Þingmaður segir lífeyrissjóðina hlunnfara yngri kynslóðirnar Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2022 12:29 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segir ný breyttar reglur lífeyrissjóða færa tugi milljarða frá yngri kynslóðum til þeirra eldri. Stöð 2/Arnar Þingmaður Viðreisnar segir lífeyrissjóðina ætla að mismuna yngri og eldri kynslóðum í lífeyrisréttindum með nýlegri breytingu á reglum sínum. Tugir milljarða verði færðir frá yngri kynslóðum til hinna eldri og þar með væri brotið gegn grunngildum samtryggingarinnar sem lífeyrissjóðirnir ættu að byggja starfsemi sína á. Í grein á Innherja á Vísi í dag er greint frá því að nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafi ákveðið að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum. Þannig verði réttindi eldri kynslóða meiri en þeirra sem yngri eru. Haft er eftir Bjarna Guðmundssyni tryggingastærðfræðingi að engin lagastoð væri fyrir þessum breytingum og þær væru einnig óþarfar. Áður hafi réttindi allra hækkað og lækkað jafnt eftir aðstæðum. Fram til ársins 2021 hafi skuldbindingar lífeyrissjóða verið reiknaðar út frá lífslíkum sem byggðu á reynslu fortíðar en nú væri miðað við spár um auknar lífslíkur í framtíðinni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar tók málið upp í störfum þingsins á Alþingi í morgun og sagði verulega halla á yngri kynslóðir. Tekju og eignamyndun yngri kynslóða hefði ekki haldið í við eldri kynslóðir og fólk kæmist seinna á fasteignamarkaðinn nú en á árum áður. Þorbjörg Sigríður segir lífeyrissjóðina hverfa frá grunngildum sínum með breytingunum.Vísir/Vilhelm „Spár um hærri lífaldur í framtíðinni leiða til þess að réttindi fólks hækka ekki jafnt heldur verður hækkun elsta aldurshópsins meira en tvöfalt hærri en þess yngsta. Þetta jafngildir tugmilljarða millifærslu á réttindum yngra fólks til þess eldra. Byggir á hækkun lífaldurs en við vitum ekki hvernig framtíðin verður,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Allir greiði hins vegar sama hlutfall af launum sínum í lífeyrissjóð. Með breytingunum dreifist áhættan af breyttum aðstæðum lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris ekki jafnt á milli kynslóðanna. Grunngildi samtryggingarinnar væri hins vegar að áhætta dreifðist jafnt á alla. „Við greiðum inn sömu hlutföll og eigum að eiga sömu réttindin. Ef við erum að hverfa frá þessu og opna fyrir misskiptingu í þessu kerfi samtryggingar þá vakna stórar spurningar. Og staða lífeyrissjóðanna er þannig að það er ekki þörf á þessari misskiptingu og hún gengur gegn markmiðum kerfisins,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á Alþingi í morgun. Alþingi Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Lítið fór fyrir tugmilljarða tilfærslu milli kynslóða Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa gripið til þess ráðs að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum þannig að aukning þessara réttinda sé minni hjá yngri kynslóðinni heldur en þeirri eldri. 9. júní 2022 06:02 Sjóðirnir nálgast bankanna í umsvifum í óverðtryggðum íbúðalánum Ný óverðtryggð lán lífeyrissjóðanna til heimila nema samanlagt rúmlega 25,3 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Það er einum milljarði króna meira en slíkar lánveitingar sjóðanna voru á öllu árinu 2021. 8. júní 2022 11:01 Lengri lífaldur setur mark sitt á skuldbindingar lífeyrissjóða Ársskýrslur lífeyrissjóða bera þess merki að nýjar forsendur um lengri lífaldur hafi skapað aukið ójafnvægi milli áfallinna skuldbindinga og framtíðarskuldbindinga. Sumir lífeyrissjóðir hafa brugðið á það ráð að lækka áunnin réttindi yngri sjóðfélaga meira heldur þeirra sem eldri eru en ekki er einhugur um að það sé sanngjörn leið til að bregðast við ójafnvæginu. 19. maí 2022 08:01 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Í grein á Innherja á Vísi í dag er greint frá því að nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafi ákveðið að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum. Þannig verði réttindi eldri kynslóða meiri en þeirra sem yngri eru. Haft er eftir Bjarna Guðmundssyni tryggingastærðfræðingi að engin lagastoð væri fyrir þessum breytingum og þær væru einnig óþarfar. Áður hafi réttindi allra hækkað og lækkað jafnt eftir aðstæðum. Fram til ársins 2021 hafi skuldbindingar lífeyrissjóða verið reiknaðar út frá lífslíkum sem byggðu á reynslu fortíðar en nú væri miðað við spár um auknar lífslíkur í framtíðinni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar tók málið upp í störfum þingsins á Alþingi í morgun og sagði verulega halla á yngri kynslóðir. Tekju og eignamyndun yngri kynslóða hefði ekki haldið í við eldri kynslóðir og fólk kæmist seinna á fasteignamarkaðinn nú en á árum áður. Þorbjörg Sigríður segir lífeyrissjóðina hverfa frá grunngildum sínum með breytingunum.Vísir/Vilhelm „Spár um hærri lífaldur í framtíðinni leiða til þess að réttindi fólks hækka ekki jafnt heldur verður hækkun elsta aldurshópsins meira en tvöfalt hærri en þess yngsta. Þetta jafngildir tugmilljarða millifærslu á réttindum yngra fólks til þess eldra. Byggir á hækkun lífaldurs en við vitum ekki hvernig framtíðin verður,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Allir greiði hins vegar sama hlutfall af launum sínum í lífeyrissjóð. Með breytingunum dreifist áhættan af breyttum aðstæðum lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris ekki jafnt á milli kynslóðanna. Grunngildi samtryggingarinnar væri hins vegar að áhætta dreifðist jafnt á alla. „Við greiðum inn sömu hlutföll og eigum að eiga sömu réttindin. Ef við erum að hverfa frá þessu og opna fyrir misskiptingu í þessu kerfi samtryggingar þá vakna stórar spurningar. Og staða lífeyrissjóðanna er þannig að það er ekki þörf á þessari misskiptingu og hún gengur gegn markmiðum kerfisins,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á Alþingi í morgun.
Alþingi Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Lítið fór fyrir tugmilljarða tilfærslu milli kynslóða Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa gripið til þess ráðs að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum þannig að aukning þessara réttinda sé minni hjá yngri kynslóðinni heldur en þeirri eldri. 9. júní 2022 06:02 Sjóðirnir nálgast bankanna í umsvifum í óverðtryggðum íbúðalánum Ný óverðtryggð lán lífeyrissjóðanna til heimila nema samanlagt rúmlega 25,3 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Það er einum milljarði króna meira en slíkar lánveitingar sjóðanna voru á öllu árinu 2021. 8. júní 2022 11:01 Lengri lífaldur setur mark sitt á skuldbindingar lífeyrissjóða Ársskýrslur lífeyrissjóða bera þess merki að nýjar forsendur um lengri lífaldur hafi skapað aukið ójafnvægi milli áfallinna skuldbindinga og framtíðarskuldbindinga. Sumir lífeyrissjóðir hafa brugðið á það ráð að lækka áunnin réttindi yngri sjóðfélaga meira heldur þeirra sem eldri eru en ekki er einhugur um að það sé sanngjörn leið til að bregðast við ójafnvæginu. 19. maí 2022 08:01 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Lítið fór fyrir tugmilljarða tilfærslu milli kynslóða Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa gripið til þess ráðs að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum þannig að aukning þessara réttinda sé minni hjá yngri kynslóðinni heldur en þeirri eldri. 9. júní 2022 06:02
Sjóðirnir nálgast bankanna í umsvifum í óverðtryggðum íbúðalánum Ný óverðtryggð lán lífeyrissjóðanna til heimila nema samanlagt rúmlega 25,3 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Það er einum milljarði króna meira en slíkar lánveitingar sjóðanna voru á öllu árinu 2021. 8. júní 2022 11:01
Lengri lífaldur setur mark sitt á skuldbindingar lífeyrissjóða Ársskýrslur lífeyrissjóða bera þess merki að nýjar forsendur um lengri lífaldur hafi skapað aukið ójafnvægi milli áfallinna skuldbindinga og framtíðarskuldbindinga. Sumir lífeyrissjóðir hafa brugðið á það ráð að lækka áunnin réttindi yngri sjóðfélaga meira heldur þeirra sem eldri eru en ekki er einhugur um að það sé sanngjörn leið til að bregðast við ójafnvæginu. 19. maí 2022 08:01