Viðskiptahalli ekki verið meiri frá hruni Árni Sæberg skrifar 1. júní 2022 16:01 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Viðskiptahalli á fyrsta ársfjórðungi ársins mældist hærri en hann hefur mælst frá fjármálakreppunni árið 2008. Aldrei þessu vant var halli á öllum helstu undirliðum viðskiptajafnaðarins en greiningardeild Íslandsbanka hefur ekki hringt viðvörunarbjöllum enda reiknar hún með því að þjóðarbúið rétti úr kútnum innan skamms. Í morgun gaf seðlabankinn út svarta skýrslu um viðskiptajöfnuð á fyrsta ársfjórðungi ársins. Samkvæmt henni var viðskiptahalli ríflega fimmtíu milljarðar króna en það er um 27 milljarða króna verri niðurstaða en á sama ársfjórðungi í fyrra. Í pistli Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, á vef bankans segir að viðskiptahalli hafi ekki mælst meiri frá því að efnahagshrun varð landinu árið 2008, séu slitabú föllnu bankanna undanskilin. Þá segir hann að langt sé síðan halli hefur verið á viðskiptum í öllum helstu undirliðum viðskiptajafnaðarins. Í samtali við Vísi segir Jón Bjarki að þetta þýði einfaldlega að íslendingar hafi greitt umtalsvert hærri fjárhæðir til útlanda en streymdu inn í landið. Kemur á óvart en veldur ekki teljandi áhyggjum Í pistli Jóns Bjarka segir að svo mikill viðskiptahalli hafi komið greiningardeild Íslandsbanka nokkuð á óvart en greint var frá því á dögunum að útflutningsverðmæti landsins á fyrsta ársfjórðungi hefðu aukist mikið miðað við sama ársfjóðung í fyrra. Mest aukning varð í útflutningsverðmætum allra stoðanna þriggja; ferðaþjónustu, sjávarútvegi og stóriðju. Til að mynda jukust útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar um 560 prósent. Jón Bjarki segir að niðurstöður dagsins bendi einfaldlega til þess að innlend neysla hafi verið enn meiri en útflutningur. „Við vorum bara að kaupa meiri þjónustu en við seldum. Ekki síst vegna vaxandi ferðagleði landans á fyrsta fjórðungi, sem var ansi myndarleg,“ segir hann. Þá segir hann að hækkandi verð á innflutningi ýti undir aukinn viðskiptahalla en verð hefur hækkað í allri aðfangakeðjunni, en þar má kenna innrás Rússa í Úkraínu og heimsfaraldri Covid-19 um. Þegar álverð hækkar eykst viðskiptahalli Jón Bjarki segir að mikill halli svokallaðs frumþáttatekjujafnaðar hafi mikið að segja um það hversu mikill viðskiptahallinn var á ársfjórðungnum. Frumþáttatekjujöfnuður endurspeglar launagreiðslur og fjármagnstekjur eða -gjöld á milli landa. Í skýrslu Seðlabankans segir að skýringin á miklum halla nú sé fyrst og fremst bætt afkoma fyrirtækja í erlendri eigu en arðgreiðslur og endurfjárfestur hagnaður til erlendra eigenda íslenskra fyrirtækja kemur fram á gjaldahlið í jöfnuði frumþáttatekna, að því er segir í pistli Jóns Bjarka. „Rekstur álveranna og kísilversins fyrir norðan er farinn að ganga miklu betur vegna verðhækkana. Og þó að það sé auðvitað gott fyrir útflutningstekjur af afurðunum sjálfum þýðir það líka að hagnaðurinn fer úr landi af því að þessi fyrirtæki eru öll í erlendri eigu. Þannig að þarna er orðinn viðsnúningur í bókhaldinu, svo skrýtið sem það nú er,“ segir Jón Bjarki. Missa ekki svefn yfir hallanum Jón Bjarki segir að greiningadeild Íslandsbanka hafi ekki hringt öllum viðvörunarbjöllum þar sem hún telji að þjóðarbúið muni rétta úr kútnum fyrir lok árs. Með öðrum orðum er búist við því að útflutningur muni taka fram úr innflutningi á næstunni, en Jón Bjarki segir mikinn vöxt vera á báðum hliðum en örlítið hraðari útflutningsmegin. „Þetta er fyrst og fremst merki um mikinn gang í hagkerfinu fremur en eitthvað ójafnvægi,“ segir hann. Hann segir að ef viðskiptahalli héldi áfram til lengri tíma væri það áhyggjuefni en að litlar líkur séu á því. „Við eigum sem betur fer nokkuð digran varasjóð svo það þyrfti allmarga fjórðunga til að vinda ofan af því en á endanum færi það að taka í hreina erlenda stöðu, nettóeign okkar erlendis, og fyrr eða síðar kæmi það niður á gengi krónunnar,“ segir Jón Bjarki. Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 6,1 prósent Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Í morgun gaf seðlabankinn út svarta skýrslu um viðskiptajöfnuð á fyrsta ársfjórðungi ársins. Samkvæmt henni var viðskiptahalli ríflega fimmtíu milljarðar króna en það er um 27 milljarða króna verri niðurstaða en á sama ársfjórðungi í fyrra. Í pistli Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, á vef bankans segir að viðskiptahalli hafi ekki mælst meiri frá því að efnahagshrun varð landinu árið 2008, séu slitabú föllnu bankanna undanskilin. Þá segir hann að langt sé síðan halli hefur verið á viðskiptum í öllum helstu undirliðum viðskiptajafnaðarins. Í samtali við Vísi segir Jón Bjarki að þetta þýði einfaldlega að íslendingar hafi greitt umtalsvert hærri fjárhæðir til útlanda en streymdu inn í landið. Kemur á óvart en veldur ekki teljandi áhyggjum Í pistli Jóns Bjarka segir að svo mikill viðskiptahalli hafi komið greiningardeild Íslandsbanka nokkuð á óvart en greint var frá því á dögunum að útflutningsverðmæti landsins á fyrsta ársfjórðungi hefðu aukist mikið miðað við sama ársfjóðung í fyrra. Mest aukning varð í útflutningsverðmætum allra stoðanna þriggja; ferðaþjónustu, sjávarútvegi og stóriðju. Til að mynda jukust útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar um 560 prósent. Jón Bjarki segir að niðurstöður dagsins bendi einfaldlega til þess að innlend neysla hafi verið enn meiri en útflutningur. „Við vorum bara að kaupa meiri þjónustu en við seldum. Ekki síst vegna vaxandi ferðagleði landans á fyrsta fjórðungi, sem var ansi myndarleg,“ segir hann. Þá segir hann að hækkandi verð á innflutningi ýti undir aukinn viðskiptahalla en verð hefur hækkað í allri aðfangakeðjunni, en þar má kenna innrás Rússa í Úkraínu og heimsfaraldri Covid-19 um. Þegar álverð hækkar eykst viðskiptahalli Jón Bjarki segir að mikill halli svokallaðs frumþáttatekjujafnaðar hafi mikið að segja um það hversu mikill viðskiptahallinn var á ársfjórðungnum. Frumþáttatekjujöfnuður endurspeglar launagreiðslur og fjármagnstekjur eða -gjöld á milli landa. Í skýrslu Seðlabankans segir að skýringin á miklum halla nú sé fyrst og fremst bætt afkoma fyrirtækja í erlendri eigu en arðgreiðslur og endurfjárfestur hagnaður til erlendra eigenda íslenskra fyrirtækja kemur fram á gjaldahlið í jöfnuði frumþáttatekna, að því er segir í pistli Jóns Bjarka. „Rekstur álveranna og kísilversins fyrir norðan er farinn að ganga miklu betur vegna verðhækkana. Og þó að það sé auðvitað gott fyrir útflutningstekjur af afurðunum sjálfum þýðir það líka að hagnaðurinn fer úr landi af því að þessi fyrirtæki eru öll í erlendri eigu. Þannig að þarna er orðinn viðsnúningur í bókhaldinu, svo skrýtið sem það nú er,“ segir Jón Bjarki. Missa ekki svefn yfir hallanum Jón Bjarki segir að greiningadeild Íslandsbanka hafi ekki hringt öllum viðvörunarbjöllum þar sem hún telji að þjóðarbúið muni rétta úr kútnum fyrir lok árs. Með öðrum orðum er búist við því að útflutningur muni taka fram úr innflutningi á næstunni, en Jón Bjarki segir mikinn vöxt vera á báðum hliðum en örlítið hraðari útflutningsmegin. „Þetta er fyrst og fremst merki um mikinn gang í hagkerfinu fremur en eitthvað ójafnvægi,“ segir hann. Hann segir að ef viðskiptahalli héldi áfram til lengri tíma væri það áhyggjuefni en að litlar líkur séu á því. „Við eigum sem betur fer nokkuð digran varasjóð svo það þyrfti allmarga fjórðunga til að vinda ofan af því en á endanum færi það að taka í hreina erlenda stöðu, nettóeign okkar erlendis, og fyrr eða síðar kæmi það niður á gengi krónunnar,“ segir Jón Bjarki.
Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 6,1 prósent Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira