Herbert heiðrar látinn vin með endurútgáfu plötu Kan Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2022 22:13 Frá vinstri: Magnús Hávarðarson, Alfreð Erlingsson, Herbert Guðmundsson, Finnbogi G. Kristinsson og Hilmar Valgarðsson. Platan „Í ræktinni“ með hljómsveitinni Kan er loks komin á Spotify og aðrar tónlistarveitur. Hingað til hefur platan eingöngu verið til á vínyl en tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson, lét nútímavæða plötuna í minningu gítarleikarans Magnúsar Hávarðarsonar. „Við unnum mikið saman og sömdum mikið saman,“ segir Herbert í samtali við Vísi. „Hann fór allt of snemma.“ Magnús dó árið 2020, þá 58 ára gamall. Herbert segist hafa orðið að virða minningu Magnúsar. Þeir tveir auk þeirra Alfreðs Erlingssonar, Finnboga G. Kristinssonar og Hilmars Valgarðssonar tóku plötuna upp árið 1984 í Grettisgati, hljóðveri Stuðmanna. Hrafnhildur Valbjörnsdóttir vaxtaræktardrottning, á plötuumslagi Í ræktinni. Platan var tekin upp „live“, eins og það kallast en þeir spiluðu lögin saman inn á hana. „Ég átti alltaf masterinn,“ segir Herbert. „Það er gaman að því hvað platan eldist vel.“ Hann ákvað að senda upptökuna til vinar síns í Bretlandi sem lagaði hana til, uppfærði og kom á stafrænt form. Herbert og sonur hans hlóðu plötunni svo upp á Spotify og aðrar efnisveitur á þriðjudaginn. Plötuna má finna hér á Spotify eða í spilaranum hér að neðan. Sjálfur segist Herbert hafa mjög mikið að gera þessa dagana, eftir að nýja lagið hans, Með stjörnunum, sló í gegn. „Þetta er bara yndislegt líf. Það hefur sjaldan verið svona gott núna eftir að nýja lagið mitt fór í fyrsta sæti. Það er búið að vera bilað að gera,“ segir Herbert. Tónlist Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Við unnum mikið saman og sömdum mikið saman,“ segir Herbert í samtali við Vísi. „Hann fór allt of snemma.“ Magnús dó árið 2020, þá 58 ára gamall. Herbert segist hafa orðið að virða minningu Magnúsar. Þeir tveir auk þeirra Alfreðs Erlingssonar, Finnboga G. Kristinssonar og Hilmars Valgarðssonar tóku plötuna upp árið 1984 í Grettisgati, hljóðveri Stuðmanna. Hrafnhildur Valbjörnsdóttir vaxtaræktardrottning, á plötuumslagi Í ræktinni. Platan var tekin upp „live“, eins og það kallast en þeir spiluðu lögin saman inn á hana. „Ég átti alltaf masterinn,“ segir Herbert. „Það er gaman að því hvað platan eldist vel.“ Hann ákvað að senda upptökuna til vinar síns í Bretlandi sem lagaði hana til, uppfærði og kom á stafrænt form. Herbert og sonur hans hlóðu plötunni svo upp á Spotify og aðrar efnisveitur á þriðjudaginn. Plötuna má finna hér á Spotify eða í spilaranum hér að neðan. Sjálfur segist Herbert hafa mjög mikið að gera þessa dagana, eftir að nýja lagið hans, Með stjörnunum, sló í gegn. „Þetta er bara yndislegt líf. Það hefur sjaldan verið svona gott núna eftir að nýja lagið mitt fór í fyrsta sæti. Það er búið að vera bilað að gera,“ segir Herbert.
Tónlist Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög