Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Heimir Már Pétursson skrifar 1. júní 2022 19:21 Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. Já, það var tilhlökkun í loftinu þegar borgarfulltrúar mættu á námskeiðið í sal borgarstjórnar í morgun. Sjö af tuttugu og þremur sitja nú í fyrsta sinn í borgarstjórn og fjöldi varafulltrúa koma til með að sitja í nefndum. Þótt enn sé ekki búið að mynda nýjan meirihluta þurfa borgarfulltrúar að setja sig inn í hvernig stjórnkerfi höfuðborgarinnar virkar en fyrsti formlegi fundur borgarstjórnar verður á þriðjudag í næstu viku. Þórdís Jóna Sigurðardóttir er einn af varaborgarfulltrúum Viðreisnar. „Þetta er alveg þvílíkt skemmtilegt tækifæri og ég á eftir að læra mikið og vonandi verða borgarbúum til heilla.“ Hvaða málefni eru það sem þú brennur helst fyrir? „Helst skólamálin. Ég sé mörg tækifæri sem við getum gert betur þar,“ segir Þórdís Jóna. „Mér finnst þetta mjög spennandi. Ég held að þetta verði bara gaman,“ segir Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir varaborgarfulltrúi Pírata. Hvaða mál eru það sem þú brennur helst fyrir? „Skipulagsmálin,“ sagði Elísabet. Guðrún Maja Riba varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar sagðist spennt og til í slaginn. Einhver mál sem þú brennur sérstaklega fyrir? „Skólamálin og velferðarmálin. Börnin í borginni, algerlega 100 prósent,“ segir Guðrún Maja. Árelía Eydís Guðmundsdóttir var í öðru sæti Framsóknarflokksins sem fór úr engum í fjóra borgarfulltrúa í kosningunum. „Auðvitað er maður staddur þar sem maður kann ekki neitt, veit ekki neitt og skilur ekki neitt. Af því maður er að gera þetta í fyrsta skipti. Auðvitað er ég þakklát fyrir stuðninginn og tækifærið,“ sagði Árelía Eydís og var ánægð með námskeiðið. Sósíalistaflokkurinn bætti við sig verulegu fylgi í kosningunum sem skiluðu Trausta Breiðfjörð Magnússyni í örðu sæti listans inn í borgarstjórn. „Ég er bara spenntur fyrir verkefninu framundan. Það er rosalega margt sem þarf að bæta hér íborginni.“ Hvað er það sem þú brennur helst fyrir og myndir vilja fá að sinna sem mest? „Húsnæðismálin númer eitt, tvö og þrjú finnst mér. Grunnurinn að allri velferð. Þannig að við þurfum að koma sterkt þar inn. En það er rosalega margt annað sem við þurfum að laga,“ segir Trausti Breiðfjörð Magnússon. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Enginn skellt á eftir sér hurðum í Elliðaárdalnum Oddviti Pírata í borgarstjórn segir meirihlutaviðræður við Framsóknarflokk, Samfylkingu og Viðreisn um meirihlutasamstarf ganga vel. Í dag hafi velferðarmál, mannréttindamál og húsnæðismál meðal annars verið til umræðu. Hún hafi trú á að flokkunum muni takast að leysa úr eðlilegum álitaefnum á milli flokkanna. 31. maí 2022 19:20 „Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. 31. maí 2022 08:01 Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. 30. maí 2022 12:00 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Já, það var tilhlökkun í loftinu þegar borgarfulltrúar mættu á námskeiðið í sal borgarstjórnar í morgun. Sjö af tuttugu og þremur sitja nú í fyrsta sinn í borgarstjórn og fjöldi varafulltrúa koma til með að sitja í nefndum. Þótt enn sé ekki búið að mynda nýjan meirihluta þurfa borgarfulltrúar að setja sig inn í hvernig stjórnkerfi höfuðborgarinnar virkar en fyrsti formlegi fundur borgarstjórnar verður á þriðjudag í næstu viku. Þórdís Jóna Sigurðardóttir er einn af varaborgarfulltrúum Viðreisnar. „Þetta er alveg þvílíkt skemmtilegt tækifæri og ég á eftir að læra mikið og vonandi verða borgarbúum til heilla.“ Hvaða málefni eru það sem þú brennur helst fyrir? „Helst skólamálin. Ég sé mörg tækifæri sem við getum gert betur þar,“ segir Þórdís Jóna. „Mér finnst þetta mjög spennandi. Ég held að þetta verði bara gaman,“ segir Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir varaborgarfulltrúi Pírata. Hvaða mál eru það sem þú brennur helst fyrir? „Skipulagsmálin,“ sagði Elísabet. Guðrún Maja Riba varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar sagðist spennt og til í slaginn. Einhver mál sem þú brennur sérstaklega fyrir? „Skólamálin og velferðarmálin. Börnin í borginni, algerlega 100 prósent,“ segir Guðrún Maja. Árelía Eydís Guðmundsdóttir var í öðru sæti Framsóknarflokksins sem fór úr engum í fjóra borgarfulltrúa í kosningunum. „Auðvitað er maður staddur þar sem maður kann ekki neitt, veit ekki neitt og skilur ekki neitt. Af því maður er að gera þetta í fyrsta skipti. Auðvitað er ég þakklát fyrir stuðninginn og tækifærið,“ sagði Árelía Eydís og var ánægð með námskeiðið. Sósíalistaflokkurinn bætti við sig verulegu fylgi í kosningunum sem skiluðu Trausta Breiðfjörð Magnússyni í örðu sæti listans inn í borgarstjórn. „Ég er bara spenntur fyrir verkefninu framundan. Það er rosalega margt sem þarf að bæta hér íborginni.“ Hvað er það sem þú brennur helst fyrir og myndir vilja fá að sinna sem mest? „Húsnæðismálin númer eitt, tvö og þrjú finnst mér. Grunnurinn að allri velferð. Þannig að við þurfum að koma sterkt þar inn. En það er rosalega margt annað sem við þurfum að laga,“ segir Trausti Breiðfjörð Magnússon.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Enginn skellt á eftir sér hurðum í Elliðaárdalnum Oddviti Pírata í borgarstjórn segir meirihlutaviðræður við Framsóknarflokk, Samfylkingu og Viðreisn um meirihlutasamstarf ganga vel. Í dag hafi velferðarmál, mannréttindamál og húsnæðismál meðal annars verið til umræðu. Hún hafi trú á að flokkunum muni takast að leysa úr eðlilegum álitaefnum á milli flokkanna. 31. maí 2022 19:20 „Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. 31. maí 2022 08:01 Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. 30. maí 2022 12:00 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Enginn skellt á eftir sér hurðum í Elliðaárdalnum Oddviti Pírata í borgarstjórn segir meirihlutaviðræður við Framsóknarflokk, Samfylkingu og Viðreisn um meirihlutasamstarf ganga vel. Í dag hafi velferðarmál, mannréttindamál og húsnæðismál meðal annars verið til umræðu. Hún hafi trú á að flokkunum muni takast að leysa úr eðlilegum álitaefnum á milli flokkanna. 31. maí 2022 19:20
„Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. 31. maí 2022 08:01
Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. 30. maí 2022 12:00