„Pabbi er búinn að hjálpa mér hrikalega mikið í gegnum þetta allt“ Sindri Sverrisson skrifar 4. júní 2022 10:01 Feðgarnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Kristján Arason féllust í faðma eftir að Gísli afrekaði það sem pabbi hans gerði fyrir 34 árum, að verða þýskur meistari. Samsett/Facebook Gísli Þorgeir Kristjánsson varð á fimmtudagskvöld Þýskalandsmeistari í handbolta fyrir framan pabba sinn, Kristján Arason, sem einnig hefur það á ferilskránni að hafa orðið Þýskalandsmeistari. Kristján landaði titlinum sem einn af lykilleikmönnum Gummersbach árið 1988 og var svo í stúkunni að sjá Gísla, Ómar Inga Magnússon og félaga þeirra í Magdeburg tryggja liðinu sinn fyrsta Þýskalandsmeistaratitil frá árinu 2001. Móðir Gísla, alþingiskonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varð hins vegar að sætta sig við að missa af leiknum vegna vinnunnar. „Pabbi kom og sá mig verða meistari. Það var geggjað að hafa pabba í stúkunni og gaman að við feðgarnir séum báðir orðnir meistarar. Það er skemmtilegt skref,“ segir Gísli. Hann hefur átt frábært tímabil í vetur en hefur fengið mikinn stuðning frá fjölskyldu sinni síðustu ár, á erfiðum tímum vegna meiðsla í báðum öxlum. „Pabbi er búinn að hjálpa mér hrikalega mikið í gegnum þetta allt hjá mér, hvað handboltann varðar og í gegnum þessi meiðsli sem ég hef glímt við. Hann er ekki bara búinn að vera pabbi minn heldur lærifaðir og bara algjör stoð og stytta eins og öll mín fjölskylda. Það var frábært að fá að upplifa þetta með honum,“ segir Gísli. Íslenska fánann mátti því sjá á meðal áhorfenda í Magdeburg í fyrrakvöld en greinilegt var að fleiri stuðningsmenn en pabbi Gísli kunna að meta það sem hann og Ómar Ingi hafa gert fyrir liðið. Fann hvað þetta þýddi fyrir fólkið í bænum Íslendingar voru einnig í aðalhlutverkum þegar Magdeburg varð þýskur meistari síðast, þá í fyrsta sinn, því þá var Ólafur Stefánsson stjarna liðsins og Alfreð Gíslason þjálfari. „Maður fann hvað þetta þýddi mikið fyrir klúbbinn og fólkið í bænum. Það lifir fyrir þetta félag og það er svo gaman að geta gefið eitthvað til baka, eftir allt sem þau eru búin að gefa mér. Þau hafa staðið við bakið á mér í gegnum mín meiðsli og núna gat ég gefið til baka með því að við skyldum vinna titilinn,“ segir Gísli. Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira
Kristján landaði titlinum sem einn af lykilleikmönnum Gummersbach árið 1988 og var svo í stúkunni að sjá Gísla, Ómar Inga Magnússon og félaga þeirra í Magdeburg tryggja liðinu sinn fyrsta Þýskalandsmeistaratitil frá árinu 2001. Móðir Gísla, alþingiskonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varð hins vegar að sætta sig við að missa af leiknum vegna vinnunnar. „Pabbi kom og sá mig verða meistari. Það var geggjað að hafa pabba í stúkunni og gaman að við feðgarnir séum báðir orðnir meistarar. Það er skemmtilegt skref,“ segir Gísli. Hann hefur átt frábært tímabil í vetur en hefur fengið mikinn stuðning frá fjölskyldu sinni síðustu ár, á erfiðum tímum vegna meiðsla í báðum öxlum. „Pabbi er búinn að hjálpa mér hrikalega mikið í gegnum þetta allt hjá mér, hvað handboltann varðar og í gegnum þessi meiðsli sem ég hef glímt við. Hann er ekki bara búinn að vera pabbi minn heldur lærifaðir og bara algjör stoð og stytta eins og öll mín fjölskylda. Það var frábært að fá að upplifa þetta með honum,“ segir Gísli. Íslenska fánann mátti því sjá á meðal áhorfenda í Magdeburg í fyrrakvöld en greinilegt var að fleiri stuðningsmenn en pabbi Gísli kunna að meta það sem hann og Ómar Ingi hafa gert fyrir liðið. Fann hvað þetta þýddi fyrir fólkið í bænum Íslendingar voru einnig í aðalhlutverkum þegar Magdeburg varð þýskur meistari síðast, þá í fyrsta sinn, því þá var Ólafur Stefánsson stjarna liðsins og Alfreð Gíslason þjálfari. „Maður fann hvað þetta þýddi mikið fyrir klúbbinn og fólkið í bænum. Það lifir fyrir þetta félag og það er svo gaman að geta gefið eitthvað til baka, eftir allt sem þau eru búin að gefa mér. Þau hafa staðið við bakið á mér í gegnum mín meiðsli og núna gat ég gefið til baka með því að við skyldum vinna titilinn,“ segir Gísli.
Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira