Hentifræði eru tímasóun Þórarinn Hjartarson skrifar 6. júní 2022 11:39 Tími og orka stórs hluta ungs fólks í vestrænum samfélögum er eytt í vitleysu innan veggja háskólasamfélaga. Á hverjum degi mæta tugir þúsunda ungmenna til kennslu stýrt af hugmyndafræðing með jesúkomplexa sem telur sig vera andsvar óréttlætis í heiminum og sannfærir nemendur um að allir sem efist um ágæti hugsjóna hans sé ofbeldisfólk. Verðleikar þátttakenda í þeirri kennslustofu eru metnir eftir kyni, kynþætti, kynhneigð, líkamsbyggingu ásamt öðrum þáttum sem veita engar upplýsingar um ágæti hugmynda þeirra. Með vísan til samhengislausra hugleiðinga um söguna og samfélagið er þetta unga fólk sannfært um að það eitt að lifa í sínu samfélagi sé þátttaka í að viðhalda ofríki rasísks heteranormatívs feðraveldis sem helst megi líkja við dystópíska skáldsögu. Allt sem þessu unga fólki mislíkar við eigin tilvist er öðrum að kenna og verður það ástand viðvarandi þangað til aðrir fara að haga sér eftir þeirra formmerkjum. Þetta eru fjarri því að vera einföld fræði. Markmið baráttunnar sveiflast eftir vindum og hentisemi, það sem var rétt í gær er rangt á morgun og allar framfarir eru þversagnakenndar, álitnar merki um að það sé enn meira verk að vinna heldur en þau töldu í fyrstu. Tími fólks er verðmætur. Sérstaklega ungs fólks. Ástandið hérlendis er betra en vestanhafs. Samhliða tímaeyðslu safna ungmenni þar himinháum skuldum sem nær ómögulegt er fyrir þau að endurgreiða vegna lítillar eftirspurnar eftir sérhæfingu þeirra á vinnumarkaði. En það er mikilvægt að læra af mistökum. Blessunarlega er framboð ofangreindra hentifræða minna í íslenskum háskólum, nám er niðurgreitt og nýtist þeim sem greiða það í flestum tilfellum síðar. Þó eru blikur á lofti. Heilbrigðis-, mennta- og leikskólasvið sárvantar sérhæft fólk ásamt því að mikil kreppa hefur skapast á húsnæðismarkaði sem krefst iðnaðarmanna. Því vill undirritaður biðla til ungs fólks um að íhuga val sitt á námi vandlega. Vegurinn að hamingjunni felst ólíklega í atvinnuaktívisma þar sem starfskilyrði krefjast þess helst að móðgast fyrir hönd annarra og að halda samborgurum sínum í siðferðislegri gíslingu. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Tími og orka stórs hluta ungs fólks í vestrænum samfélögum er eytt í vitleysu innan veggja háskólasamfélaga. Á hverjum degi mæta tugir þúsunda ungmenna til kennslu stýrt af hugmyndafræðing með jesúkomplexa sem telur sig vera andsvar óréttlætis í heiminum og sannfærir nemendur um að allir sem efist um ágæti hugsjóna hans sé ofbeldisfólk. Verðleikar þátttakenda í þeirri kennslustofu eru metnir eftir kyni, kynþætti, kynhneigð, líkamsbyggingu ásamt öðrum þáttum sem veita engar upplýsingar um ágæti hugmynda þeirra. Með vísan til samhengislausra hugleiðinga um söguna og samfélagið er þetta unga fólk sannfært um að það eitt að lifa í sínu samfélagi sé þátttaka í að viðhalda ofríki rasísks heteranormatívs feðraveldis sem helst megi líkja við dystópíska skáldsögu. Allt sem þessu unga fólki mislíkar við eigin tilvist er öðrum að kenna og verður það ástand viðvarandi þangað til aðrir fara að haga sér eftir þeirra formmerkjum. Þetta eru fjarri því að vera einföld fræði. Markmið baráttunnar sveiflast eftir vindum og hentisemi, það sem var rétt í gær er rangt á morgun og allar framfarir eru þversagnakenndar, álitnar merki um að það sé enn meira verk að vinna heldur en þau töldu í fyrstu. Tími fólks er verðmætur. Sérstaklega ungs fólks. Ástandið hérlendis er betra en vestanhafs. Samhliða tímaeyðslu safna ungmenni þar himinháum skuldum sem nær ómögulegt er fyrir þau að endurgreiða vegna lítillar eftirspurnar eftir sérhæfingu þeirra á vinnumarkaði. En það er mikilvægt að læra af mistökum. Blessunarlega er framboð ofangreindra hentifræða minna í íslenskum háskólum, nám er niðurgreitt og nýtist þeim sem greiða það í flestum tilfellum síðar. Þó eru blikur á lofti. Heilbrigðis-, mennta- og leikskólasvið sárvantar sérhæft fólk ásamt því að mikil kreppa hefur skapast á húsnæðismarkaði sem krefst iðnaðarmanna. Því vill undirritaður biðla til ungs fólks um að íhuga val sitt á námi vandlega. Vegurinn að hamingjunni felst ólíklega í atvinnuaktívisma þar sem starfskilyrði krefjast þess helst að móðgast fyrir hönd annarra og að halda samborgurum sínum í siðferðislegri gíslingu. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun