Fævý, Adele og Hlýja en enginn Senjor Eiður Þór Árnason skrifar 3. júní 2022 16:31 Valmöguleikum valkvíðinna foreldra fjölgar ört. Getty/KatarzynaBialasiewicz Fævý, Stinne, Hlýja og Adele eru meðal þeirra eiginnafna sem samþykkt voru á seinasta fundi mannanafnanefndar og færð á mannanafnaskrá. Nöfnin Ísjak og Senjor hlutu þó ekki náð fyrir augum nefndarinnar. Meðal skilyrða fyrir samþykki eiginnafna eru að þau geti tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafi unnið sér hefð í íslensku máli, þau brjóti ekki í bága við íslenskt málkerfi og séu rituð í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti. Þá mega eiginnöfn ekki eiga á hættu á að vera nafnbera til ama að mati mannanafnanefndar. Millinöfn skulu dregin af íslenskum orðstofnum eða hafa áunnið sér hefð í íslensku máli en mega ekki hafa nefnifallsendingu. Nöfn sem aðeins hafa unnið sér hefð sem annað hvort eiginnöfn karla eða eiginnöfn kvenna eru ekki heimil sem millinöfn og þá mega millinöfn ekki heldur vera nafnbera til ama. Nýjustu úrskurðir mannanafnanefndar hafa verið birtir á vef Stjórnarráðsins. Eftirfarandi nöfn voru samþykkt á fundi nefndarinnar þann 24. maí Eiginnafnið Sæmey (kvk.) Eiginnafnið Þórunnbjörg (kvk.) Eiginnafnið Fævý (kvk.) Eiginnafnið Stinne (kvk.) Eiginnafnið Jökli (kk.) Eiginnafnið Vin (kvk.) Eiginnafnið Emmi (kk.) Millinafnið Skipstað Eiginnafnið Omel (kk.) Eiginnafnið Esi (kk.) Eiginnafnið Hlýja (kvk.) Eiginnafnið Jónborg (kvk.) Eiginnafnið Jonna (kvk.) Eiginnafnið Sprettur (kk.) Eiginnafnið Adele (kvk.) Eiginnafnið Kenya (kvk.) Eiginnafnið Ray (kk.) Eiginnafnið Klöpp (kvk.) Eftirfarandi nöfnum var hafnað Eiginnafnið Ísjak (kk.) Eiginnafnið Senjor (kk.) Brjóti í bága við íslenskt málkerfi Hvort sem nafnið Ísjak er ný ritmynd rótgróna nafnsins Ísak, samanber rökstuðning umsækjanda, eða samsett úr orðinu ís og stofnmyndinni jak samræmist nafnið að mati mannanafnanefndar ekki því skilyrði að nafn megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Því var aðeins hægt samþykkja nafnið ef hefð væri fyrir því en nafnið birtist hvorki í þjóðskrá né manntölum frá 1703-1920. Var nafninu því hafnað. Í tilfelli Senjor reyndi á það skilyrði að eiginnafn megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Eiginnafnið Senjor er samhljóða spænska orðinu senjor, sem merkir herra á íslensku. Fram kemur í úrskurði mannanafnanefndar að ekki sé hefð fyrir því að ávarpsorð, innlend eða erlend, eins og frú, fröken eða herra séu notuð sem eiginnöfn í íslensku. Taldi mannanafnanefnd ljóst, miðað við hefðir íslensks máls, að mannanöfn af þessu tagi væru ekki í samræmi við þær reglur sem unnið hafi sér hefð í íslensku máli. Þannig væri aðeins unnt að fallast á nafnið ef það hefði áunnið sér hefð í íslensku máli. Niðurstaða nefndarinnar var sú að svo væri ekki. Mannanöfn Tengdar fréttir Tangi, Jóda og Hafsjór fá grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Tangi, Jóda, Hafsjór, Theadór, Benni, Rayna, Denný, Dolma, Alpa, Gaja, Baltazar, Eia og Adríanna. 27. apríl 2022 11:34 Mannanafnanefnd samþykkir Nieljohníus, Villiblóm og Paradís Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Nieljohníus, Diddi, Karna, Paradís, Amarie, Villiblóm, Hildís, Þórunnborg, Mattheó, Ivan og Ýda. 23. mars 2022 18:10 Í lagi að heita Haffý, Lúgó og Bæssam en ekki Laxdal Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Myrkey, Sólmáni, Haffý, Fjara, Lóley, Lúgó, Jöklar, Brim og Rósmar. Einnig Bæssam, Viola, Chris og Issa. 21. janúar 2022 06:51 Hryssan fær að heita Lán eftir allt saman Hryssa Þebu Bjartar Karlsdóttur, símsmíðameistara og hestaeiganda á Austurlandi, fær að heita Lán eftir allt saman. Hestanafnanefnd samþykkti beiðni Þebu um skráningu á nafninu í dag eftir að hafa hafnað því. 30. nóvember 2021 19:22 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira
Meðal skilyrða fyrir samþykki eiginnafna eru að þau geti tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafi unnið sér hefð í íslensku máli, þau brjóti ekki í bága við íslenskt málkerfi og séu rituð í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti. Þá mega eiginnöfn ekki eiga á hættu á að vera nafnbera til ama að mati mannanafnanefndar. Millinöfn skulu dregin af íslenskum orðstofnum eða hafa áunnið sér hefð í íslensku máli en mega ekki hafa nefnifallsendingu. Nöfn sem aðeins hafa unnið sér hefð sem annað hvort eiginnöfn karla eða eiginnöfn kvenna eru ekki heimil sem millinöfn og þá mega millinöfn ekki heldur vera nafnbera til ama. Nýjustu úrskurðir mannanafnanefndar hafa verið birtir á vef Stjórnarráðsins. Eftirfarandi nöfn voru samþykkt á fundi nefndarinnar þann 24. maí Eiginnafnið Sæmey (kvk.) Eiginnafnið Þórunnbjörg (kvk.) Eiginnafnið Fævý (kvk.) Eiginnafnið Stinne (kvk.) Eiginnafnið Jökli (kk.) Eiginnafnið Vin (kvk.) Eiginnafnið Emmi (kk.) Millinafnið Skipstað Eiginnafnið Omel (kk.) Eiginnafnið Esi (kk.) Eiginnafnið Hlýja (kvk.) Eiginnafnið Jónborg (kvk.) Eiginnafnið Jonna (kvk.) Eiginnafnið Sprettur (kk.) Eiginnafnið Adele (kvk.) Eiginnafnið Kenya (kvk.) Eiginnafnið Ray (kk.) Eiginnafnið Klöpp (kvk.) Eftirfarandi nöfnum var hafnað Eiginnafnið Ísjak (kk.) Eiginnafnið Senjor (kk.) Brjóti í bága við íslenskt málkerfi Hvort sem nafnið Ísjak er ný ritmynd rótgróna nafnsins Ísak, samanber rökstuðning umsækjanda, eða samsett úr orðinu ís og stofnmyndinni jak samræmist nafnið að mati mannanafnanefndar ekki því skilyrði að nafn megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Því var aðeins hægt samþykkja nafnið ef hefð væri fyrir því en nafnið birtist hvorki í þjóðskrá né manntölum frá 1703-1920. Var nafninu því hafnað. Í tilfelli Senjor reyndi á það skilyrði að eiginnafn megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Eiginnafnið Senjor er samhljóða spænska orðinu senjor, sem merkir herra á íslensku. Fram kemur í úrskurði mannanafnanefndar að ekki sé hefð fyrir því að ávarpsorð, innlend eða erlend, eins og frú, fröken eða herra séu notuð sem eiginnöfn í íslensku. Taldi mannanafnanefnd ljóst, miðað við hefðir íslensks máls, að mannanöfn af þessu tagi væru ekki í samræmi við þær reglur sem unnið hafi sér hefð í íslensku máli. Þannig væri aðeins unnt að fallast á nafnið ef það hefði áunnið sér hefð í íslensku máli. Niðurstaða nefndarinnar var sú að svo væri ekki.
Mannanöfn Tengdar fréttir Tangi, Jóda og Hafsjór fá grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Tangi, Jóda, Hafsjór, Theadór, Benni, Rayna, Denný, Dolma, Alpa, Gaja, Baltazar, Eia og Adríanna. 27. apríl 2022 11:34 Mannanafnanefnd samþykkir Nieljohníus, Villiblóm og Paradís Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Nieljohníus, Diddi, Karna, Paradís, Amarie, Villiblóm, Hildís, Þórunnborg, Mattheó, Ivan og Ýda. 23. mars 2022 18:10 Í lagi að heita Haffý, Lúgó og Bæssam en ekki Laxdal Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Myrkey, Sólmáni, Haffý, Fjara, Lóley, Lúgó, Jöklar, Brim og Rósmar. Einnig Bæssam, Viola, Chris og Issa. 21. janúar 2022 06:51 Hryssan fær að heita Lán eftir allt saman Hryssa Þebu Bjartar Karlsdóttur, símsmíðameistara og hestaeiganda á Austurlandi, fær að heita Lán eftir allt saman. Hestanafnanefnd samþykkti beiðni Þebu um skráningu á nafninu í dag eftir að hafa hafnað því. 30. nóvember 2021 19:22 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira
Tangi, Jóda og Hafsjór fá grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Tangi, Jóda, Hafsjór, Theadór, Benni, Rayna, Denný, Dolma, Alpa, Gaja, Baltazar, Eia og Adríanna. 27. apríl 2022 11:34
Mannanafnanefnd samþykkir Nieljohníus, Villiblóm og Paradís Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Nieljohníus, Diddi, Karna, Paradís, Amarie, Villiblóm, Hildís, Þórunnborg, Mattheó, Ivan og Ýda. 23. mars 2022 18:10
Í lagi að heita Haffý, Lúgó og Bæssam en ekki Laxdal Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Myrkey, Sólmáni, Haffý, Fjara, Lóley, Lúgó, Jöklar, Brim og Rósmar. Einnig Bæssam, Viola, Chris og Issa. 21. janúar 2022 06:51
Hryssan fær að heita Lán eftir allt saman Hryssa Þebu Bjartar Karlsdóttur, símsmíðameistara og hestaeiganda á Austurlandi, fær að heita Lán eftir allt saman. Hestanafnanefnd samþykkti beiðni Þebu um skráningu á nafninu í dag eftir að hafa hafnað því. 30. nóvember 2021 19:22