Hótel taki herbergi undir starfsfólk vegna húsnæðisskorts Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júní 2022 18:38 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Húsnæðisvandi hefur hamlandi áhrif á ferðaþjónustuna hér á landi, sem er nú að rétta sig af eftir faraldurinn. Erlendu starfsfólki hefur fjölgað í greininni og það aukið eftirspurn eftir húsnæði. Talsmaður greinarinnar kallar eftir því að stjórnvöld láti verkin tala. Skortur á húsnæði fyrir erlenda starfsmenn í ferðaþjónustu er farinn að standa þróun greinarinnar fyrir þrifum. Slíkur skortur, ofan á mönnunarvanda í greininni, veldur því að enn erfiðara er að fá fólk til starfa. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að vandinn sé nokkuð mikill. Lausnir sem ferðaþjónustan hafi sjálf ráðist í dugi skammt. „Hótel hafa verið að reyna að taka herbergi undir starfsfólk, sem er auðvitað hvorki gott fyrir hótelin né starfsfólkið. Það eru ýmsar leiðir, það er verið að breyta húsnæði. Bílskúrum í íbúðarhúsnæði, það er verið að reyna að nýta það húsnæði sem til er á margvíslegan hátt. Hafa fleiri inni í hverri íbúð, og svo framvegis, sem eru allt saman vondar lausnir,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Lausnir í dag skili sér eftir ár Hann fagnar því að starfshópur á vegum innviðaráðherra hafi skilað inn tillögum um hvernig tekið verði á húsnæðisvandanum, en segir að hugmyndunum verði að fylgja eftir. „Nú kannski kemur í ljós hversu fljót við getum verið. Því við vitum það að frá því ákvarðanir eru teknar og þangað til húsnæðið er í raun og veru komið á markað og farið að vinna fyrir okkur, það er alveg eitt til tvö ár sem það tekur. Þannig að þetta þarf að fara að gerast núna ef við ætlum að sjá breytingu á næstu árum.“ Til að geta sinnt allri þjónustu sem ferðamannastraumurinn kalli á þurfi á bilinu sjö til níu þúsund manns erlendis frá. „Eins og staðan er núna þá vantar einhvern töluverðan hluta af því.“ Meðal hugmynda sé að ferðaþjónustufyrirtæki ráði fólk frá Úkraínu í vinnu, það sé þó vandkvæðum bundið. „Bæði varðandi samsetningu hópsins og að tengja þau við störf sem eru í boði, tungumálavandi og ýmislegt sem þarf að vinna í kringum. Þetta er vissulega einn möguleikinn, og bara um að gera að hvetja fyrirtækin til þess að athuga hvort þetta er möguleiki, og hafa samband við Vinnumálastofnun.“ Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Skortur á húsnæði fyrir erlenda starfsmenn í ferðaþjónustu er farinn að standa þróun greinarinnar fyrir þrifum. Slíkur skortur, ofan á mönnunarvanda í greininni, veldur því að enn erfiðara er að fá fólk til starfa. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að vandinn sé nokkuð mikill. Lausnir sem ferðaþjónustan hafi sjálf ráðist í dugi skammt. „Hótel hafa verið að reyna að taka herbergi undir starfsfólk, sem er auðvitað hvorki gott fyrir hótelin né starfsfólkið. Það eru ýmsar leiðir, það er verið að breyta húsnæði. Bílskúrum í íbúðarhúsnæði, það er verið að reyna að nýta það húsnæði sem til er á margvíslegan hátt. Hafa fleiri inni í hverri íbúð, og svo framvegis, sem eru allt saman vondar lausnir,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Lausnir í dag skili sér eftir ár Hann fagnar því að starfshópur á vegum innviðaráðherra hafi skilað inn tillögum um hvernig tekið verði á húsnæðisvandanum, en segir að hugmyndunum verði að fylgja eftir. „Nú kannski kemur í ljós hversu fljót við getum verið. Því við vitum það að frá því ákvarðanir eru teknar og þangað til húsnæðið er í raun og veru komið á markað og farið að vinna fyrir okkur, það er alveg eitt til tvö ár sem það tekur. Þannig að þetta þarf að fara að gerast núna ef við ætlum að sjá breytingu á næstu árum.“ Til að geta sinnt allri þjónustu sem ferðamannastraumurinn kalli á þurfi á bilinu sjö til níu þúsund manns erlendis frá. „Eins og staðan er núna þá vantar einhvern töluverðan hluta af því.“ Meðal hugmynda sé að ferðaþjónustufyrirtæki ráði fólk frá Úkraínu í vinnu, það sé þó vandkvæðum bundið. „Bæði varðandi samsetningu hópsins og að tengja þau við störf sem eru í boði, tungumálavandi og ýmislegt sem þarf að vinna í kringum. Þetta er vissulega einn möguleikinn, og bara um að gera að hvetja fyrirtækin til þess að athuga hvort þetta er möguleiki, og hafa samband við Vinnumálastofnun.“
Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira