Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Eiður Þór Árnason skrifar 6. júní 2022 18:15 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, er hæstánægður með niðurstöðuna. Vísir/Ragnar Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. Leiðtogar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík kynntu meirihlutasamstarf sitt á blaðamannafundi í dag. Dagur B. Eggertsson verður áfram borgarstjóri fyrstu átján mánuði kjörtímabilsins þangað til Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, tekur við en fram að því mun hann leiða borgarráð. Einar segir að breytingarnar muni koma fram strax og hann muni nýta tíma sinn í borgarráði til að ýta úr vör mikilvægu húsnæðisátaki. „Það er mikilvægt að menn komi vel undirbúnir í þetta starf. Ég nálgast það af auðmýkt og metnaði og vil standa mig vel og ná árangri fyrir borgarbúa, um það snýst þetta,“ sagði Einar að loknum blaðamannafundinum síðdegis í dag. Erfitt að vinna með Sjálfstæðisflokknum Aðspurður út í það ákall Sjálfstæðismanna að Framsókn ætti ekki að ganga til viðræðna við flokkana sem mynduðu síðasta meirihluta í borginni segir Einar staðreynd málsins vera þá að fáir flokkar hafi viljað vinna með Sjálfstæðisflokknum. „Við vorum tilbúin til viðræðna við alla, þetta samstarf milli Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknar var það eina sem var í boði. Við tökum það bara alvarlega að mynda meirihluta og fara ekki í einhverja störukeppni sem enginn veit hvert leiðir og eyðir bara tíma. Verkefnið er að mynda meirihluta og byrja að ná árangri.“ Marki nýja tíma Einar segir samstarfið marka nýjan kafla í borginni og hann vilji eiga gott samstarf bæði við flokka í meirihluta og minnihluta. „Ég legg mikla áherslu á það að við nýtum þetta kjörtímabil til að byggja brýr og beita öðrum vinnubrögðum í borgarmálunum.“ Tólf dagar eru liðnir frá því að fulltrúar Framsóknar, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar hófu formlegar meirihlutaviðræður sem tóku lengri tíma en víða annars staðar. Einar segir að ekkert eitt deilumál hafi tafið vinnuna. „Mér þótti bara mikilvægt að við ræddum nokkuð vel og ítarlega um málin, ekki bara til að skrifa eitthvað niður á blað heldur líka til að finna hitann í sumum málum og kuldann í hinum, komast að sameiginlegri niðurstöðu, lesa hvert annað, mynda traust.“ „Ég held að það hafi verið mjög gagnlegt þegar það kom síðan að því að ræða kannski mál þar sem flokkarnir höfðu mjög ólíkar skoðanir þegar við komum að borðinu. Þá hjálpaði það til og við náðum að lenda öllum málum í mikilli sátt. Þetta er bara gríðarlega metnaðarfullur samningur og ég hlakka til,“ segir Einar. Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal Reykjavík Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Leiðtogar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík kynntu meirihlutasamstarf sitt á blaðamannafundi í dag. Dagur B. Eggertsson verður áfram borgarstjóri fyrstu átján mánuði kjörtímabilsins þangað til Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, tekur við en fram að því mun hann leiða borgarráð. Einar segir að breytingarnar muni koma fram strax og hann muni nýta tíma sinn í borgarráði til að ýta úr vör mikilvægu húsnæðisátaki. „Það er mikilvægt að menn komi vel undirbúnir í þetta starf. Ég nálgast það af auðmýkt og metnaði og vil standa mig vel og ná árangri fyrir borgarbúa, um það snýst þetta,“ sagði Einar að loknum blaðamannafundinum síðdegis í dag. Erfitt að vinna með Sjálfstæðisflokknum Aðspurður út í það ákall Sjálfstæðismanna að Framsókn ætti ekki að ganga til viðræðna við flokkana sem mynduðu síðasta meirihluta í borginni segir Einar staðreynd málsins vera þá að fáir flokkar hafi viljað vinna með Sjálfstæðisflokknum. „Við vorum tilbúin til viðræðna við alla, þetta samstarf milli Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknar var það eina sem var í boði. Við tökum það bara alvarlega að mynda meirihluta og fara ekki í einhverja störukeppni sem enginn veit hvert leiðir og eyðir bara tíma. Verkefnið er að mynda meirihluta og byrja að ná árangri.“ Marki nýja tíma Einar segir samstarfið marka nýjan kafla í borginni og hann vilji eiga gott samstarf bæði við flokka í meirihluta og minnihluta. „Ég legg mikla áherslu á það að við nýtum þetta kjörtímabil til að byggja brýr og beita öðrum vinnubrögðum í borgarmálunum.“ Tólf dagar eru liðnir frá því að fulltrúar Framsóknar, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar hófu formlegar meirihlutaviðræður sem tóku lengri tíma en víða annars staðar. Einar segir að ekkert eitt deilumál hafi tafið vinnuna. „Mér þótti bara mikilvægt að við ræddum nokkuð vel og ítarlega um málin, ekki bara til að skrifa eitthvað niður á blað heldur líka til að finna hitann í sumum málum og kuldann í hinum, komast að sameiginlegri niðurstöðu, lesa hvert annað, mynda traust.“ „Ég held að það hafi verið mjög gagnlegt þegar það kom síðan að því að ræða kannski mál þar sem flokkarnir höfðu mjög ólíkar skoðanir þegar við komum að borðinu. Þá hjálpaði það til og við náðum að lenda öllum málum í mikilli sátt. Þetta er bara gríðarlega metnaðarfullur samningur og ég hlakka til,“ segir Einar. Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal
Reykjavík Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira