Wales á HM í fyrsta sinn í 64 ár Valur Páll Eiríksson skrifar 5. júní 2022 17:56 Gareth Bale átti aukaspyrnu sem Andriy Yarmolenko skallaði í eigið net. Ian Cook - CameraSport via Getty Images Wales er komið á heimsmeistaramót karla í fótbolta í annað sinn í sögu landsins. Liðið vann 1-0 sigur á Úkraínu í umspilsleik um HM-sæti í Cardiff í dag. Leikur dagsins átti upprunalega að fara fram í mars, en þá tryggðu bæði Portúgal og Pólland sér sæti á HM í gegnum umspilið. Wales tryggði sér þá sæti í úrslitaleiknum með 2-1 sigri á Austurríki en vegna stríðsins í Úkraínu var leik liðsins við Skotland í undanúrslitunum frestað fram á sumar. Úkraína vann öruggan 3-1 sigur á Skotlandi í vikunni og því ljóst að liðin tvö myndu keppa um sæti í á HM í Katar. 6 4 - Wales set a new record for biggest gap between World Cup appearances64 years - Wales (1958-2022)56 - Egypt (1934-1990)56 - Norway (1938-1994)#walesukraine #FIFAWorldCup— Gracenote Live (@GracenoteLive) June 5, 2022 Úkraínumenn voru sterkari aðilinn framan af en tókst illa að skapa sér færi. Wales náði forystunni á 34. mínútu þegar Gareth Bale, sem vann nýverið fimmta Meistaradeildartitil sinn með Real Madrid, skaut að marki úr aukaspyrnu en Andriy Yarmolenko, sem er nýfarinn frá liði West Ham, gerði tilraun til að skalla skot Bales frá. Það gekk ekki betur en svo að Yarmolenko skallaði boltann framhjá Georgiy Bushchan, markverði Úkraínu, í eigið net. Bæði lið áttu sín færi í síðari hálfleik en bæði Bushchan og Wayne Hennessey, sem lék sinn 102. landsleik milli stanga Wales, stóðu sig vel. Mörkin urðu ekki fleiri og því réði sjálfsmark Yarmolenko úrslitum. Wales er því komið á HM í annað sinn í sögu landsins, í fyrsta skipti síðan 1958. Wales verður í B-riðli með Englandi, Bandaríkjunum og Íran og spilar sinn fyrsta leik við Bandaríkin þann 21. nóvember. HM 2022 í Katar Wales Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Leikur dagsins átti upprunalega að fara fram í mars, en þá tryggðu bæði Portúgal og Pólland sér sæti á HM í gegnum umspilið. Wales tryggði sér þá sæti í úrslitaleiknum með 2-1 sigri á Austurríki en vegna stríðsins í Úkraínu var leik liðsins við Skotland í undanúrslitunum frestað fram á sumar. Úkraína vann öruggan 3-1 sigur á Skotlandi í vikunni og því ljóst að liðin tvö myndu keppa um sæti í á HM í Katar. 6 4 - Wales set a new record for biggest gap between World Cup appearances64 years - Wales (1958-2022)56 - Egypt (1934-1990)56 - Norway (1938-1994)#walesukraine #FIFAWorldCup— Gracenote Live (@GracenoteLive) June 5, 2022 Úkraínumenn voru sterkari aðilinn framan af en tókst illa að skapa sér færi. Wales náði forystunni á 34. mínútu þegar Gareth Bale, sem vann nýverið fimmta Meistaradeildartitil sinn með Real Madrid, skaut að marki úr aukaspyrnu en Andriy Yarmolenko, sem er nýfarinn frá liði West Ham, gerði tilraun til að skalla skot Bales frá. Það gekk ekki betur en svo að Yarmolenko skallaði boltann framhjá Georgiy Bushchan, markverði Úkraínu, í eigið net. Bæði lið áttu sín færi í síðari hálfleik en bæði Bushchan og Wayne Hennessey, sem lék sinn 102. landsleik milli stanga Wales, stóðu sig vel. Mörkin urðu ekki fleiri og því réði sjálfsmark Yarmolenko úrslitum. Wales er því komið á HM í annað sinn í sögu landsins, í fyrsta skipti síðan 1958. Wales verður í B-riðli með Englandi, Bandaríkjunum og Íran og spilar sinn fyrsta leik við Bandaríkin þann 21. nóvember.
HM 2022 í Katar Wales Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira