Fasteigna- og lóðagjöld íbúðarhúsnæðis eru lægst í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 1. júní 2022 19:21 Dagur B. Eggertsson starfandi borgarstjóri segir fasteigna- og lóðagjöld á íbúðarhúsnæði vera lægst í Reykjavík. Þar sé líka hagstæðast að búa fyrir fjölskyldufólk. Vísir/Vilhelm Önnur sveitarfélög þyrftu að lækka fasteignaskatta- og lóðaleigu sína á íbúðarhúsnæði um tugi og jafnvel hundruð þúsunda á ári til að vera á pari við gjöldin í Reykjavík. Starfandi borgarstjóri segir hægt að koma til móts við tekjulægstu hópana með ýmsum öðrum hætti en lækkun fasteignaskatts. Nýtt fasteignamat íbúðarhúsnæðis var gefið út í gær og hækkar mikið milli ára, að jafnaði yfir landið um 19,9 prósent. Eftir einstökum sveitarfélögum er hækkunin allt frá rúmlega 8 prósentum upp í rúmlega 30 prósent. Strax í gær skapaðist umræða um að Reykjavík þyrfti að koma til móts við tekjulægstu heimilin með lækkun fasteignaskatts en nokkur önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa boðað slíka lækkun. Dagur B. Eggertsson segir hægt að létta á álögum þeirra verst settu með ýmsum öðrum hætti en lækkun fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði.Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson starfandi borgarstjóri segir þessi mál eins og önnur til umræðu í yfirstandandi viðræðum um myndun nýs meirihluta í borginni. „Mér finnst ekkert óeðlilegt að öll sveitarfélög skoði þessi mál. Reykjavík hefur auðvitað verið með lægstu fasteignagjöldin á íbúðarhúsnæði árum saman. Það kæmi mér ekki á óvart að einhver sveitarfélög myndu færa sig nær okkur í því,“ segir Dagur. Þjóðskrá eigi hins vegar eftir að gefa út nánari greiningu milli eldra og nýrra íbúðarhúsnæðis, opinberra bygginga, atvinnuhúsnæðis og svo framvegis. Þá komi betur í ljós hvort og þá hversu mikil hækkunin sé á einstakar húseignir. Þegar álagningarprósenta fasteignaskatts fimmtán sveitarfélaga er skoðuð kemur í ljós að hún er lægst á Seltjarnarnesi og í Garðabæ, rétt undir 0,18 prósentunum sem hún er í Reykjavík. Fasteignaskatturinn einn og sér á íbúð með fasteignamat upp á 70 milljónir var frá 122.500 til 126 þúsund krónum í þessum þremur sveitarfélögum. Með hærri álagningu hækkar skatturinn síðan á íbúðir með sama fasteignamat upp í 140 þúsund í Kópavogi, 172.200 í Hafnarfirði og allt upp í 392 þúsund þar sem álagningin er mest á Ísafirði. Grafík/Kristján Jónsson Ef við skoðum hins vegar fasteignaskattinn ásamt lóðarleigu þessara sömu sveitarfélaga breytist myndin töluvert. Þá er Reykjavík lægst með 149.660 krónur. Það þýðir að Kópavogur þyrfti að lækka fasteignaskatt sinn og lóðarleigu til samans um tæplega 8.500 krónur til að vera á pari við Reykjavík, Garðabær um 26 þúsund, Seltjarnarnes um tæpar 29 þúsund krónur, Mosfellsbær um 31 þúsund og Hafnarfjörður þyrfti að lækka þessi gjöld hjá sér um nærri 63 þúsund krónur. Grafík/Kristján Jónsson Önnur sveitarfélög þyrftu að lækka gjöldin hjá sér enn meira í samanburðinum. Um allt frá rúmlega 124 þúsundum á Akureyri uppi í tæpar 339 þúsund krónur á Ísafirði. Dagur segir að flokkarnir sem nú reyni meirihlutamyndun í borginni muni ræða undirbúning fjárhagsáætlunar næsta árs. Þar verði línur lagðar varðandi skatta, gjaldskrár og annað sem varði hag heimilanna. „Við sjáum þegar allt er tekið saman að það er hagstæðast fyrir fjölskyldur að búa í Reykjavík. Ég á ekki von á öðru en við höfum metnað til að svo verði áfram.“ Þannig að þú ert að segja að borgin geti brugðist við hækkun fasteignagjalda með öðrum hætti til þeirra sem kannski standa lakast? „Já, við höfum oft gert það. En þá höfum við bara skoðað þessa heildarmynd,“ segir Dagur B. Eggertsson. Húsnæðismál Skattar og tollar Efnahagsmál Tengdar fréttir Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43 Fasteignagjöld víða hækkað ríflega frá 2013 Fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði í 15 stærstu sveitarfélögum landsins hafa í mörgum tilfellum hækkað mikið á síðustu sex árum og í sumum tilfellum hafa þau meira en tvöfaldast. 12. júlí 2019 10:43 Fasteignaskattar í Reykjanesbæ hækka um 67% Fasteignaskattar og útsvar í Reykjanesbæ hefur verið hækkað talsvert samkvæmt könnun ASÍ. 11. febrúar 2015 12:24 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Nýtt fasteignamat íbúðarhúsnæðis var gefið út í gær og hækkar mikið milli ára, að jafnaði yfir landið um 19,9 prósent. Eftir einstökum sveitarfélögum er hækkunin allt frá rúmlega 8 prósentum upp í rúmlega 30 prósent. Strax í gær skapaðist umræða um að Reykjavík þyrfti að koma til móts við tekjulægstu heimilin með lækkun fasteignaskatts en nokkur önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa boðað slíka lækkun. Dagur B. Eggertsson segir hægt að létta á álögum þeirra verst settu með ýmsum öðrum hætti en lækkun fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði.Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson starfandi borgarstjóri segir þessi mál eins og önnur til umræðu í yfirstandandi viðræðum um myndun nýs meirihluta í borginni. „Mér finnst ekkert óeðlilegt að öll sveitarfélög skoði þessi mál. Reykjavík hefur auðvitað verið með lægstu fasteignagjöldin á íbúðarhúsnæði árum saman. Það kæmi mér ekki á óvart að einhver sveitarfélög myndu færa sig nær okkur í því,“ segir Dagur. Þjóðskrá eigi hins vegar eftir að gefa út nánari greiningu milli eldra og nýrra íbúðarhúsnæðis, opinberra bygginga, atvinnuhúsnæðis og svo framvegis. Þá komi betur í ljós hvort og þá hversu mikil hækkunin sé á einstakar húseignir. Þegar álagningarprósenta fasteignaskatts fimmtán sveitarfélaga er skoðuð kemur í ljós að hún er lægst á Seltjarnarnesi og í Garðabæ, rétt undir 0,18 prósentunum sem hún er í Reykjavík. Fasteignaskatturinn einn og sér á íbúð með fasteignamat upp á 70 milljónir var frá 122.500 til 126 þúsund krónum í þessum þremur sveitarfélögum. Með hærri álagningu hækkar skatturinn síðan á íbúðir með sama fasteignamat upp í 140 þúsund í Kópavogi, 172.200 í Hafnarfirði og allt upp í 392 þúsund þar sem álagningin er mest á Ísafirði. Grafík/Kristján Jónsson Ef við skoðum hins vegar fasteignaskattinn ásamt lóðarleigu þessara sömu sveitarfélaga breytist myndin töluvert. Þá er Reykjavík lægst með 149.660 krónur. Það þýðir að Kópavogur þyrfti að lækka fasteignaskatt sinn og lóðarleigu til samans um tæplega 8.500 krónur til að vera á pari við Reykjavík, Garðabær um 26 þúsund, Seltjarnarnes um tæpar 29 þúsund krónur, Mosfellsbær um 31 þúsund og Hafnarfjörður þyrfti að lækka þessi gjöld hjá sér um nærri 63 þúsund krónur. Grafík/Kristján Jónsson Önnur sveitarfélög þyrftu að lækka gjöldin hjá sér enn meira í samanburðinum. Um allt frá rúmlega 124 þúsundum á Akureyri uppi í tæpar 339 þúsund krónur á Ísafirði. Dagur segir að flokkarnir sem nú reyni meirihlutamyndun í borginni muni ræða undirbúning fjárhagsáætlunar næsta árs. Þar verði línur lagðar varðandi skatta, gjaldskrár og annað sem varði hag heimilanna. „Við sjáum þegar allt er tekið saman að það er hagstæðast fyrir fjölskyldur að búa í Reykjavík. Ég á ekki von á öðru en við höfum metnað til að svo verði áfram.“ Þannig að þú ert að segja að borgin geti brugðist við hækkun fasteignagjalda með öðrum hætti til þeirra sem kannski standa lakast? „Já, við höfum oft gert það. En þá höfum við bara skoðað þessa heildarmynd,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Húsnæðismál Skattar og tollar Efnahagsmál Tengdar fréttir Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43 Fasteignagjöld víða hækkað ríflega frá 2013 Fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði í 15 stærstu sveitarfélögum landsins hafa í mörgum tilfellum hækkað mikið á síðustu sex árum og í sumum tilfellum hafa þau meira en tvöfaldast. 12. júlí 2019 10:43 Fasteignaskattar í Reykjanesbæ hækka um 67% Fasteignaskattar og útsvar í Reykjanesbæ hefur verið hækkað talsvert samkvæmt könnun ASÍ. 11. febrúar 2015 12:24 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43
Fasteignagjöld víða hækkað ríflega frá 2013 Fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði í 15 stærstu sveitarfélögum landsins hafa í mörgum tilfellum hækkað mikið á síðustu sex árum og í sumum tilfellum hafa þau meira en tvöfaldast. 12. júlí 2019 10:43
Fasteignaskattar í Reykjanesbæ hækka um 67% Fasteignaskattar og útsvar í Reykjanesbæ hefur verið hækkað talsvert samkvæmt könnun ASÍ. 11. febrúar 2015 12:24