Fótbolti

Diljá á skotskónum í stórsigri Hacken

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Diljá Ýr Zomers Hacken
Göteborgs Posten/Vísir

Íslendingalið Hacken gerði góða ferð til Stokkhólms og vann stórsigur á Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Diljá Ýr Zomers og Agla María Albertsdóttir eru á mála hjá Hacken og hóf sú fyrrnefnda leik á varamannabekk Hacken en Agla María var fjarri góðu gamni í dag.

Diljá kom inná á 58.mínútu en þá var staðan orðin 0-3, Hacken í vil.

Á 78.mínútu náði Diljá að skora og koma Hacken í 0-4 en leiknum lauk svo með fjögurra marka sigri gestanna, 1-5.

Þetta var fyrsta mark Diljá á leiktíðinni en Hacken er í 3.sæti deildarinnar eftir tólf leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×