Hinn 21 árs gamli Viktor Gísli samdi við Nantes fyrr í vetur og mun ganga til liðs við franska stórliðið er samningur hans í Danmörku rennur út. Um er að ræða um stórt skref á ferli Viktors Gísla þar sem Nantes er eitt sterkasta lið Evrópu.
GOG hefur nú fundið arftaka Viktors Gísla þar sem hinn 26 ára gamli Svíi Tobias Thulin hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Hann kemur frá Stuttgart í Þýskalandi þar sem Viggó Kristjánsson er allt í öllu.
Thulin hefur leikið með Magdeburg og Stuttgart í Þýskalandi ásamt því að leika í heimalandinu. Hann vann Evrópudeildina með Magdeburg á síðasta ári. Þá var hann hluti af sænska landsliðinu sem hrósaði sigri á Evrópumótinu í handbolta fyrr á árinu.