í tengslum við sýninguna. Um er að ræða þrjár sérhannaðar sundferðir sem almenningur getur nálgast á vefsíðunni sundferðir.com og valið sundferðalag um Vestfirði, Vesturland eða Suðurland. Á síðunni er vegakort sem sýnir í hvaða röð er mælt með að fara í laugarnar. Þar má einnig finna ýmsan fróðleik svo sem upprunalegan tilgang lauganna og séreinkenni ásamt fallegu myndefni sem lýsir stemningunni á hverjum stað. Vefsíðan er blanda fróðleiks og skemmtunar og ætti að kveikja áhuga á ferðafyrirkomulagi sem er rakið að stunda á Íslandi. Á kortinu hér að neðan má sjá sundferðalagið um Vestfirði en ljóst er að ferðalagið gæti tekið drjúgan tíma ef ferðalangar fara í allar laugarnar og njóta þeirra til hins ýtrasta. Sigríður Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafnsins var leiðbeinandi í verkefninu en að því komu háskólanemarnir Katrín Snorradóttir nemandi í MA í Þjóðfræði , Móna Lea Óttarsdóttir nemandi í vöruhönnun og Ragnheiður Stefánsdóttir nemandi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Nemendurnir fóru sjálfar í allar laugarnar, hittu gesti og umsjónarmenn lauganna og fræddust um hvern stað fyrir sig.
Sund Menning Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Sundlaugar Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Sjá meira