Felldu vantrauststillögu á hendur Boris Johnson Eiður Þór Árnason og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 6. júní 2022 20:06 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi breska Íhaldsflokksins, þarf ekki að yfirgefa Downing-stræti 10 á næstunni. AP/Alberto Pezzali Þingflokkur Íhaldsflokksins felldi í dag vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. 148 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni en 211 studdu formanninn, sem samsvarar einungis 59 prósentum þingmanna flokksins. Johnson hefur átt undir höggi að sækja vegna uppljóstrana um ítrekuð veisluhöld í Downing-stræti 10 á meðan samkomutakmarkanir voru við lýði vegna faraldursins. Einfaldan meirihluta sem samsvarar atkvæðum 180 þingmanna þurfti til að fá vantrauststillöguna samþykkta en færi svo hefði Johnson verið settur af sem forsætisráðherra og leiðtogi flokksins. Atkvæðagreiðslan var leynileg og skildu 63 atkvæði milli milli feigs og ófeigs. Greint er frá þessu í frétt Sky News. Atkvæðagreiðslan hófst klukkan fimm á íslenskum tíma og stóð til klukkan sjö. 54 þingmenn eða um fimmtán prósent fulltrúa Íhaldsflokksins óskuðu eftir henni en hart hefur verið sótt að Johnson bæði innan og utan flokksins undanfarin misseri, ekki síst vegna umfjöllunar um veisluhöld í Downing-stræti 10. Í kjölfar niðurstöðunnar verður ekki hægt að leggja fram aðra vantrauststillögu í að minnsta kosti eitt ár, samkvæmt reglum Íhaldsflokksins. Beðist afsökunar á gjörðum sínum Í skýrslu um rannsókn siðavarðar ríkisstjórnarinnar kom fram að vanvirðing fyrir reglum hafi liðist á meðal starfsliðs forsætisráðherrans og að æðstu stjórnendur yrðu að taka ábyrgð á þeirri menningu. Önnur þverpólitísk rannsókn á veisluhöldunum hefur nú verið boðuð. Johnson hefur beðist afsökunar á veislustandinu en sagst ætla að sitja sem fastast. Umfjöllun um veisluhöld í forsætisráðuneytinu hefur bæði reynst Boris Johnson og Íhaldsflokknum mjög erfið.Ap/Hollie Adams Síðast greiddi Íhaldsflokkurinn atkvæði um vantraust á hendur Theresu May, þáverandi forsætisráðherra, í miðju ölduróti í kringum útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í desember árið 2018. May stóðst atlöguna en sagði af sér aðeins nokkrum mánuðum síðar. Johnson tók við af henni í júlí árið 2019. Fleiri þingmenn studdu vantraust á hendur Johnson eða 148 samanborið við 117 árið 2018. Chris Mason, stjórnmálaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC, segir að andstæðingar forsætisráðherrans innan Íhaldsflokksins hafi náð betri árangri en þeir áttu von á þar sem þeir reiknuðu ekki með því að fá tillöguna samþykkta. Þrátt fyrir að Johnson hafi staðið af sér þessa atlögu beri niðurstöðurnar með sér að leiðtoginn verði áfram í vanda innan flokksins. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íhaldsmenn greiða atkvæði um vantraust á Johnson Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, verður haldin innan þingflokks Íhaldsflokks hans í dag eftir að meiri en 15% þingmannanna óskuðu eftir henni. 6. júní 2022 07:58 Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Johnson hefur átt undir höggi að sækja vegna uppljóstrana um ítrekuð veisluhöld í Downing-stræti 10 á meðan samkomutakmarkanir voru við lýði vegna faraldursins. Einfaldan meirihluta sem samsvarar atkvæðum 180 þingmanna þurfti til að fá vantrauststillöguna samþykkta en færi svo hefði Johnson verið settur af sem forsætisráðherra og leiðtogi flokksins. Atkvæðagreiðslan var leynileg og skildu 63 atkvæði milli milli feigs og ófeigs. Greint er frá þessu í frétt Sky News. Atkvæðagreiðslan hófst klukkan fimm á íslenskum tíma og stóð til klukkan sjö. 54 þingmenn eða um fimmtán prósent fulltrúa Íhaldsflokksins óskuðu eftir henni en hart hefur verið sótt að Johnson bæði innan og utan flokksins undanfarin misseri, ekki síst vegna umfjöllunar um veisluhöld í Downing-stræti 10. Í kjölfar niðurstöðunnar verður ekki hægt að leggja fram aðra vantrauststillögu í að minnsta kosti eitt ár, samkvæmt reglum Íhaldsflokksins. Beðist afsökunar á gjörðum sínum Í skýrslu um rannsókn siðavarðar ríkisstjórnarinnar kom fram að vanvirðing fyrir reglum hafi liðist á meðal starfsliðs forsætisráðherrans og að æðstu stjórnendur yrðu að taka ábyrgð á þeirri menningu. Önnur þverpólitísk rannsókn á veisluhöldunum hefur nú verið boðuð. Johnson hefur beðist afsökunar á veislustandinu en sagst ætla að sitja sem fastast. Umfjöllun um veisluhöld í forsætisráðuneytinu hefur bæði reynst Boris Johnson og Íhaldsflokknum mjög erfið.Ap/Hollie Adams Síðast greiddi Íhaldsflokkurinn atkvæði um vantraust á hendur Theresu May, þáverandi forsætisráðherra, í miðju ölduróti í kringum útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í desember árið 2018. May stóðst atlöguna en sagði af sér aðeins nokkrum mánuðum síðar. Johnson tók við af henni í júlí árið 2019. Fleiri þingmenn studdu vantraust á hendur Johnson eða 148 samanborið við 117 árið 2018. Chris Mason, stjórnmálaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC, segir að andstæðingar forsætisráðherrans innan Íhaldsflokksins hafi náð betri árangri en þeir áttu von á þar sem þeir reiknuðu ekki með því að fá tillöguna samþykkta. Þrátt fyrir að Johnson hafi staðið af sér þessa atlögu beri niðurstöðurnar með sér að leiðtoginn verði áfram í vanda innan flokksins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íhaldsmenn greiða atkvæði um vantraust á Johnson Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, verður haldin innan þingflokks Íhaldsflokks hans í dag eftir að meiri en 15% þingmannanna óskuðu eftir henni. 6. júní 2022 07:58 Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Íhaldsmenn greiða atkvæði um vantraust á Johnson Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, verður haldin innan þingflokks Íhaldsflokks hans í dag eftir að meiri en 15% þingmannanna óskuðu eftir henni. 6. júní 2022 07:58
Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01