Tólf handteknir í Lundúnum fyrir að mótmæla á valdaafmæli Elísabetar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2022 17:30 Tólf voru handteknir við skrúðgöngu í Lundúnum í dag í tilefni sjötíu ára valdaafmælis Elísabetar drottningar. AP Photo/David Cliff Tólf loftslagsaðgerðasinnar voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa valdið truflun á herskrúðgöngu í tilefni valdaafmælis Elísabetar drottningar. Aðgerðasinnarnir hlupu í veg fyrir hermennina í skrúðgöngunni áður en þeir voru handteknir. Tugir þúsunda voru saman komnir á breiðgötunni The Mall, sem liggur að Buckingham höll, til þess að fylgjast með skrúðgöngunni. Elísabet drottning fagnar sjötíu ára valdaafmæli á þessu ári. Aðgerðasinnarnir komust fram hjá girðingum, sem settar voru upp til þess að halda aftur af mannfjöldanum, og hlupu út á breiðstrætið þar sem þeir lögðust niður í götuna fyrir framan lúðrasveit hermanna. „Í dag höfum við handtekið tólf fyrir að hafa valdið truflun á breiðstrætinu. Handtökurnar komu í kjölfar þess að fólk reyndi að komast inn á skrúðgöngusvæðið á The Mall,“ skrifaði lögreglan í Lundúnum á Twitter í dag. „Við viljum þakka almenningi sem klappaði fyrir lögreglumönnunum þegar þeir sneru aftur á sinn stað eftir að hafa glímt snögglega við þessa truflun.“ Samtökin Animal Rebellion, sem segist nota borgaralega óhlýðni til þess að hvetja til minni notkunar dýraafurða, lýstu því yfir að hinir handteknu aðgerðasinnar væru hluti af samtökum þeirra. Einn mótmæla, sem var handtekinn af lögreglu, sagði að hann vildi að konungsfjölskyldan hætti að leyfa dýrahald á landi í hennar eigu og leyfði landsvæðunum að verða villt að nýju. Um 1.500 hermenn taka þátt í skrúðgöngunni, sem fer fram á hverju ári á afmælisdegi drottningarinnar. Skrúðgangan var opnunaratriðið í fjögurra daga hátíðarhöldum til þess að fagna sjötíu ára valdaafmæli drottningarinnar. Elísabet sjálf tók þátt í skrúðgöngunni árlega til ársins 1986 og sat hún þá hest í göngunni. Árið 1981 átti sér stað heldur ógnvænlegt atvik í göngunni þegar karlmaður skaut að henni sex púðurskotum þegar hún reið hjá. Hún náði þó að halda stjórn á hestinum sínum, sem var mjög brugðið, og meiddist ekki við atvikið. Maðurinn var handtekinn. Bretland Kóngafólk Loftslagsmál Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Tugir þúsunda voru saman komnir á breiðgötunni The Mall, sem liggur að Buckingham höll, til þess að fylgjast með skrúðgöngunni. Elísabet drottning fagnar sjötíu ára valdaafmæli á þessu ári. Aðgerðasinnarnir komust fram hjá girðingum, sem settar voru upp til þess að halda aftur af mannfjöldanum, og hlupu út á breiðstrætið þar sem þeir lögðust niður í götuna fyrir framan lúðrasveit hermanna. „Í dag höfum við handtekið tólf fyrir að hafa valdið truflun á breiðstrætinu. Handtökurnar komu í kjölfar þess að fólk reyndi að komast inn á skrúðgöngusvæðið á The Mall,“ skrifaði lögreglan í Lundúnum á Twitter í dag. „Við viljum þakka almenningi sem klappaði fyrir lögreglumönnunum þegar þeir sneru aftur á sinn stað eftir að hafa glímt snögglega við þessa truflun.“ Samtökin Animal Rebellion, sem segist nota borgaralega óhlýðni til þess að hvetja til minni notkunar dýraafurða, lýstu því yfir að hinir handteknu aðgerðasinnar væru hluti af samtökum þeirra. Einn mótmæla, sem var handtekinn af lögreglu, sagði að hann vildi að konungsfjölskyldan hætti að leyfa dýrahald á landi í hennar eigu og leyfði landsvæðunum að verða villt að nýju. Um 1.500 hermenn taka þátt í skrúðgöngunni, sem fer fram á hverju ári á afmælisdegi drottningarinnar. Skrúðgangan var opnunaratriðið í fjögurra daga hátíðarhöldum til þess að fagna sjötíu ára valdaafmæli drottningarinnar. Elísabet sjálf tók þátt í skrúðgöngunni árlega til ársins 1986 og sat hún þá hest í göngunni. Árið 1981 átti sér stað heldur ógnvænlegt atvik í göngunni þegar karlmaður skaut að henni sex púðurskotum þegar hún reið hjá. Hún náði þó að halda stjórn á hestinum sínum, sem var mjög brugðið, og meiddist ekki við atvikið. Maðurinn var handtekinn.
Bretland Kóngafólk Loftslagsmál Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira