„Tjáningarfrelsinu einu að þakka hvert við erum komin í dag þegar kemur að kynferðisbrotamálum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. júní 2022 21:01 Dómur í meiðyrðamáli Ingólfs Þórarinssonar er ekki til marks um að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. Þetta segir lögmaður Sindra Þórs sem var sýknaður í málinu. Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í fyrradag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs hefur sagt dóminn marka þau tímamót að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. Þessu er lögmaður Sindra ekki sammála, þvert á móti megi alls ekki segja hvað sem er um hvern sem er. „Ég er alls ekki sammála þessu. Auðvitað má ekki segja hvað sem er um hvern sem er. Ef við tökum sem dæmi þessi ummæli Sindra að Ingólfur hafi stundað það að ríða börnum. Ef umfjöllun um málefni Ingólfs hefðu ekki verið í hámæli á þessum tíma og Sindri hafi upp úr þurru sest niður og skrifað þetta opinberlega þá værum við að horfa á allt aðra hluti og þá hefði dómurinn fallið á allt aðra vegu en hann gerði,“ sagði Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður Sindra Þórs. Þá tekur Sigrún ekki undir þau orð lögmanns Ingólfs að ummælin séu byggð á kjaftasögum. Frásagnir þrjátíu kvenna hafi lýst siðferðislega ámælisverðri hegðun að sögn Sigrúnar. „Trúnaðarvinkona Sindra var í samskipti við allar þessar konur og ræddi þessi mál við Sindra þannig hann hafði ekki ástæðu til að efast um heilindi þeirra. Það er mikið verið að tala um að þetta séu ekki beinar frásagnir. Ég get tekið sem dæmi að fyrir dómi komu einstaklingar og lýstu að þeir hafi verið beint vitni að þessari hegðun.“ Segir Sindra viljandi hafa tekið groddaralega til máls Sindri hafi viljandi tekið groddaralega til máls, enda ummælin ádeila á þá staðreynd að á Íslandi sé með undantekningum leyfilegt að hafa samfarir við börn 15 ára og eldri. „Það sem gerist er að Helgi Áss skrifar grein þar sem hann hvetur fólk til þess að koma Ingólfi til varnar. Við það blöskrar Sindra og hann fer inn í opinbera umræðu sem þá var í gangi og spyr Helga hvað honum finnist réttlætanlegt að maður ríði mörgum börnum áður en hann er tekinn af dagskrá á þjóðhátíð.“ „Með þessu á hann við að í dag er ekki ólöglegt að hafa samfarir við börn á aldrinum fimmtán til átján ára. Fimmtugir menn geta stofnað til kynferðislegs sambands við fimmtán ára barn svo lengi sem barnið samþykkir og ef það er ekki einhver tæling t.d. í formi fés, vímuefna eða gjafa. Sindri tekur svo groddaralega til máls til þess að vekja aðra lesendur til umhugsunar um hvort þetta sé það sem við viljum í samfélaginu í dag.“ Tjáningarfrelsið verndi ekki bara góð ummæli „Tjáningarfrelsið það verndar líka umræðu og ummæli sem getur verið særandi, sjokkerandi og meitt.“ Hún segir dóminn undirstrika mikilvægi tjáningarfrelsis, sér í lagi þegar kemur að kynferðisbrotamálum. „Og við megum ekki gleyma því að það er tjáningarfrelsinu einu að þakka og opinberri umræðu hvert við erum komin í dag þegar kemur að kynferðisbrotamálum.“ Lögmaður Ingólfs segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um áfrýjun. Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmaður segir tjáningafrelsið hafa þanist út Hæstaréttarlögmenn hafa ýmist hneykslast á sýknudómi héraðsdóms yfir Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni eða sagt dóminn til marks um aukið tjáningafrelsi. 31. maí 2022 20:01 „Þetta snýst fyrst og fremst um þolendur“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, sem var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar, tónlistarmanns, um meiðyrði. Hann segir niðurstöðuna skipta mestu máli fyrir þolendur. Sýkna hans þýddi að segja mætti hlutina fullum fetum. 30. maí 2022 19:30 „Þú mátt segja hvað sem er um hvern sem er og vísa í kjaftasögu til stuðnings“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs telur dóminn marka þau tímamót að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. 30. maí 2022 19:15 Sindri sýknaður af meiðyrðum í garð Ingólfs veðurguðs Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. 30. maí 2022 15:54 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Sjá meira
Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í fyrradag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs hefur sagt dóminn marka þau tímamót að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. Þessu er lögmaður Sindra ekki sammála, þvert á móti megi alls ekki segja hvað sem er um hvern sem er. „Ég er alls ekki sammála þessu. Auðvitað má ekki segja hvað sem er um hvern sem er. Ef við tökum sem dæmi þessi ummæli Sindra að Ingólfur hafi stundað það að ríða börnum. Ef umfjöllun um málefni Ingólfs hefðu ekki verið í hámæli á þessum tíma og Sindri hafi upp úr þurru sest niður og skrifað þetta opinberlega þá værum við að horfa á allt aðra hluti og þá hefði dómurinn fallið á allt aðra vegu en hann gerði,“ sagði Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður Sindra Þórs. Þá tekur Sigrún ekki undir þau orð lögmanns Ingólfs að ummælin séu byggð á kjaftasögum. Frásagnir þrjátíu kvenna hafi lýst siðferðislega ámælisverðri hegðun að sögn Sigrúnar. „Trúnaðarvinkona Sindra var í samskipti við allar þessar konur og ræddi þessi mál við Sindra þannig hann hafði ekki ástæðu til að efast um heilindi þeirra. Það er mikið verið að tala um að þetta séu ekki beinar frásagnir. Ég get tekið sem dæmi að fyrir dómi komu einstaklingar og lýstu að þeir hafi verið beint vitni að þessari hegðun.“ Segir Sindra viljandi hafa tekið groddaralega til máls Sindri hafi viljandi tekið groddaralega til máls, enda ummælin ádeila á þá staðreynd að á Íslandi sé með undantekningum leyfilegt að hafa samfarir við börn 15 ára og eldri. „Það sem gerist er að Helgi Áss skrifar grein þar sem hann hvetur fólk til þess að koma Ingólfi til varnar. Við það blöskrar Sindra og hann fer inn í opinbera umræðu sem þá var í gangi og spyr Helga hvað honum finnist réttlætanlegt að maður ríði mörgum börnum áður en hann er tekinn af dagskrá á þjóðhátíð.“ „Með þessu á hann við að í dag er ekki ólöglegt að hafa samfarir við börn á aldrinum fimmtán til átján ára. Fimmtugir menn geta stofnað til kynferðislegs sambands við fimmtán ára barn svo lengi sem barnið samþykkir og ef það er ekki einhver tæling t.d. í formi fés, vímuefna eða gjafa. Sindri tekur svo groddaralega til máls til þess að vekja aðra lesendur til umhugsunar um hvort þetta sé það sem við viljum í samfélaginu í dag.“ Tjáningarfrelsið verndi ekki bara góð ummæli „Tjáningarfrelsið það verndar líka umræðu og ummæli sem getur verið særandi, sjokkerandi og meitt.“ Hún segir dóminn undirstrika mikilvægi tjáningarfrelsis, sér í lagi þegar kemur að kynferðisbrotamálum. „Og við megum ekki gleyma því að það er tjáningarfrelsinu einu að þakka og opinberri umræðu hvert við erum komin í dag þegar kemur að kynferðisbrotamálum.“ Lögmaður Ingólfs segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um áfrýjun.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmaður segir tjáningafrelsið hafa þanist út Hæstaréttarlögmenn hafa ýmist hneykslast á sýknudómi héraðsdóms yfir Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni eða sagt dóminn til marks um aukið tjáningafrelsi. 31. maí 2022 20:01 „Þetta snýst fyrst og fremst um þolendur“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, sem var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar, tónlistarmanns, um meiðyrði. Hann segir niðurstöðuna skipta mestu máli fyrir þolendur. Sýkna hans þýddi að segja mætti hlutina fullum fetum. 30. maí 2022 19:30 „Þú mátt segja hvað sem er um hvern sem er og vísa í kjaftasögu til stuðnings“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs telur dóminn marka þau tímamót að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. 30. maí 2022 19:15 Sindri sýknaður af meiðyrðum í garð Ingólfs veðurguðs Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. 30. maí 2022 15:54 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður segir tjáningafrelsið hafa þanist út Hæstaréttarlögmenn hafa ýmist hneykslast á sýknudómi héraðsdóms yfir Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni eða sagt dóminn til marks um aukið tjáningafrelsi. 31. maí 2022 20:01
„Þetta snýst fyrst og fremst um þolendur“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, sem var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar, tónlistarmanns, um meiðyrði. Hann segir niðurstöðuna skipta mestu máli fyrir þolendur. Sýkna hans þýddi að segja mætti hlutina fullum fetum. 30. maí 2022 19:30
„Þú mátt segja hvað sem er um hvern sem er og vísa í kjaftasögu til stuðnings“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs telur dóminn marka þau tímamót að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. 30. maí 2022 19:15
Sindri sýknaður af meiðyrðum í garð Ingólfs veðurguðs Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. 30. maí 2022 15:54