Stökkið: „Andlega var ég gríðarlega tilbúin að flytja út“ Elísabet Hanna skrifar 6. júní 2022 07:00 Selma blómstrar á Spáni. Aðsend Selma Soffía Guðbrandsdóttir flutti til Spánar fyrir tveimur árum til þess að fara í nám en ákvað eftir námið að vera þar áfram og starfar í dag sem þjónustustjóri (e. Client services manager) hjá fyrirtæki í Marbella sem leigir út lúxus villur. Hvar ertu búsett?Ég flutti upprunalega til Barcelona til að fara í mastersnám en fljótlega varð það ljóst að mig langaði ekkert heim aftur að námi loknu og ákvað því að búa áfram á Spáni. Ég er með BA gráðu í sálfræði, master í mannauðsstjórnun og á yndislegan kærasta frá Marokkó sem ég kynntist í Barcelona. Við eigum saman mega krúttlegan eins árs Pomeranian hvolp sem heitir Gatsby. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Ég flutti nýlega til Marbella sem er nálægt Malaga á Spáni frá Barcelona. Það kom til því ég fékk mitt núverandi starf sem er staðsett þar og fannst mjög spennandi að breyta aðeins til og prófa nýjan stað á Spáni. Með hverjum býrðu úti?Eins og er bý ég ein með hundinum mínum hér í Marbella þar sem kærasti minn er enn að vinna í Barcelona. Planið er að hann flytji til mín eftir einhverja mánuði og líklega viljum við búa hérna í Marbella í einhvern tíma. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Hvenær fluttirðu út?Ég flutti til Barcelona sumarið 2020. Það var mjög áhugavert þar sem það var á miðjum Covid faraldrinum. Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Ég vissi alveg síðan ég man eftir mér að mig langaði líklega ekki að búa á Íslandi þegar ég yrði eldri. Þegar það kom að mastersnámi kom íslenskur háskóli aldrei til greina. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af spænskri menningu og hafði áður komið til Barcelona og fannst borgin æði. Þegar ég fann það nám sem ég vildi og sá að það væru flottir möguleikar í Barcelona stökk ég á tækifærið. Ekki skemmdi fyrir að systir mín var nú þegar flutt þangað fyrir sitt nám og því algjör draumur að geta búið á Spáni saman. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Ég fann ekki fyrir Covid á neinn neikvæðan hátt. Ég auðvitað flutti sumarið 2020, árið þar sem Covid skall á og var hvað mest að sjokkera heiminn. Spánn var endalaust fram og til baka með allskonar takmarkanir, meðal annars útgöngubann á kvöldin og þess háttar. Ég lét það aldrei skemma fyrir mér og fannst það ekki hafa nein áhrif á líf mitt á þann hátt að upplifunin væri neikvæð. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Það var auðvitað mjög gott að systir mín bjó nú þegar úti í Barcelona fyrir mína flutninga. Þannig þegar það styttist í að ég flutti út fundum við íbúð saman og var það ferli bara nokkuð þægilegt, miðað við. Andlega var ég gríðarlega tilbúin að flytja út. Mér fannst ég virkilega þyrsta í nýtt umhverfi og einhverja tilbreytingu í lífið. Líkt og ég kom inn á hér að ofan fannst mér ég aldrei sjá sjálfa mig búa á Íslandi til lengdar þannig ég var mjög spennt fyrir flutningum út. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Að finna ásættanlega íbúð í Barcelona er algjört happa glappa. Ég mæli með að leita vel, og helst vera nú þegar í borginni til þess að geta farið og skoðað íbúðina sjálfur áður en tekin er ákvörðun eða farið að leggja fram greiðslur. Það er mjög mikið um svindl þegar kemur að íbúða auglýsingum á Spáni. Við vorum hins vegar mjög heppnar með íbúð og systir mín býr ennþá í þeirri íbúð. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Fjárhagslega var ég búin að vinna og safna mér smá pening en ég tók einnig námslán hjá LÍN. Mjög mikilvægt tip frá mér, þá sérstaklega í tengslum við að flytja til Spánar eða Barcelona og í rauninni hvert sem er: Alltaf búast við því að þurfa safna mun meiri pening en þú heldur. Þegar þú mætir á nýjan og spennandi stað langar manni oftast að prófa og gera svo margt. „Fyrstu mánuðirnir fara oftast í mikla peningaeyðslu, mun meira en maður gerði ráð fyrir.“ View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Námið mitt fann ég með því að nota Google og leita að því sem ég hafði áhuga á að læra, master í mannauðsstjórnun. Þegar ég fann þann skóla sem mér leyst ágætlega á spurðist ég fyrir og athugaði hvort að LÍN samþykkti námið og stökk svo á það. Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda?Meira og minna það sem ég kom inn á í spurningunni á undan. Klárlega að safna meiri pening en að þú heldur að sé nóg og gera mikla rannsóknavinnu á skóla, íbúð og borg almennt. Spánn er æðislegur staður til að búa á og mæli ég mjög mikið með að prófa það, sérstaklega Barcelona fyrir háskólanema. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) „Gott er að hafa í huga að mikið er um rán og þess háttar í Barcelona, eins og almennt í lífinu er gott að hafa varann á.“ Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í?Ég er svokallaður Client Services Manager hjá fyrirtæki sem heitir Swishmarbella. Fyrirtækið er aðeins tveggja ára gamalt og er því start up. Ég er því svolítið að gera „allt“ í þessu starfi og hef nú þegar á fyrstu tveimur mánuðunum lært svakalega mikið og elska vinnuna mína. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Ég var búin að vera í smá tíma að leita að vinnu í Barcelona en fann ekkert með ásættanlegum launum sem vakti áhuga minn. Kærastinn minn fékk svo skilaboð frá vini sínum sem býr hér í Marbella með auglýsingu fyrir þetta starf en vinurinn var að hvetja hann til þess að sækja um það og koma til Marbella en kærastinn minn hefur alltaf elskað þennan stað. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Þar sem hann var nýlega kominn með góða vinnu hjá Nobu hótelinu í Barcelona hvatti hann mig til þess að sækja um starfið. Hann sagði að ég yrði líklega fullkomin í starfið þar sem það krefst mikilla skipulags- og stjórnunarhæfileika, sem er eitthvað sem ég hef mikinn áhuga á í starfi. Ég endaði því á að sækja um og eftir þrjú til fjögur viðtöl og heimsókn til Marbella fékk ég starfið. Í framhaldinu flutti ég yfir til Marbella og hef verið hérna núna í tvo mánuði sirka og elska það. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Hvers saknarðu mest við Ísland?Þúsund prósent fjölskyldu minnar og vina. Ég á mjög stóra og nána fjölskyldu og sakna ég þeirra allra alla daga. Fjölskyldu matarboð voru mjög regluleg þegar við systurnar bjuggum allar á Íslandi og eru þessi matarboð eitthvað sem ég sakna hvað mest. Annars finnst mér íslenskur bjór og greitt aðgengi að Nocco líka eitthvað sem ég sakna mikið. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Hvers saknarðu minnst við Ísland?Íslensku veðráttunnar og roksins. Annars finnst mér íslenskt samfélag ekki alveg passa mínum persónuleika og finn mikinn mun á gleði og léttleika hjá fólki hér á Spáni miðað við heima. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Hvernig er veðrið?Það er æðislegt, get lítið kvartað yfir spænsku veðri. Hvaða ferðamáta notast þú við?Í Barcelona getur þú labbað nánast hvert sem er eða tekið metro. Hér í Marbella er nauðsynlegt að vera á bíl en ég er svo lánsöm að vinnan útvegaði mér bíl. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Kemur þú oft til Íslands?Því miður kem ég alls ekki nógu oft til Íslands. „Það er ekki nema um einu sinni á ári en mig langar klárlega að reyna fara oftar.“ Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna?Í rauninni hvorugt. Það er margt ódýrara hér á Spáni, en launin eru hins vegar svo svakalega lág miðað við á Íslandi. Það er frekar erfitt að halda uppi ákveðnum lífsstíl hérna sem væri kannski auðveldara að halda uppi á Íslandi. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Hef fengið nokkrar heimsóknir sem er alltaf mjög yndislegt. Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert?Það er góður hópur af íslenskum krökkum í Barcelona sem hittist reglulega. Hér í Marbella er ekki mikið af þeim en ég hef fundið eina stelpu á mínum aldri hérna. Það er alltaf gaman að geta hitt Íslendinga og talað íslensku til tilbreytingar. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Áttu þér uppáhalds stað?Barcelona mun alltaf eiga mjög stóran stað í hjartanu mínu, það er alveg einstök borg. Ég er enn að koma mér fyrir og að kynnast Marbella en hverfið mitt er með góða orku og ég elska hvað það er rólegt yfir öllu hér miðað við Barcelona. Hvaða matsölustöðum myndir þú mæla með?Vá það er svo mikið, bæði í Barcelona og Marbella, listinn er eiginlega endalaus en myndi segja að uppáhalds veitingastaðurinn hérna sé Lena í Puente Romano. Það er líka alltaf gaman að fara á sunnudögum á strandarklúbba eins og Playa Padre eða La Plage Casanis. Cappucino er líka góður staður fyrir kaffi, smá snarl eða drykk og sitja með útsýni yfir ströndina og hafið! View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á þessum stað?Hér í Marbella er ótrúlega gaman að fara á strandar klúbba og bari, setjast niður í drykk, slaka á og leyfa sólinni skína á sig. Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Vinnan mín er almennt mjög krefjandi þannig ég hef ekki mikinn frítíma. Venjulegur dagur í lífinu mínu er að vakna um klukkan sjö, taka góðan göngutúr með hundinum mínum, gera mig til og fara svo í vinnuna. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Eftir vinnu fer ég beint í ræktina og þaðan svo heim og tek hundinn minn aftur í góða göngu, vinn líklega aðeins meira og næ mér svo í góðan svefn. Hvað er það besta við staðinn þinn?Ég myndi segja andrúmsloftið og orkan í Marbella. Svo láta pálmatréin mig alltaf brosa en þau eru út um allt hérna. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Hvað er það versta við staðinn þinn?Ég myndi segja hversu nauðsynlegt það er að vera með bíl hérna og að þurfa keyra út um allt. Samgöngurnar eru ekki þær bestu miðað við hvað maður var orðinn svo góðu vanur í Barcelona. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Nei ég sé það ekki fyrir mér ef ég á að segja eins og er. Ég finn mikla tengingu við Spán og líður alveg ótrúlega vel hérna. „Ég sé alveg fyrir mér að stofna fjölskyldu hér og vera í mörg ár.“ Stökkið Ferðalög Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Stökkið: „Í byrjun voru ófáir dagar þar sem ég var á barmi þess að gefast upp“ Förðunarfræðingurinn Auður Sif Jónsdóttir flutti upphaflega til Los Angeles árið 2013 til þess að stunda nám við fagið. Eftir að hafa fallið fyrir borginni og faginu fór hún aftur út í nám árið 2016 og starfar þar í dag sem sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur. 30. maí 2022 07:00 Stökkið: „Ég er bara að ferðast um og bý ekki á neinum föstum stað“ Sóldís Alda Óskarsdóttir býr hvergi og breyttist sýn hennar á lífið þegar hún áttaði sig á því að hún þyrfti ekki að vera í níu til fimm vinnu að eilífu en henni fannst tilhugsunin um að eyða lífinu á skrifstofu allan daginn afar óspennandi. 23. maí 2022 07:01 „Ég bý fyrir utan Tulum inn í frumskóginum, umvafin miklu dýralífi, fullt af skordýrum og endalaust af plöntum“ Heiðrún María Magnúsdóttir ætlaði í þriggja vikna frí til Tulum í Mexíkó en er enn erlendis rúmum tveimur mánuðum síðar. Hún bjó fyrir utan Tulum í frumskóginum áður en hún fór áleiðis til San Marcos La Laguna og er aðallega að njóta þess að vera til. 20. maí 2022 07:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Hvar ertu búsett?Ég flutti upprunalega til Barcelona til að fara í mastersnám en fljótlega varð það ljóst að mig langaði ekkert heim aftur að námi loknu og ákvað því að búa áfram á Spáni. Ég er með BA gráðu í sálfræði, master í mannauðsstjórnun og á yndislegan kærasta frá Marokkó sem ég kynntist í Barcelona. Við eigum saman mega krúttlegan eins árs Pomeranian hvolp sem heitir Gatsby. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Ég flutti nýlega til Marbella sem er nálægt Malaga á Spáni frá Barcelona. Það kom til því ég fékk mitt núverandi starf sem er staðsett þar og fannst mjög spennandi að breyta aðeins til og prófa nýjan stað á Spáni. Með hverjum býrðu úti?Eins og er bý ég ein með hundinum mínum hér í Marbella þar sem kærasti minn er enn að vinna í Barcelona. Planið er að hann flytji til mín eftir einhverja mánuði og líklega viljum við búa hérna í Marbella í einhvern tíma. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Hvenær fluttirðu út?Ég flutti til Barcelona sumarið 2020. Það var mjög áhugavert þar sem það var á miðjum Covid faraldrinum. Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Ég vissi alveg síðan ég man eftir mér að mig langaði líklega ekki að búa á Íslandi þegar ég yrði eldri. Þegar það kom að mastersnámi kom íslenskur háskóli aldrei til greina. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af spænskri menningu og hafði áður komið til Barcelona og fannst borgin æði. Þegar ég fann það nám sem ég vildi og sá að það væru flottir möguleikar í Barcelona stökk ég á tækifærið. Ekki skemmdi fyrir að systir mín var nú þegar flutt þangað fyrir sitt nám og því algjör draumur að geta búið á Spáni saman. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Ég fann ekki fyrir Covid á neinn neikvæðan hátt. Ég auðvitað flutti sumarið 2020, árið þar sem Covid skall á og var hvað mest að sjokkera heiminn. Spánn var endalaust fram og til baka með allskonar takmarkanir, meðal annars útgöngubann á kvöldin og þess háttar. Ég lét það aldrei skemma fyrir mér og fannst það ekki hafa nein áhrif á líf mitt á þann hátt að upplifunin væri neikvæð. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Það var auðvitað mjög gott að systir mín bjó nú þegar úti í Barcelona fyrir mína flutninga. Þannig þegar það styttist í að ég flutti út fundum við íbúð saman og var það ferli bara nokkuð þægilegt, miðað við. Andlega var ég gríðarlega tilbúin að flytja út. Mér fannst ég virkilega þyrsta í nýtt umhverfi og einhverja tilbreytingu í lífið. Líkt og ég kom inn á hér að ofan fannst mér ég aldrei sjá sjálfa mig búa á Íslandi til lengdar þannig ég var mjög spennt fyrir flutningum út. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Að finna ásættanlega íbúð í Barcelona er algjört happa glappa. Ég mæli með að leita vel, og helst vera nú þegar í borginni til þess að geta farið og skoðað íbúðina sjálfur áður en tekin er ákvörðun eða farið að leggja fram greiðslur. Það er mjög mikið um svindl þegar kemur að íbúða auglýsingum á Spáni. Við vorum hins vegar mjög heppnar með íbúð og systir mín býr ennþá í þeirri íbúð. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Fjárhagslega var ég búin að vinna og safna mér smá pening en ég tók einnig námslán hjá LÍN. Mjög mikilvægt tip frá mér, þá sérstaklega í tengslum við að flytja til Spánar eða Barcelona og í rauninni hvert sem er: Alltaf búast við því að þurfa safna mun meiri pening en þú heldur. Þegar þú mætir á nýjan og spennandi stað langar manni oftast að prófa og gera svo margt. „Fyrstu mánuðirnir fara oftast í mikla peningaeyðslu, mun meira en maður gerði ráð fyrir.“ View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Námið mitt fann ég með því að nota Google og leita að því sem ég hafði áhuga á að læra, master í mannauðsstjórnun. Þegar ég fann þann skóla sem mér leyst ágætlega á spurðist ég fyrir og athugaði hvort að LÍN samþykkti námið og stökk svo á það. Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda?Meira og minna það sem ég kom inn á í spurningunni á undan. Klárlega að safna meiri pening en að þú heldur að sé nóg og gera mikla rannsóknavinnu á skóla, íbúð og borg almennt. Spánn er æðislegur staður til að búa á og mæli ég mjög mikið með að prófa það, sérstaklega Barcelona fyrir háskólanema. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) „Gott er að hafa í huga að mikið er um rán og þess háttar í Barcelona, eins og almennt í lífinu er gott að hafa varann á.“ Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í?Ég er svokallaður Client Services Manager hjá fyrirtæki sem heitir Swishmarbella. Fyrirtækið er aðeins tveggja ára gamalt og er því start up. Ég er því svolítið að gera „allt“ í þessu starfi og hef nú þegar á fyrstu tveimur mánuðunum lært svakalega mikið og elska vinnuna mína. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Ég var búin að vera í smá tíma að leita að vinnu í Barcelona en fann ekkert með ásættanlegum launum sem vakti áhuga minn. Kærastinn minn fékk svo skilaboð frá vini sínum sem býr hér í Marbella með auglýsingu fyrir þetta starf en vinurinn var að hvetja hann til þess að sækja um það og koma til Marbella en kærastinn minn hefur alltaf elskað þennan stað. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Þar sem hann var nýlega kominn með góða vinnu hjá Nobu hótelinu í Barcelona hvatti hann mig til þess að sækja um starfið. Hann sagði að ég yrði líklega fullkomin í starfið þar sem það krefst mikilla skipulags- og stjórnunarhæfileika, sem er eitthvað sem ég hef mikinn áhuga á í starfi. Ég endaði því á að sækja um og eftir þrjú til fjögur viðtöl og heimsókn til Marbella fékk ég starfið. Í framhaldinu flutti ég yfir til Marbella og hef verið hérna núna í tvo mánuði sirka og elska það. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Hvers saknarðu mest við Ísland?Þúsund prósent fjölskyldu minnar og vina. Ég á mjög stóra og nána fjölskyldu og sakna ég þeirra allra alla daga. Fjölskyldu matarboð voru mjög regluleg þegar við systurnar bjuggum allar á Íslandi og eru þessi matarboð eitthvað sem ég sakna hvað mest. Annars finnst mér íslenskur bjór og greitt aðgengi að Nocco líka eitthvað sem ég sakna mikið. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Hvers saknarðu minnst við Ísland?Íslensku veðráttunnar og roksins. Annars finnst mér íslenskt samfélag ekki alveg passa mínum persónuleika og finn mikinn mun á gleði og léttleika hjá fólki hér á Spáni miðað við heima. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Hvernig er veðrið?Það er æðislegt, get lítið kvartað yfir spænsku veðri. Hvaða ferðamáta notast þú við?Í Barcelona getur þú labbað nánast hvert sem er eða tekið metro. Hér í Marbella er nauðsynlegt að vera á bíl en ég er svo lánsöm að vinnan útvegaði mér bíl. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Kemur þú oft til Íslands?Því miður kem ég alls ekki nógu oft til Íslands. „Það er ekki nema um einu sinni á ári en mig langar klárlega að reyna fara oftar.“ Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna?Í rauninni hvorugt. Það er margt ódýrara hér á Spáni, en launin eru hins vegar svo svakalega lág miðað við á Íslandi. Það er frekar erfitt að halda uppi ákveðnum lífsstíl hérna sem væri kannski auðveldara að halda uppi á Íslandi. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Hef fengið nokkrar heimsóknir sem er alltaf mjög yndislegt. Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert?Það er góður hópur af íslenskum krökkum í Barcelona sem hittist reglulega. Hér í Marbella er ekki mikið af þeim en ég hef fundið eina stelpu á mínum aldri hérna. Það er alltaf gaman að geta hitt Íslendinga og talað íslensku til tilbreytingar. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Áttu þér uppáhalds stað?Barcelona mun alltaf eiga mjög stóran stað í hjartanu mínu, það er alveg einstök borg. Ég er enn að koma mér fyrir og að kynnast Marbella en hverfið mitt er með góða orku og ég elska hvað það er rólegt yfir öllu hér miðað við Barcelona. Hvaða matsölustöðum myndir þú mæla með?Vá það er svo mikið, bæði í Barcelona og Marbella, listinn er eiginlega endalaus en myndi segja að uppáhalds veitingastaðurinn hérna sé Lena í Puente Romano. Það er líka alltaf gaman að fara á sunnudögum á strandarklúbba eins og Playa Padre eða La Plage Casanis. Cappucino er líka góður staður fyrir kaffi, smá snarl eða drykk og sitja með útsýni yfir ströndina og hafið! View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á þessum stað?Hér í Marbella er ótrúlega gaman að fara á strandar klúbba og bari, setjast niður í drykk, slaka á og leyfa sólinni skína á sig. Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Vinnan mín er almennt mjög krefjandi þannig ég hef ekki mikinn frítíma. Venjulegur dagur í lífinu mínu er að vakna um klukkan sjö, taka góðan göngutúr með hundinum mínum, gera mig til og fara svo í vinnuna. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Eftir vinnu fer ég beint í ræktina og þaðan svo heim og tek hundinn minn aftur í góða göngu, vinn líklega aðeins meira og næ mér svo í góðan svefn. Hvað er það besta við staðinn þinn?Ég myndi segja andrúmsloftið og orkan í Marbella. Svo láta pálmatréin mig alltaf brosa en þau eru út um allt hérna. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Hvað er það versta við staðinn þinn?Ég myndi segja hversu nauðsynlegt það er að vera með bíl hérna og að þurfa keyra út um allt. Samgöngurnar eru ekki þær bestu miðað við hvað maður var orðinn svo góðu vanur í Barcelona. View this post on Instagram A post shared by Selma (@selmasoffia) Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Nei ég sé það ekki fyrir mér ef ég á að segja eins og er. Ég finn mikla tengingu við Spán og líður alveg ótrúlega vel hérna. „Ég sé alveg fyrir mér að stofna fjölskyldu hér og vera í mörg ár.“
Stökkið Ferðalög Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Stökkið: „Í byrjun voru ófáir dagar þar sem ég var á barmi þess að gefast upp“ Förðunarfræðingurinn Auður Sif Jónsdóttir flutti upphaflega til Los Angeles árið 2013 til þess að stunda nám við fagið. Eftir að hafa fallið fyrir borginni og faginu fór hún aftur út í nám árið 2016 og starfar þar í dag sem sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur. 30. maí 2022 07:00 Stökkið: „Ég er bara að ferðast um og bý ekki á neinum föstum stað“ Sóldís Alda Óskarsdóttir býr hvergi og breyttist sýn hennar á lífið þegar hún áttaði sig á því að hún þyrfti ekki að vera í níu til fimm vinnu að eilífu en henni fannst tilhugsunin um að eyða lífinu á skrifstofu allan daginn afar óspennandi. 23. maí 2022 07:01 „Ég bý fyrir utan Tulum inn í frumskóginum, umvafin miklu dýralífi, fullt af skordýrum og endalaust af plöntum“ Heiðrún María Magnúsdóttir ætlaði í þriggja vikna frí til Tulum í Mexíkó en er enn erlendis rúmum tveimur mánuðum síðar. Hún bjó fyrir utan Tulum í frumskóginum áður en hún fór áleiðis til San Marcos La Laguna og er aðallega að njóta þess að vera til. 20. maí 2022 07:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Stökkið: „Í byrjun voru ófáir dagar þar sem ég var á barmi þess að gefast upp“ Förðunarfræðingurinn Auður Sif Jónsdóttir flutti upphaflega til Los Angeles árið 2013 til þess að stunda nám við fagið. Eftir að hafa fallið fyrir borginni og faginu fór hún aftur út í nám árið 2016 og starfar þar í dag sem sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur. 30. maí 2022 07:00
Stökkið: „Ég er bara að ferðast um og bý ekki á neinum föstum stað“ Sóldís Alda Óskarsdóttir býr hvergi og breyttist sýn hennar á lífið þegar hún áttaði sig á því að hún þyrfti ekki að vera í níu til fimm vinnu að eilífu en henni fannst tilhugsunin um að eyða lífinu á skrifstofu allan daginn afar óspennandi. 23. maí 2022 07:01
„Ég bý fyrir utan Tulum inn í frumskóginum, umvafin miklu dýralífi, fullt af skordýrum og endalaust af plöntum“ Heiðrún María Magnúsdóttir ætlaði í þriggja vikna frí til Tulum í Mexíkó en er enn erlendis rúmum tveimur mánuðum síðar. Hún bjó fyrir utan Tulum í frumskóginum áður en hún fór áleiðis til San Marcos La Laguna og er aðallega að njóta þess að vera til. 20. maí 2022 07:00