Elísabet mætir ekki í valdaafmælismessu á morgun vegna slappleika Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2022 20:26 Elísabet drottning með frænda sínum hertoganum af Kent við valdaafmælishátíðarhöldin í dag. Drottningin er sögð hafa fundið fyrir slappleika og átt erfitt með að hreyfingar við hátíðarhöldin í dag. AP/Jonathan Brady Elísabet Bretlandsdrottning mun ekki mæta til þakkargjörðarathafnar í dómkirkju St. Paul í Lundúnum á morgun, í tilefni sjötíu ára valdaafmælis hennar, vegna slappleika, sem hún fannn fyrir við hátíðarhöldin í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá konungshöllinni. Fram kemur í frétt The Guardian að talið sé að drottningin hafi átt erfitt með gang við hátíðarhöldin í dag. Drottningin mun þrátt fyrir þetta ferðast til Windsor kastala í kvöld til þess að vera viðstödd athöfn þar sem kveikt verður á leiðarljósi í kastalanum. Ferðalagið frá Buckingham til Windsor er um klukkustund ef ekið er í bíl og er ferðalagið sagt of tímafrekt og langt fyrir drottninguna, með svona stuttu millibili, það er til Windsor í kvöld og aftur til Lundúna í fyrramálið. „Drottningin naut hátíðarhaldanna vel í dag en fann fyrir örlitlum óþægindum. Með ferðalagið í huga og þá virkni sem þarf til að taka þátt í hátíðarhöldum morgundagsins í St. Paul dómkirkjunni, hefur hennar hátign af miklum trega ákveðið að vera ekki viðstödd,“ segir í tilkynningu frá höllinni. „Drottningin hlakar til að taka þátt í að tendra leiðarljósið í kvöld í Windsor kastala og vil þakka öllum þeim sem hafa gert daginn svo sérstakan og eftirminnilegan.“ Í fjarveru drottningarinnar mun Karl Bretaprins sinna skyldum móður sinnar í dómkirkjunni. Gera þarf örlitlar breytingar á athöfninni, það er að segja hvenær konungsfjölskyldan mætir. Með þessari breytingu munu Karl, Kamilla, Vilhjálmur og Katrín mæta tíu mínútum seinna en upphaflega var áætlað en athöfnin hefst klukkan 11:30. Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá konungshöllinni. Fram kemur í frétt The Guardian að talið sé að drottningin hafi átt erfitt með gang við hátíðarhöldin í dag. Drottningin mun þrátt fyrir þetta ferðast til Windsor kastala í kvöld til þess að vera viðstödd athöfn þar sem kveikt verður á leiðarljósi í kastalanum. Ferðalagið frá Buckingham til Windsor er um klukkustund ef ekið er í bíl og er ferðalagið sagt of tímafrekt og langt fyrir drottninguna, með svona stuttu millibili, það er til Windsor í kvöld og aftur til Lundúna í fyrramálið. „Drottningin naut hátíðarhaldanna vel í dag en fann fyrir örlitlum óþægindum. Með ferðalagið í huga og þá virkni sem þarf til að taka þátt í hátíðarhöldum morgundagsins í St. Paul dómkirkjunni, hefur hennar hátign af miklum trega ákveðið að vera ekki viðstödd,“ segir í tilkynningu frá höllinni. „Drottningin hlakar til að taka þátt í að tendra leiðarljósið í kvöld í Windsor kastala og vil þakka öllum þeim sem hafa gert daginn svo sérstakan og eftirminnilegan.“ Í fjarveru drottningarinnar mun Karl Bretaprins sinna skyldum móður sinnar í dómkirkjunni. Gera þarf örlitlar breytingar á athöfninni, það er að segja hvenær konungsfjölskyldan mætir. Með þessari breytingu munu Karl, Kamilla, Vilhjálmur og Katrín mæta tíu mínútum seinna en upphaflega var áætlað en athöfnin hefst klukkan 11:30.
Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira