Herbert heiðrar látinn vin með endurútgáfu plötu Kan Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2022 22:13 Frá vinstri: Magnús Hávarðarson, Alfreð Erlingsson, Herbert Guðmundsson, Finnbogi G. Kristinsson og Hilmar Valgarðsson. Platan „Í ræktinni“ með hljómsveitinni Kan er loks komin á Spotify og aðrar tónlistarveitur. Hingað til hefur platan eingöngu verið til á vínyl en tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson, lét nútímavæða plötuna í minningu gítarleikarans Magnúsar Hávarðarsonar. „Við unnum mikið saman og sömdum mikið saman,“ segir Herbert í samtali við Vísi. „Hann fór allt of snemma.“ Magnús dó árið 2020, þá 58 ára gamall. Herbert segist hafa orðið að virða minningu Magnúsar. Þeir tveir auk þeirra Alfreðs Erlingssonar, Finnboga G. Kristinssonar og Hilmars Valgarðssonar tóku plötuna upp árið 1984 í Grettisgati, hljóðveri Stuðmanna. Hrafnhildur Valbjörnsdóttir vaxtaræktardrottning, á plötuumslagi Í ræktinni. Platan var tekin upp „live“, eins og það kallast en þeir spiluðu lögin saman inn á hana. „Ég átti alltaf masterinn,“ segir Herbert. „Það er gaman að því hvað platan eldist vel.“ Hann ákvað að senda upptökuna til vinar síns í Bretlandi sem lagaði hana til, uppfærði og kom á stafrænt form. Herbert og sonur hans hlóðu plötunni svo upp á Spotify og aðrar efnisveitur á þriðjudaginn. Plötuna má finna hér á Spotify eða í spilaranum hér að neðan. Sjálfur segist Herbert hafa mjög mikið að gera þessa dagana, eftir að nýja lagið hans, Með stjörnunum, sló í gegn. „Þetta er bara yndislegt líf. Það hefur sjaldan verið svona gott núna eftir að nýja lagið mitt fór í fyrsta sæti. Það er búið að vera bilað að gera,“ segir Herbert. Tónlist Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Við unnum mikið saman og sömdum mikið saman,“ segir Herbert í samtali við Vísi. „Hann fór allt of snemma.“ Magnús dó árið 2020, þá 58 ára gamall. Herbert segist hafa orðið að virða minningu Magnúsar. Þeir tveir auk þeirra Alfreðs Erlingssonar, Finnboga G. Kristinssonar og Hilmars Valgarðssonar tóku plötuna upp árið 1984 í Grettisgati, hljóðveri Stuðmanna. Hrafnhildur Valbjörnsdóttir vaxtaræktardrottning, á plötuumslagi Í ræktinni. Platan var tekin upp „live“, eins og það kallast en þeir spiluðu lögin saman inn á hana. „Ég átti alltaf masterinn,“ segir Herbert. „Það er gaman að því hvað platan eldist vel.“ Hann ákvað að senda upptökuna til vinar síns í Bretlandi sem lagaði hana til, uppfærði og kom á stafrænt form. Herbert og sonur hans hlóðu plötunni svo upp á Spotify og aðrar efnisveitur á þriðjudaginn. Plötuna má finna hér á Spotify eða í spilaranum hér að neðan. Sjálfur segist Herbert hafa mjög mikið að gera þessa dagana, eftir að nýja lagið hans, Með stjörnunum, sló í gegn. „Þetta er bara yndislegt líf. Það hefur sjaldan verið svona gott núna eftir að nýja lagið mitt fór í fyrsta sæti. Það er búið að vera bilað að gera,“ segir Herbert.
Tónlist Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira